Þessi færsla er meira en 2 ára gömul.

Óspilltu fljóti fórnað fyrir 0,3% meiri raforku

Óspilltu fljóti fórnað fyrir 0,3% meiri raforku

Búið er að virkja meginfarveg fjögurra af tíu stærstu vatnasviða landsins, þ.e. Þjórsár, Blöndu, Jökulsár á Dal og Lagarfljóts. Orkufyrirtæki hafa sóst eftir því að virkja fjórar af þessum ám til viðbótar; Hvítá í Árnessýslu, Héraðsvötn, Kúðafljót og Skjálfandafljót, þannig að einungis tvær af tíu stærstu ám landsins fengju að renna óhindrað frá jökli til sjávar; Hvítá í Borgarfirði og Jökulsá á Fjöllum. Það mætti þess vegna halda því fram að á Íslandi séu stór óvirkjuð jökulfljót í útrýmingarhættu.

Nú er Skjálfandafljóti við það að verða spillt ef sveitarstjórn Þingeyjarsveitar veitir leyfi til þess. Til stendur að færa fljótið í verndarflokk rammaáætlunar samkvæmt þeirri tillögu sem nú hefur verið lögð fyrir Alþingi, enda er fljótið metið með þriðja mesta náttúruverndargildið af öllum þeim svæðum sem voru til umfjöllunar rammaáætlunar. Það stefndi því allt í að Skjálfandafljóti yrði þyrmt. En þá gerðist hið óvænta að fyrirtækið Einbúavirkjun ehf. sótti um að reisa virkjun í fljótinu miðju, virkjun sem ekki er fjallað um í rammaáætlun vegna þess að hún er sögð vera 9,8 MW, 0,2MW undir því 10 MW marki sem telst lágmarks stærð virkjunar til að hún sé tekin til umfjöllunar í rammaáætlun.

Fyrir utan mikið rask á nútíma eldhrauni þar sem virkjunin á að rísa í Bárðardal og neikvæð áhrif á dýralíf, þá mun virkjunin raska fyrir fullt og allt því jarðfræðilega ferli sem býr í fljóti sem þessu. Eins og segir í umsögn Náttúruverndarnefndar Þingeyinga þá mun virkjunin færa stóran hluta rennslis fljótsins úr farvegi þess á 2,6 km kafla og mun farvegurinn standa nær vatnslaus þegar minnst rennsli er í ánni að vetri og „þannig mun virkjunin hafa áhrif á þá náttúrulegu ferla sem mótað hafa t.d. Goðafoss“. Náttúruverndarnefndin telur að virkjunin muni hafa veruleg neikvæð umhverfisáhrif á fljótið og hraunin sem „mynda órofa vist- og jarðfræðilega heild“. Umhverfisstofnun bendir síðan á að stífla virkjunarinnar muni draga úr aurburði fljótsins og því muni virkjunin líklega hafa áhrif á fljótið allt til sjávar.

Hér á landi eru nú framleiddar 19.500 gígavattsstundir af rafmagni. Það gerir okkur að heimsmeisturum í raforkuframleiðslu með meira en tvöfalt meiri raforku á hvern einstakling en sú þjóð sem er í öðru sæti á heimslistanum. Að auki má ætla að við framleiðum nú um stundir talsvert meira af raforku en við höfum not fyrir vegna lokunar og framleiðsluminnkunar stóriðjufyrirtækja. Hér er því engin þörf fyrir aukna raforkuframleiðslu. Það blasir því við hversu fráleit sú hugmynd er að fórna óspilltu fljóti og rjúfa náttúrulega ferla sem eru mældir á jarðfræðilegum tímaskala, til þess eins að auka raforkuframleiðslu hér á landi um 69 gígavattsstundir, eða um 0,3%. Það getur enginn með góðri samvisku lagt þetta tvennt á vogarskálarnar og komist að þeirri niðurstöðu að Einbúavirkjun fái að rísa.

Með þessum orðum skora ég sveitarstjórn Þingeyjarsveitar að hafna tillögum um Einbúavirkjun og vernda Skjálfandafljót um ókomna tíð.  

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Sverrir Norland
1
Blogg

Sverrir Norland

Að kulna eða ekki kulna

Í morg­un vakn­aði ég og var eitt­hvað lufsu­leg­ur. Ég fatt­aði strax að ég var kom­inn með kuln­un. Þeg­ar ég hafði drukk­ið einn kaffi­bolla fatt­aði ég hins veg­ar að ég hafði rang­greint mig með kuln­un. Ég var ekki með kuln­un. Þeg­ar ég hafði rok­ið af stað á fyrsta fund dags­ins og var að læsa reið­hjól­inu mínu við staur hafði ég hins...
Lífsgildin
2
Blogg

Lífsgildin

Furðu­legt frum­varp um áfeng­is­lög kol­fell­ur

Frétta­fyr­ir­sagn­ir um breyt­ing­ar á áfeng­is­lög­um, til að rýmka af­greiðslu­tíma Vín­búða og gefa þeim leyfi til að selja áfengi um helg­ar og á frí­dög­um, eru á þessa leið: „Áfeng­is- og tób­aksversl­un rík­is­ins set­ur sig ekki upp á móti frum­varpi þing­manna Fram­sókn­ar­flokks­ins um rýmri af­greiðslu­tíma vín­búða.“ (RÚV) og „ÁTVR leggst ekki gegn rýmk­un“ (MBL). „Af­nám banns gæti rýmk­að opn­un­ar­tíma...

Nýtt efni

Líklegt að uppruni mengunarinnar sé óþekkt skipsflak á hafsbotni
Fréttir

Lík­legt að upp­runi meng­un­ar­inn­ar sé óþekkt skips­flak á hafs­botni

Frá ár­inu 2020 hafa tug­ir olíu­blautra fugla fund­ist í Vest­manna­eyj­um og víða við suð­ur­strönd lands­ins. Um svartol­íu er að ræða sem not­uð er í eldsneyti á skip. Fjöldi skips­flaka ligg­ur á hafs­botni á þess­um slóð­um og Haf­rann­sókna­stofn­un tel­ur lík­leg­ast að meng­un­in sé það­an.
Fanney Birna Jónsdóttir ráðin nýr dagskrárstjóri Rásar 1
Fréttir

Fann­ey Birna Jóns­dótt­ir ráð­in nýr dag­skrár­stjóri Rás­ar 1

Stefán Ei­ríks­son út­varps­stjóri til­kynnti starfs­mönn­um RÚV í dag að Fann­ey Birna Jóns­dótt­ir hefði ver­ið ráð­in nýr dag­skrár­stjóri Rás­ar 1 úr hópi 18 um­sækj­enda.
„Það væri kannski allt í lagi öðru hvoru að við tækjum upp aðeins jákvæðara viðhorf“
Fréttir

„Það væri kannski allt í lagi öðru hvoru að við tækj­um upp að­eins já­kvæð­ara við­horf“

Heil­brigð­is­ráð­herra sat fyr­ir svör­um á Al­þingi í dag en hann var með­al ann­ars spurð­ur út í bið­lista eft­ir grein­ing­um barna. Hann sagði að stjórn­völd væru raun­veru­lega að tak­ast á við stöð­una og að þau vildu svo sann­ar­lega að börn­in og all­ir þeir sem þurfa á þess­ari þjón­ustu og grein­ingu að halda þyrftu ekki að bíða of lengi.
Fólk þurfi að „rísa upp eða gefast upp“
Fréttir

Fólk þurfi að „rísa upp eða gef­ast upp“

Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son formað­ur VR og Vil­hjálm­ur Birg­is­son, formað­ur Starfs­greina­sam­bands­ins og Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness, gagn­rýndu Seðla­bank­ann og stjórn­völd harð­lega í út­varps­við­tali að morgni mánu­dags. „Við er­um ekki hæf, því mið­ur, við virð­umst ekki vera hæf til að stýra gjald­miðl­in­um okk­ar. Við er­um ekki hæf til að stýra efna­hags lands­ins. Við er­um ekki með hæft fólk til að vera í brúnni, bara því mið­ur, hvorki stjórn­mála­menn né fólk­ið í Seðla­bank­an­um,“ sagði Ragn­ar Þór.
Skaflinn fyrir stofuglugganum „er svona tveir metrar plús“
FréttirSnjóflóð í Neskaupstað

Skafl­inn fyr­ir stofu­glugg­an­um „er svona tveir metr­ar plús“

Eldri son­ur Odd­nýj­ar Lind­ar Björns­dótt­ur vildi taka með sér upp­á­halds­hlut­ina sína þeg­ar fjöl­skyld­an þurfti að rýma hús sitt í Nes­kaup­stað. Yngri son­ur­inn skil­ur hins veg­ar ekki í til­stand­inu og vill kom­ast út að leika.
Alræmdur sýknudómur í nauðgunarmáli í Svíþjóð
Erlent

Al­ræmd­ur sýknu­dóm­ur í nauðg­un­ar­máli í Sví­þjóð

Í lok fe­brú­ar féll um­deild­ur dóm­ur á öðru dóms­stigi í Sví­þjóð. Fimm­tug­ur karl­mað­ur var sýkn­að­ur af barnanauðg­un út frá því hvernig fórn­ar­lamb­ið, 10 ára stúlka, tal­aði um snert­ingu hans, Fjór­ir karl­kyns dóm­ar­ar töldu ósann­að að mað­ur­inn hefði far­ið með fing­urna inn í leggöng stúlk­unn­ar þar sem hún not­aði huhgtak sem sam­kvæmt orða­bók á að­eins við um ytri kyn­færi kvenna.
Tugir húsa rýmd á Seyðisfirði
Fréttir

Tug­ir húsa rýmd á Seyð­is­firði

Ver­ið er að rýma tugi húsa norð­an­vert og sunna­vert á Seyð­is­firði. Opn­uð hef­ur ver­ið fjölda­hjálp­ar­stöð í Herðu­breið.
„Hætt við að einhverjir hugsi aftur til flóðanna 1974“
FréttirSnjóflóð í Neskaupstað

„Hætt við að ein­hverj­ir hugsi aft­ur til flóð­anna 1974“

Ver­ið er að rýma tugi húsa í Nes­kaup­stað eft­ir að snjóflóð féll á hús þar í morg­un. Ekki urðu al­var­lega slys á fólki en ein­hverj­ir eru skrám­að­ir. Flóð­ið féll þar sem síð­asti varn­ar­garð­ur­inn í röð varn­ar­mann­virkja fyr­ir bæ­inn á að rísa.
Afborganir af óverðtryggðum lánum hafa tvöfaldast á tveimur árum
Greining

Af­borg­an­ir af óverð­tryggð­um lán­um hafa tvö­fald­ast á tveim­ur ár­um

Af­borg­un af óverð­tryggðu 50 millj­ón króna láni á breyti­leg­um vöxt­um nálg­ast nú 400 þús­und krón­ur á mán­uði. Um fjórð­ung­ur allra lána eru óverð­tryggð og fast­ir óverð­tryggð­ir vext­ir þús­unda heim­ila losna í ár.
Andlegt þrot Þorgerðar
Hrafnhildur Sigmarsdóttir
Pistill

Hrafnhildur Sigmarsdóttir

And­legt þrot Þor­gerð­ar

Um 40% ís­lenskra kvenna hafa orð­ið fyr­ir lík­am­legu/og eða kyn­ferð­is­legu of­beldi á lífs­leið­inni og heilsu­far þeirra tek­ur mið af því.
Snjóflóð féll á Norðfirði — verið að rýma sjö húsagötur
FréttirSnjóflóð í Neskaupstað

Snjóflóð féll á Norð­firði — ver­ið að rýma sjö húsa­göt­ur

Snjóflóð féll á Norð­firði í morg­un, vest­an við varn­ar­virki sem standa of­an við byggð. Ver­ið er að meta hættu á frek­ari flóð­um á Nes­kaup­stað. Unn­ið er að því að rýma sjö húsa­göt­ur vegna flóðs­ins.
Þegar Ástralíumenn lærðu ekki að yrkja jörðina
Flækjusagan

Þeg­ar Ástr­al­íu­menn lærðu ekki að yrkja jörð­ina

Síð­ast­lið­inn fimmtu­dag, 23. mars, tók stjórn Ástr­al­íu þá ákvörð­un að halda þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um hvort vísa skuli sér­stak­lega til frum­byggja lands­ins og reynslu þeirra í stór­n­ar­skrá. Ekki von­um seinna, segja marg­ir. Ástr­al­ía hef­ur breyst meira þá ára­tugi sem mað­ur­inn hef­ur bú­ið þar en lengst af hef­ur ver­ið tal­ið. Þótt fólki blöskri hve út­breidd­ar eyði­merk­ur eru þar og land­ið hrjóstr­ugt, þá mun eyj­an stóra nú vera nán­ast eins og frjó­sam­ur blóma­garð­ur mið­að við ástand­ið þeg­ar menn komu þang­að fyrst.