Þessi færsla er meira en 2 ára gömul.

Rjúfum klíkuböndin í bankakerfinu

Það getur verið hjálplegt fyrir skilning okkar á sögunni og þróun hennar að skipta henni í tímabil. Þannig hefur stjórnmálasögu 20. aldar t.d. verið skipt í tímabil sjálfstæðisstjórnmála og stéttastjórnmála til að útskýra þróun flokkakerfisins og helstu átakamála. Eins auðveldar það okkur að skilja þróun atvinnulífs og neytendamála ef við skiptum öldinni upp í tímabil frjálsra viðskipti og hafta. Þó að stjórnmálaumræðan beri þess kannski ekki merki þá stöndum við núna á mikilvægum skilum tveggja tímabila í Íslandssögunni þar sem grundvöllur valda og áhrifa næstu ára eða áratuga verður lagður. Það er nefnilega fátt sem mótar samfélagið á djúpstæðari hátt en bankakerfið og nú bíður okkar að ákveða framtíðar rekstrarfyrirkomulag Landsbanka og Íslandsbanka, en saman mynda þeir um 70% verðmætis alls bankakerfisins.

Segja má að saga íslenska bankakerfisins skiptist í þrjú tímabil; Heimastjórnartímabilið (1886-1930), helmingaskiptatímabilið fyrra (1930-1990) og helmingaskiptatímabilið síðara (1990-2008). Heimastjórnartímabilið í bankakerfinu hófst með stofnun Landsbankans árið 1886 og Íslandsbanka 1904 og lauk með gjaldþroti þess síðarnefnda árið 1930. Á þessum tíma réð fámennur hópur völdum, að mestu tengdur Heimastjórnarflokknum, á mjög örlagaríku tímabili í hagsögu þjóðarinnar þar sem til varð fámenn auðstétt kaupmanna og útgerðarmanna og fyrstu íslensku stórfyrirtækin voru stofnuð. Framsóknarflokkurinn, með Jónas frá Hriflu í broddi fylkingar, náði síðan á undraskömmum tíma að komast til valda innan Landsbankans og með gjaldþroti Íslandsbanka 1930 og stofnun Útvegsbanka í kjölfarið má segja að fyrra helmingaskiptakerfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í bankakerfinu hafi byrjað að mótast. Það var síðan meitlað í stein með sögulegum sættum Jónasar og Ólafs Thors, formanns Sjálfstæðisflokksins, í stjórn Landsbankans þegar bjarga þurfti Kveldúlfi, útgerðarfélagi Ólafs og Sambandsfyrirtækjum Framsóknarflokksins frá gjaldþroti undir lok fjórða áratugarins. Kerfið þjónaði þessum flokkshagsmunum mjög vel þar til það varð í raun gjaldþrota, sligað af pólitísku útlánakerfi og lágum vöxtum sem stjórnmálamenn handstýrðu á tímum mikillar og viðvarandi verðbólgu. Kerfið stóð ekki undir sér og fyrra helmingaskiptakerfið fjaraði út á níunda áratugnum með gjaldþroti Útvegsbanka og alvarlegum rekstrarvanda Landsbankans í tengslum við gjaldþrot Sambands íslenskra samvinnufélaga. Tímabilinu lauk með því að vald til vaxtaákvarðana var fært til bankanna sjálfra og einkavæðing þeirra hófst. Þriðja tímabil bankasögunnar, helmingaskiptatímabilið síðara, hófst árið 1990 þegar fjórir litlir einkabankar voru sameinaðir nýlega einkavæddum fjárfestingasjóðum ríkisins undir nafni Íslandsbanka-FBA. Tímabilinu lauk síðan árið 2008 með hruni bankakerfisins í kjölfar misheppnaðrar einkavæðingar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á Landsbanka og Búnaðarbanka.

Tímabilin þrjú í sögu íslenska bankakerfisins einkenndust öll af miklu valdi fámennra hópa sem nýttu bankakerfið til að stórefnast og skjóta enn styrkari stoðum undir eigin völd í viðskiptalífi og stjórnmálum, oft á kostnað stöðugleika í hagkerfinu og afkomu almennings. Tólf árum eftir bankahrun er enn óljóst hvernig við ætlum að skipuleggja kerfið til frambúðar, hvernig fjórða tímabil bankasögunnar eigi að verða. Ríkisstjórnin hefur boðað einkavæðingu þess þó að skoðanakannanir sýni að einungis 12% kjósenda styðji þá vegferð. Alda, félag um sjálfbærni og lýðræði, hefur lagt til að almenningur fái sjálfur að ákveða framtíðarskipan bankakerfisins á lýðræðislegan hátt með slembivöldu borgaraþingi, skoðanakönnunum og þjóðaratkvæðagreiðslu. Í könnun sem MMR vann fyrir félagið segjast 65% vera fylgjandi slíku ferli. Þingkosningar fara fram á næsta ári og þá gefst stjórnmálaflokkunum tækifæri til að lýsa því fyrir kjósendum hvernig þeir vilji skipuleggja fjórða tímabil bankakerfisins og hvort almenningur eigi að fá að taka þátt í mótun þess. Vonandi nýtum við það tækifæri til að rjúfa þau klíkubönd sem hafa einkennt bankerfið okkar allt frá upphafi og skapa hér kerfi sem stuðlar að fjölbreyttu atvinnulífi, jafnræði og stöðugleika.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Sverrir Norland
1
Blogg

Sverrir Norland

Að kulna eða ekki kulna

Í morg­un vakn­aði ég og var eitt­hvað lufsu­leg­ur. Ég fatt­aði strax að ég var kom­inn með kuln­un. Þeg­ar ég hafði drukk­ið einn kaffi­bolla fatt­aði ég hins veg­ar að ég hafði rang­greint mig með kuln­un. Ég var ekki með kuln­un. Þeg­ar ég hafði rok­ið af stað á fyrsta fund dags­ins og var að læsa reið­hjól­inu mínu við staur hafði ég hins...
Lífsgildin
2
Blogg

Lífsgildin

Furðu­legt frum­varp um áfeng­is­lög kol­fell­ur

Frétta­fyr­ir­sagn­ir um breyt­ing­ar á áfeng­is­lög­um, til að rýmka af­greiðslu­tíma Vín­búða og gefa þeim leyfi til að selja áfengi um helg­ar og á frí­dög­um, eru á þessa leið: „Áfeng­is- og tób­aksversl­un rík­is­ins set­ur sig ekki upp á móti frum­varpi þing­manna Fram­sókn­ar­flokks­ins um rýmri af­greiðslu­tíma vín­búða.“ (RÚV) og „ÁTVR leggst ekki gegn rýmk­un“ (MBL). „Af­nám banns gæti rýmk­að opn­un­ar­tíma...

Nýtt efni

Líklegt að uppruni mengunarinnar sé óþekkt skipsflak á hafsbotni
Fréttir

Lík­legt að upp­runi meng­un­ar­inn­ar sé óþekkt skips­flak á hafs­botni

Frá ár­inu 2020 hafa tug­ir olíu­blautra fugla fund­ist í Vest­manna­eyj­um og víða við suð­ur­strönd lands­ins. Um svartol­íu er að ræða sem not­uð er í eldsneyti á skip. Fjöldi skips­flaka ligg­ur á hafs­botni á þess­um slóð­um og Haf­rann­sókna­stofn­un tel­ur lík­leg­ast að meng­un­in sé það­an.
Fanney Birna Jónsdóttir ráðin nýr dagskrárstjóri Rásar 1
Fréttir

Fann­ey Birna Jóns­dótt­ir ráð­in nýr dag­skrár­stjóri Rás­ar 1

Stefán Ei­ríks­son út­varps­stjóri til­kynnti starfs­mönn­um RÚV í dag að Fann­ey Birna Jóns­dótt­ir hefði ver­ið ráð­in nýr dag­skrár­stjóri Rás­ar 1 úr hópi 18 um­sækj­enda.
„Það væri kannski allt í lagi öðru hvoru að við tækjum upp aðeins jákvæðara viðhorf“
Fréttir

„Það væri kannski allt í lagi öðru hvoru að við tækj­um upp að­eins já­kvæð­ara við­horf“

Heil­brigð­is­ráð­herra sat fyr­ir svör­um á Al­þingi í dag en hann var með­al ann­ars spurð­ur út í bið­lista eft­ir grein­ing­um barna. Hann sagði að stjórn­völd væru raun­veru­lega að tak­ast á við stöð­una og að þau vildu svo sann­ar­lega að börn­in og all­ir þeir sem þurfa á þess­ari þjón­ustu og grein­ingu að halda þyrftu ekki að bíða of lengi.
Fólk þurfi að „rísa upp eða gefast upp“
Fréttir

Fólk þurfi að „rísa upp eða gef­ast upp“

Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son formað­ur VR og Vil­hjálm­ur Birg­is­son, formað­ur Starfs­greina­sam­bands­ins og Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness, gagn­rýndu Seðla­bank­ann og stjórn­völd harð­lega í út­varps­við­tali að morgni mánu­dags. „Við er­um ekki hæf, því mið­ur, við virð­umst ekki vera hæf til að stýra gjald­miðl­in­um okk­ar. Við er­um ekki hæf til að stýra efna­hags lands­ins. Við er­um ekki með hæft fólk til að vera í brúnni, bara því mið­ur, hvorki stjórn­mála­menn né fólk­ið í Seðla­bank­an­um,“ sagði Ragn­ar Þór.
Skaflinn fyrir stofuglugganum „er svona tveir metrar plús“
FréttirSnjóflóð í Neskaupstað

Skafl­inn fyr­ir stofu­glugg­an­um „er svona tveir metr­ar plús“

Eldri son­ur Odd­nýj­ar Lind­ar Björns­dótt­ur vildi taka með sér upp­á­halds­hlut­ina sína þeg­ar fjöl­skyld­an þurfti að rýma hús sitt í Nes­kaup­stað. Yngri son­ur­inn skil­ur hins veg­ar ekki í til­stand­inu og vill kom­ast út að leika.
Alræmdur sýknudómur í nauðgunarmáli í Svíþjóð
Erlent

Al­ræmd­ur sýknu­dóm­ur í nauðg­un­ar­máli í Sví­þjóð

Í lok fe­brú­ar féll um­deild­ur dóm­ur á öðru dóms­stigi í Sví­þjóð. Fimm­tug­ur karl­mað­ur var sýkn­að­ur af barnanauðg­un út frá því hvernig fórn­ar­lamb­ið, 10 ára stúlka, tal­aði um snert­ingu hans, Fjór­ir karl­kyns dóm­ar­ar töldu ósann­að að mað­ur­inn hefði far­ið með fing­urna inn í leggöng stúlk­unn­ar þar sem hún not­aði huhgtak sem sam­kvæmt orða­bók á að­eins við um ytri kyn­færi kvenna.
Tugir húsa rýmd á Seyðisfirði
Fréttir

Tug­ir húsa rýmd á Seyð­is­firði

Ver­ið er að rýma tugi húsa norð­an­vert og sunna­vert á Seyð­is­firði. Opn­uð hef­ur ver­ið fjölda­hjálp­ar­stöð í Herðu­breið.
„Hætt við að einhverjir hugsi aftur til flóðanna 1974“
FréttirSnjóflóð í Neskaupstað

„Hætt við að ein­hverj­ir hugsi aft­ur til flóð­anna 1974“

Ver­ið er að rýma tugi húsa í Nes­kaup­stað eft­ir að snjóflóð féll á hús þar í morg­un. Ekki urðu al­var­lega slys á fólki en ein­hverj­ir eru skrám­að­ir. Flóð­ið féll þar sem síð­asti varn­ar­garð­ur­inn í röð varn­ar­mann­virkja fyr­ir bæ­inn á að rísa.
Greiðslubyrði af óverðtryggðum lánum hefur tvöfaldast á tveimur árum
Greining

Greiðslu­byrði af óverð­tryggð­um lán­um hef­ur tvö­fald­ast á tveim­ur ár­um

Greiðslu­byrði af óverð­tryggðu 50 millj­ón króna láni á breyti­leg­um vöxt­um nálg­ast nú 400 þús­und krón­ur á mán­uði. Um fjórð­ung­ur allra lána eru óverð­tryggð og fast­ir óverð­tryggð­ir vext­ir þús­unda heim­ila losna í ár.
Andlegt þrot Þorgerðar
Hrafnhildur Sigmarsdóttir
Pistill

Hrafnhildur Sigmarsdóttir

And­legt þrot Þor­gerð­ar

Um 40% ís­lenskra kvenna hafa orð­ið fyr­ir lík­am­legu/og eða kyn­ferð­is­legu of­beldi á lífs­leið­inni og heilsu­far þeirra tek­ur mið af því.
Snjóflóð féll á Norðfirði — verið að rýma sjö húsagötur
FréttirSnjóflóð í Neskaupstað

Snjóflóð féll á Norð­firði — ver­ið að rýma sjö húsa­göt­ur

Snjóflóð féll á Norð­firði í morg­un, vest­an við varn­ar­virki sem standa of­an við byggð. Ver­ið er að meta hættu á frek­ari flóð­um á Nes­kaup­stað. Unn­ið er að því að rýma sjö húsa­göt­ur vegna flóðs­ins.
Þegar Ástralíumenn lærðu ekki að yrkja jörðina
Flækjusagan

Þeg­ar Ástr­al­íu­menn lærðu ekki að yrkja jörð­ina

Síð­ast­lið­inn fimmtu­dag, 23. mars, tók stjórn Ástr­al­íu þá ákvörð­un að halda þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um hvort vísa skuli sér­stak­lega til frum­byggja lands­ins og reynslu þeirra í stór­n­ar­skrá. Ekki von­um seinna, segja marg­ir. Ástr­al­ía hef­ur breyst meira þá ára­tugi sem mað­ur­inn hef­ur bú­ið þar en lengst af hef­ur ver­ið tal­ið. Þótt fólki blöskri hve út­breidd­ar eyði­merk­ur eru þar og land­ið hrjóstr­ugt, þá mun eyj­an stóra nú vera nán­ast eins og frjó­sam­ur blóma­garð­ur mið­að við ástand­ið þeg­ar menn komu þang­að fyrst.