Þessi færsla er meira en 2 ára gömul.

Einkavætt í hugmyndafræðilegu hugsanaleysi

Fjármálaráðherra átti í vök að verjast á Alþingi þegar umræða um einkavæðingu Íslandsbanka fór fram. Nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar vörpuðu fram eðlilegum spurningum um fyrirkomulag og forsendur einkavæðingarinnar sem fjármálaráðherra svaraði einungis með ásökunum um hugmyndafræðilegar öfgar þeirra, en líkti sjálfur íslenska bankakerfinu við það norður-kóreska og kínverska! Heilbrigðum efa og skynsamri varkárni var þannig svarað með öfgafullum upphrópunum. Gagnrýnin hugsun var afgreidd sem kommúnismi. Þrátt fyrir allt sem þjóðin gekk í gegnum í fjármálhruninu 2008 fyrir tilverknað Sjálfstæðisflokksins, þykir núverandi formanni hans boðlegt að bjóða almenningi upp á trumpíska frasa þegar grundvöllur íslenska fjármálakerfisins er til umræðu. Hann veitti engin hughreystandi svör um forsendur einkavæðingarinnar, bara upphrópanir um hugmyndafræðilega yfirburði sína. Fjármálaráðherra hagaði sér því miður eins og bráðlátur bardagamaður, en ekki sá vandvirki sáttasemjara sem þjóðin þarf nú á að halda til að treysta sér í aðra einkavæðingu bankakerfisins undir forystu Sjálfstæðisflokksins.

Ráðherrar og þingmenn stjórnarflokkanna virðast allir þeirrar skoðunar að nú eigi að hefja einkavæðingu Íslandsbanka og vísa í stjórnarsáttmálann þess efnis. Skoðum þess vegna hvað segir um boðaða einkavæðingu í sáttmálanum. Þar segir vissulega að leita eigi leiða til að draga úr eignarhaldi ríkisins á fjármálafyrirtækjum. En það er ekki allt og sumt. Fyrst segir í sáttmálanum: „Sátt þarf að ríkja um fyrirkomulag fjármálakerfisins til framtíðar.“ Síðar segir í sama kafla: „Eignarhald á kerfislega mikilvægum fjármálastofnunum verður að vera gagnsætt. … Mikilvægt að dregið sé úr áhættu óskyldra þátta í starfsemi fjármálafyrirtækja“. Það slær mann óneitanlega að ríkisstjórnin virðist einungis ætla að efna það eitt sem segir um einkavæðinguna í sáttmálanum en ekki hitt sem fjallar um sátt, gagnsæi og áhættu óskyldra rekstrarþátta. Nýleg könnun sýnir að 56% almennings er andvígur einkavæðingu Íslandsbanka en innan við fjórðungur fylgjandi. Í könnun sem stjórnvöld létu sjálf gera haustið 2018 sögðust 61% vera jákvæð fyrir því að ríkið ætti viðskiptabanka en einungis 13,5% sögðust neikvæð. 57% sögðust bera lítið eða ekkert traust til íslenska bankakerfisins en 16% treystu því vel eða fullkomlega. Hrunið, græðgi, saga bankakerfisins og spilling voru algengustu ástæður þess að fólk vantreysti bönkunum. Það er því augljóst að með einkavæðingu Íslandsbanka er ríkisstjórnin beinlínis að vinna gegn eigin fyrirheitum í stjórnarsáttmála um að vinna að samfélagslegri sátt um fjármálakerfið. Ríkisstjórnin hefur heldur ekki staðið við loforð um að eignarhald banka þurfi að vera gagnsætt. Þannig fékk stór hluthafi í Arion-banka undanþágu frá reglum um að upplýsa um raunverulega eigendur og varað hefur verið við að íslenskar stofnanir hafi enn ekki burði til að greina mögulega falin eignatengsl í væntanlegum eigendahópi einkavæddra banka. Þá hefur ríkisstjórnin heldur ekki staðið við loforð um að draga úr áhættu óskyldra þátta í starfsemi bankanna með því að aðskilja viðskipta- og fjárfestingabankastarfsemi. Forseti Alþingis sagðist í nýlegu viðtali „vonast til“ að sett yrðu lög um þetta á „næstu mánuðum“. Þannig að af öllu því sem ríkisstjórnin lofaði í stjórnarsáttmála um breytingar á bankamarkaði virðist hún ætla að standa við það eitt að hefja einkavæðinguna.

Við sem erum eldri en tvævetur vitum að íslenska bankakerfið hefur einkennst af óstöðugleika sem hefur jafnan bitnað á öllum almenningi með verðbólgu, miklum gengisbreytingum og hækkunum afborgana. Þess vegna hefur verið ánægjulegt að fylgjast með þróun kerfisins á síðustu árum þar sem meiri ró hefur færst yfir, verðbólga hefur verið í lægri kantinum, mikil rekstrarhagræðing hefur farið fram í bönkunum og örlað hefur á samkeppni á lánamarkaði. Óróleikamerkin hafa hins vegar komið frá einkareknu bönkunum. Þannig hafa fréttir borist af miklu útlánatapi Arion-banka, sumir úr eigendahópi bankans hafa farið huldu höfði, bankinn virðist vera leiðandi í endurupptöku kaupaukakerfis fyrir stjórnendur og stundað umdeild uppkaup á eigin bréfum (sem Seðlabankinn hefur varað við). Og fólk úr innsta kjarna Sjálfstæðisflokksins hefur raðað sér í stjórnunarstöður í bankanum. Gamma, annar einkabanki sem var í eigu og rekinn af innanbúðarfólki í Sjálfstæðisflokknum, sigldi í strand árið 2019. En af ríkisreknu bönkunum, Landsbanka og Íslandsbanka, heyrist fátt annað en að þeir skaffa reglulegar arðgreiðslur í ríkissjóð. Í ljósi þessa þarf maður líklega að vera blindaður af hugmyndafræði til þess að álykta að bankarekstur eigi endilega betur heima í höndum einkafjárfesta en þeirra sem starfa í þágu almannahagsmuna.

Páll Skúlason, heimspekingur og fyrrverandi rektor Háskóla Íslands, skrifaði um hugmyndafræðina á því örlagaríka ári 2008: „Hugmyndafræðin styðst ekki við rök heldur það sem segir sig sjálft og ekki þarf að ræða eða rökstyðja. Þannig kyndir hún undir hugsunarleysi. … Hættan við alla hugmyndafræði er sú að hún hafnar fyrirfram gildi gagnrýninnar hugsunar og telur sig þegar hafa höndlað sannleikann.“ Forysta Sjálfstæðisflokksin hefur í gegnum tíðina komið bönkum og opinberum rekstri í hendur vina og vandamanna í skjóli hugmyndafræðilegs hugsanaleysis. Nú fellur það í hlut almennings að koma í veg fyrir að sá leikur endurtaki sig. Einkavæðing þarf að fara fram á réttum forsendum, ekki þeim einum að Sjálfstæðisflokkurinn heimti hana. 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Sverrir Norland
1
Blogg

Sverrir Norland

Að kulna eða ekki kulna

Í morg­un vakn­aði ég og var eitt­hvað lufsu­leg­ur. Ég fatt­aði strax að ég var kom­inn með kuln­un. Þeg­ar ég hafði drukk­ið einn kaffi­bolla fatt­aði ég hins veg­ar að ég hafði rang­greint mig með kuln­un. Ég var ekki með kuln­un. Þeg­ar ég hafði rok­ið af stað á fyrsta fund dags­ins og var að læsa reið­hjól­inu mínu við staur hafði ég hins...
Lífsgildin
2
Blogg

Lífsgildin

Furðu­legt frum­varp um áfeng­is­lög kol­fell­ur

Frétta­fyr­ir­sagn­ir um breyt­ing­ar á áfeng­is­lög­um, til að rýmka af­greiðslu­tíma Vín­búða og gefa þeim leyfi til að selja áfengi um helg­ar og á frí­dög­um, eru á þessa leið: „Áfeng­is- og tób­aksversl­un rík­is­ins set­ur sig ekki upp á móti frum­varpi þing­manna Fram­sókn­ar­flokks­ins um rýmri af­greiðslu­tíma vín­búða.“ (RÚV) og „ÁTVR leggst ekki gegn rýmk­un“ (MBL). „Af­nám banns gæti rýmk­að opn­un­ar­tíma...

Nýtt efni

Líklegt að uppruni mengunarinnar sé óþekkt skipsflak á hafsbotni
Fréttir

Lík­legt að upp­runi meng­un­ar­inn­ar sé óþekkt skips­flak á hafs­botni

Frá ár­inu 2020 hafa tug­ir olíu­blautra fugla fund­ist í Vest­manna­eyj­um og víða við suð­ur­strönd lands­ins. Um svartol­íu er að ræða sem not­uð er í eldsneyti á skip. Fjöldi skips­flaka ligg­ur á hafs­botni á þess­um slóð­um og Haf­rann­sókna­stofn­un tel­ur lík­leg­ast að meng­un­in sé það­an.
Fanney Birna Jónsdóttir ráðin nýr dagskrárstjóri Rásar 1
Fréttir

Fann­ey Birna Jóns­dótt­ir ráð­in nýr dag­skrár­stjóri Rás­ar 1

Stefán Ei­ríks­son út­varps­stjóri til­kynnti starfs­mönn­um RÚV í dag að Fann­ey Birna Jóns­dótt­ir hefði ver­ið ráð­in nýr dag­skrár­stjóri Rás­ar 1 úr hópi 18 um­sækj­enda.
„Það væri kannski allt í lagi öðru hvoru að við tækjum upp aðeins jákvæðara viðhorf“
Fréttir

„Það væri kannski allt í lagi öðru hvoru að við tækj­um upp að­eins já­kvæð­ara við­horf“

Heil­brigð­is­ráð­herra sat fyr­ir svör­um á Al­þingi í dag en hann var með­al ann­ars spurð­ur út í bið­lista eft­ir grein­ing­um barna. Hann sagði að stjórn­völd væru raun­veru­lega að tak­ast á við stöð­una og að þau vildu svo sann­ar­lega að börn­in og all­ir þeir sem þurfa á þess­ari þjón­ustu og grein­ingu að halda þyrftu ekki að bíða of lengi.
Fólk þurfi að „rísa upp eða gefast upp“
Fréttir

Fólk þurfi að „rísa upp eða gef­ast upp“

Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son formað­ur VR og Vil­hjálm­ur Birg­is­son, formað­ur Starfs­greina­sam­bands­ins og Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness, gagn­rýndu Seðla­bank­ann og stjórn­völd harð­lega í út­varps­við­tali að morgni mánu­dags. „Við er­um ekki hæf, því mið­ur, við virð­umst ekki vera hæf til að stýra gjald­miðl­in­um okk­ar. Við er­um ekki hæf til að stýra efna­hags lands­ins. Við er­um ekki með hæft fólk til að vera í brúnni, bara því mið­ur, hvorki stjórn­mála­menn né fólk­ið í Seðla­bank­an­um,“ sagði Ragn­ar Þór.
Skaflinn fyrir stofuglugganum „er svona tveir metrar plús“
FréttirSnjóflóð í Neskaupstað

Skafl­inn fyr­ir stofu­glugg­an­um „er svona tveir metr­ar plús“

Eldri son­ur Odd­nýj­ar Lind­ar Björns­dótt­ur vildi taka með sér upp­á­halds­hlut­ina sína þeg­ar fjöl­skyld­an þurfti að rýma hús sitt í Nes­kaup­stað. Yngri son­ur­inn skil­ur hins veg­ar ekki í til­stand­inu og vill kom­ast út að leika.
Alræmdur sýknudómur í nauðgunarmáli í Svíþjóð
Erlent

Al­ræmd­ur sýknu­dóm­ur í nauðg­un­ar­máli í Sví­þjóð

Í lok fe­brú­ar féll um­deild­ur dóm­ur á öðru dóms­stigi í Sví­þjóð. Fimm­tug­ur karl­mað­ur var sýkn­að­ur af barnanauðg­un út frá því hvernig fórn­ar­lamb­ið, 10 ára stúlka, tal­aði um snert­ingu hans, Fjór­ir karl­kyns dóm­ar­ar töldu ósann­að að mað­ur­inn hefði far­ið með fing­urna inn í leggöng stúlk­unn­ar þar sem hún not­aði huhgtak sem sam­kvæmt orða­bók á að­eins við um ytri kyn­færi kvenna.
Tugir húsa rýmd á Seyðisfirði
Fréttir

Tug­ir húsa rýmd á Seyð­is­firði

Ver­ið er að rýma tugi húsa norð­an­vert og sunna­vert á Seyð­is­firði. Opn­uð hef­ur ver­ið fjölda­hjálp­ar­stöð í Herðu­breið.
„Hætt við að einhverjir hugsi aftur til flóðanna 1974“
FréttirSnjóflóð í Neskaupstað

„Hætt við að ein­hverj­ir hugsi aft­ur til flóð­anna 1974“

Ver­ið er að rýma tugi húsa í Nes­kaup­stað eft­ir að snjóflóð féll á hús þar í morg­un. Ekki urðu al­var­lega slys á fólki en ein­hverj­ir eru skrám­að­ir. Flóð­ið féll þar sem síð­asti varn­ar­garð­ur­inn í röð varn­ar­mann­virkja fyr­ir bæ­inn á að rísa.
Afborganir af óverðtryggðum lánum hafa tvöfaldast á tveimur árum
Greining

Af­borg­an­ir af óverð­tryggð­um lán­um hafa tvö­fald­ast á tveim­ur ár­um

Af­borg­un af óverð­tryggðu 50 millj­ón króna láni á breyti­leg­um vöxt­um nálg­ast nú 400 þús­und krón­ur á mán­uði. Um fjórð­ung­ur allra lána eru óverð­tryggð og fast­ir óverð­tryggð­ir vext­ir þús­unda heim­ila losna í ár.
Andlegt þrot Þorgerðar
Hrafnhildur Sigmarsdóttir
Pistill

Hrafnhildur Sigmarsdóttir

And­legt þrot Þor­gerð­ar

Um 40% ís­lenskra kvenna hafa orð­ið fyr­ir lík­am­legu/og eða kyn­ferð­is­legu of­beldi á lífs­leið­inni og heilsu­far þeirra tek­ur mið af því.
Snjóflóð féll á Norðfirði — verið að rýma sjö húsagötur
FréttirSnjóflóð í Neskaupstað

Snjóflóð féll á Norð­firði — ver­ið að rýma sjö húsa­göt­ur

Snjóflóð féll á Norð­firði í morg­un, vest­an við varn­ar­virki sem standa of­an við byggð. Ver­ið er að meta hættu á frek­ari flóð­um á Nes­kaup­stað. Unn­ið er að því að rýma sjö húsa­göt­ur vegna flóðs­ins.
Þegar Ástralíumenn lærðu ekki að yrkja jörðina
Flækjusagan

Þeg­ar Ástr­al­íu­menn lærðu ekki að yrkja jörð­ina

Síð­ast­lið­inn fimmtu­dag, 23. mars, tók stjórn Ástr­al­íu þá ákvörð­un að halda þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um hvort vísa skuli sér­stak­lega til frum­byggja lands­ins og reynslu þeirra í stór­n­ar­skrá. Ekki von­um seinna, segja marg­ir. Ástr­al­ía hef­ur breyst meira þá ára­tugi sem mað­ur­inn hef­ur bú­ið þar en lengst af hef­ur ver­ið tal­ið. Þótt fólki blöskri hve út­breidd­ar eyði­merk­ur eru þar og land­ið hrjóstr­ugt, þá mun eyj­an stóra nú vera nán­ast eins og frjó­sam­ur blóma­garð­ur mið­að við ástand­ið þeg­ar menn komu þang­að fyrst.