Þessi færsla er rúmlega 3 mánaða gömul.

Rangar ályktanir dregnar af gjaldþroti Íbúðalánasjóðs

Það er líklega ekkert mikilvægara stjórnmálamanni en að njóta almenns trausts. Þess vegna kemur það mér alltaf jafn mikið á óvart þegar stjórnmálamenn draga ályktanir í mikilvægum málum sem virðast hvorki byggja á rökum né reynslu. Það treysta nefnilega fáir stjórnmálamanni sem byggir afstöðu sína á kreddum og alvöruleysi. Viðbrögð sjálfstæðismanna við fyrirsjáanlegu og yfirvofandi gjaldþroti Íbúðalánasjóðs hafa því komið mér á óvart, ekki síst þar sem það blasir við öllum að Sjálfstæðisflokkinn bráðvantar að sannfæra fleiri kjósendur um að honum sé treystandi fyrir efnahagsmálum.

Gjaldþrot Íbúðalánasjóðs (nú ÍL-sjóður) hefur verið fyrirsjáanlegt um árabil, enda ekki að ástæðulausu sem Alþingi ákvað árið 2010 að setja á fót sérstaka rannsóknarnefnd valinkunnra sérfræðinga sem var falið að rannsaka málið. Skýrsla nefndarinnar var birt árið 2013 og þar er m.a. fjallað um ábyrgð stjórnmálamanna á lögum sem samþykkt voru árið 2004 og leiddu til þeirra kerfisbreytinga sem kosta munu almenning um 50-200 milljarða króna þegar upp verður staðið. Þar segir í kafla 9.4.6: „Fyrir Alþingi var lagt lagafrumvarp um nýtt form á fjármögnun Íbúðalánasjóðs sem fól í sér mikla áhættu fyrir ríkissjóð … Frumvarpið gerði ráð fyrir að fjármögnunarbréf sjóðsins yrðu hvorki innkallanleg né lántakar þyrftu að greiða uppgreiðslugjald. Það voru mistök. … Alþingi samþykkti lögin þrátt fyrir aðvaranir Seðlabankans. … Ábyrgðin er fyrst og fremst þingsins að samþykkja gölluð lög.“

Það vekur óneitanlega athygli að meðal þeirra þingmanna sem greiddu þessu gallaða frumvarpi atkvæði sitt eru báðir þeir menn sem nú eru í framboði til formanns Sjálfstæðisflokksins, orkumálaráðherrann Guðlaugur Þór Þórðarson og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, sá hinn sami og telur sig nú hæfan til að gæta hagsmuna skattgreiðenda í málinu. Þeir Guðlaugur og Bjarni kunna að halda því fram núna að þingmenn hafi á sínum tíma verið fullvissaðir um að Íbúðalánasjóður myndi grípa til almennrar áhættustýringar sem átti að koma í veg fyrir að skattgreiðendur sætu uppi með milljarða tjón. En þá hafa þeir greinilega hvorki tekið mark á viðvörunum Seðlabankans né lagt við hlustir í þingsal þegar flokksbróðir þeirra, Pétur Blöndal, varaði við afleiðingum frumvarpsins. Hann sagði í þingræðu þann 29. mars 2004 að sá augljósi vandi sem frumvarpið skapaði væri óleysanlegur. Gert væri ráð fyrir að skuldabréf sjóðsins yrðu seld með óbreytanlegum vöxtum til framtíðar og ef vextir lækkuðu niður í það sem tíðkaðist í löndunum í kringum okkur þá gæti þetta orðið „óskaplegur baggi fyrir ríkissjóð … Ríkissjóður er með ábyrgð á þessum bréfum en hefur enga útgönguleið ef vextir lækka mjög mikið. Það getur orðið mjög þungbært fyrir ríkissjóð. … Menn þurfa að átta sig á þessu og ganga með galopin augun af því að þeir eru að taka á sig mjög mikla skuldbindingu fyrir ríkissjóð og ég vara við því.“

Því miður virðist mannvalið í Sjálfstæðisflokknum heldur hafa versnað síðan þessi orð féllu og þekking innan hans á hagstjórnarmálum síst hafa aukist. Að minnsta kosti ef tekið er mið af ályktunum sem þingmenn Sjálfstæðisflokksins virðast hafa dregið af þessu örlagaríka frumvarpi sem þingmenn Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði sitt árið 2004. Þannig skrifaði t.d. þingmaður flokksins grein á liðnu ári þar sem hann heldur því fram að saga Íbúðalánasjóðs sýni fram á að ríkið eigi ekki að vasast í rekstri fjármálastofnana, en nefnir ekki einu orði mistökin sem þingmenn sjálfstæðisflokksins gerðu við lagasetninguna 2004. Það er svona eins og að horfa á skip sigla á ísjaka og sökkva og álykta út frá því að skip eigi ekki að vasast í því að sigla, frekar en að styrkja hefði þurft stefni skipsins eða hafa einhvern á útkikki. Annar þingmaður Sjálfstæðisflokksins tók nýverið viðtal við fjármálaráðherra þar sem sá síðarnefndi lýsti því ágætlega hvernig áhættan sem hann og aðrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins tóku með lögunum árið 2004 hefði „raungerst.“ En spyrillinn, þingmaður flokksins, var svo uppfullur af pólitískum kreddum að hann áttaði sig ekki á orsökum og afleiðingum málsins og ályktaði að gjaldþrot Íbúðalánasjóðs sýndi fram á að rekstur opinberrar lánastofnunar eða samfélagsbanka væri „bara vitleysa.“ Ef þingmanninum þykir þetta frambærilegur málflutningur þá má eflaust gagnálykta á jafn grunnhygginn hátt að bankahrunið 2008, sem kostaði almenning ómældar fjárhæðir og erfiðleika, hafi sýnt fram á að rekstur banka í einkaeigu sé bara vitleysa.

Það er óumdeilt að gjörðir þingmanna Sjálfstæðisflokksins 2004 eru orsök þess að almenningur situr nú uppi með skuldir Íbúðalánasjóðs á sínum herðum. Afleiðingar málsins virðast hins vegar ætla að verða umdeildari. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins virðast draga þann lærdóm einan að fjármálastarfsemi eigi aldrei að vera rekin á samfélagslegum forsendum. Aðrir hljóta þá að álykta að málsvarar Sjálfstæðisflokksins séu enn það kreddufastir og alvörulausir að þeim sé ekki treystandi fyrir efnahagsstjórninni. Annað væri „bara vitleysa.“

Athugasemdir (8)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
 • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
  Kærar þakkir!
  1
 • Adolf Jónsson skrifaði
  Virkilega góð skrif og skilmerkileg!
  1
 • Þorsteinn Vilhjálmsson skrifaði
  Fróðlegt og skilmerkilegt, takk!
  1
 • Jóhannes Baldvinsson skrifaði
  Hvernig væri að nafngreina þennan þingmann Sjálfstæðisflokksins sem tók viðtalið við Bjarna? Það eru ekki allir að fylgjast með öllum miðlum.
  1
  • GHG
   Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifaði
   Sæll. Það var Bryndís Haraldsdóttir, 6. þingmaður Suðvesturkjördæmis. Þú getur hlustað á viðtalið hér https://fb.watch/gvhDO3VC2L/
   1
 • Ólafur Þórarinsson skrifaði
  Vel útlistuð grein takk.
  1
 • Jón Ragnarsson skrifaði
  Takk fyrir þessi skrif.
  1
 • Sigurður Einarsson skrifaði
  Góð grein takk.
  1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið á blogginu

Lífsgildin
1
Blogg

Lífsgildin

Ára­móta­heit­in: 3. Að hætta að drekka áfengi

Við ára­mót er vin­sælt að stíga á stokk og strengja þess heit að hætta ein­hverju eða byrja á ein­hverju. Hér er pist­ill handa þeim sem lang­ar til að hætta að drekka áfengi en það er eng­inn skort­ur á ástæð­um og rök­um fyr­ir slíkri ákvörð­un. Alkó­hól er ávana­bind­andi efni og neysl­an er samof­in sam­skipt­um í sam­fé­lag­inu, það telst því tölu­verð áskor­un...
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
2
Blogg

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Hung­ur­leik­ar Pútíns grimma

Sá at­burð­ur sem mun líma ár­ið 2022 í minni mann­kyns er inn­rás og stríð Vla­dimírs Pútíns gegn Úkraínu. Árás­ar­stríð sem ,,keis­ar­inn“ í Kreml (Pútín for­seti ræð­ur nán­ast öllu í Rússlandi), hóf þann 24. fe­brú­ar á þessu ári og sendi þar með her sinn, sem sagð­ur var á  ,,æf­ingu“, til inn­rás­ar á helstu vina­þjóð Rússa. Lít­ið er um vina­þel, eins og...
Stefán Snævarr
3
Blogg

Stefán Snævarr

FÆЭING ÞJÓЭAR. And­óf gegn rúss­neskri menn­ing­ar­heimsvalda­stefnu

Heim­spek­ing­ur­inn Heg­el mun segja ein­hvers stað­ar að mæli­kvarði á það hvort  hóp­ur manna telj­ist þjóð sé hvort hann er til­bú­inn til að verja lönd sín vopn­um. Vilji Úkraínu­manna til að verja sig gegn inn­rás Rússa sýn­ir alla vega að þeir líta á sig sér­staka þjóð, gagn­stætt því sem Pútín harð­ráði held­ur. Skoð­anakann­an­ir, sem gerð­ar hafa ver­ið eft­ir her­nám Krímskaga 2014,...
Stefán Snævarr
4
Blogg

Stefán Snævarr

Skópu Gyð­ing­ar nú­tím­ann?

Fræg er sú kenn­ing Max We­bers að kapí­tal­ism­inn hafi orð­ið til sem óætl­uð af­leið­ing af mót­mæl­enda­trú. Ann­ar þýsk­ur fræði­mað­ur, Werner Sombart,  skrif­aði mik­inn doðrant um Gyð­inga og efna­hags­líf­ið, Die Ju­den und das Wirtschafts­le­ben. Gyð­ing­arn­ir skópu nú­tíma kapí­tal­isma, stað­hæfði hann og  var þó ekki Gyð­ing­ur (frem­ur hið gagn­stæða, hann sner­ist á sveif með Hitler 1933). Hann benti á að Gyð­ing­ar hefði...
Lífsgildin
5
Blogg

Lífsgildin

Barna­mála­ráð­herra vs. dóms­mála­ráð­herra

For­varn­ir styðj­ast við lög og reglu­gerð­ir um hvað er leyfi­legt og bann­að og hvar mörk­in liggja. Til­slök­un á regl­um sem tengj­ast alkó­hóli geta þurrk­að út ár­ang­ur sem hef­ur feng­ist með for­vör­un. Nefna má að í könn­un ár­ið 1995 kom fram að 80% tí­undu bekk­inga höfðu smakk­að áfengi. Ný könn­un sýn­ir að 30% tí­undu bekk­inga hafa smakk­að áfengi. Þessi ár­ang­ur get­ur...

Nýtt efni

Orðaleikur dómsmálaráðherra
Eiríkur Rögnvaldsson
Pistill

Eiríkur Rögnvaldsson

Orða­leik­ur dóms­mála­ráð­herra

Mál­fars­legi að­gerðasinn­inn og mál­fræð­ing­ur­inn Ei­ríku Rögn­valds­son velt­ir fyr­ir sér orðanotk­un og hug­tök­um í um­ræð­unni og rýn­ir í hugs­un­ina sem þau af­hjúpa.
„Mig langar að búa í íbúð með herbergi“
Viðtal

„Mig lang­ar að búa í íbúð með her­bergi“

Tveir dreng­ir hafa ver­ið á ver­gangi ásamt föð­ur sín­um í Reykja­vík frá því síð­asta sum­ar og haf­ast nú við í hjól­hýsi. Fé­lags­ráð­gjafi kom því til leið­ar að þeir fengju að vera þar áfram eft­ir að vísa átti þeim af tjald­svæð­inu í októ­ber. Ax­el Ay­ari, fað­ir drengj­anna, seg­ir lít­ið um svör hjá borg­inni varð­andi hvenær þeir kom­ist í við­un­andi hús­næði. „Þetta er ekk­ert líf fyr­ir strák­ana mína.“
Meirihluti íbúa telur stórfyrirtækið reyna að kaupa sér velvild með fjárstyrkjum
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Meiri­hluti íbúa tel­ur stór­fyr­ir­tæk­ið reyna að kaupa sér vel­vild með fjár­styrkj­um

Þýska sements­fyr­ir­tæk­ið ver pen­ing­um í styrk­veit­ing­ar í Ölfusi til að reyna að auka vel­vild íbúa í sinn garð í að­drag­anda bygg­ing­ar möl­un­ar­verk­smiðju í Þor­láks­höfn. Þetta er mat meiri­hluta íbúa í sveit­ar­fé­lag­inu, sam­kvæmt könn­un sem Maskína gerði fyr­ir Heim­ild­ina. Tals­mað­ur Heidel­bergs, Þor­steinn Víg­lunds­son. hef­ur lýst and­stæðri skoð­un í við­töl­um um styrk­ina og sagt að það sé af og frá að þetta vaki fyr­ir þýska fyr­ir­tæk­inu.
Rannsóknin á Íslandsbanka snýst um kaup starfsmanna hans á hlutabréfum ríkisins
GreiningSalan á Íslandsbanka

Rann­sókn­in á Ís­lands­banka snýst um kaup starfs­manna hans á hluta­bréf­um rík­is­ins

Af­ar lík­legt er að fjár­mála­eft­ir­lit Seðla­banka Ís­lands birti ít­ar­lega grein­ar­gerð eða skýrslu um rann­sókn­ina á að­komu Ís­lands­banka að út­boði hluta­bréfa rík­is­ins í hon­um í fyrra. For­dæmi er fyr­ir slíku. Það sem Ís­lands­banki hræð­ist hvað mest í rann­sókn­inni er ekki yf­ir­vof­andi fjár­sekt held­ur birt­ing nið­ur­staðna rann­sókn­ar­inn­ar þar sem at­burða­rás­in verð­ur teikn­uð upp með ít­ar­leg­um hætti.
Efling mun ekki afhenda félagatal sitt
Fréttir

Efl­ing mun ekki af­henda fé­laga­tal sitt

Efl­ing stétt­ar­fé­lag neit­ar að af­henda rík­is­sátta­semj­ara fé­laga­tal sitt og tel­ur að hann hafi eng­ar heim­ild­ir til að fá það af­hent. Með­an svo er er ekki hægt að greiða at­kvæði um miðl­un­ar­til­lögu rík­is­sátta­semj­ara í kjara­deilu Efl­ing­ar og SA. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur Efl­ing­ar gagn­rýn­ir Að­al­stein Leifs­son rík­is­sátta­semj­ara harð­lega og seg­ir hann hafa kynnt full­trú­um annarra stétt­ar­fé­laga að hann hyggð­ist leggja fram miðl­un­ar­til­lögu en aldrei hafa haft sam­ráð við Efl­ingu.
Um helmingur fyrirtækjastyrkja til stjórnarflokka komu frá sjávarútvegi
Úttekt

Um helm­ing­ur fyr­ir­tækja­styrkja til stjórn­ar­flokka komu frá sjáv­ar­út­vegi

Þeg­ar kem­ur að fram­lög­um fyr­ir­tækja til stjórn­mála­flokka á kosn­inga­ári skera sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki sig úr. Þau gefa miklu meira en aðr­ir at­vinnu­veg­ir. Alls fóru næst­um níu af hverj­um tíu krón­um sem fyr­ir­tæki í sjáv­ar­út­vegi gáfu til flokka 2021 til þeirra þriggja sem mynda nú rík­is­stjórn.
Sjö vilja verða ráðuneytisstjóri viðskipta- og menningarráðuneytisins
Fréttir

Sjö vilja verða ráðu­neyt­is­stjóri við­skipta- og menn­ing­ar­ráðu­neyt­is­ins

Doktor í fjár­mál­um, fyrr­ver­andi bæj­ar­stjóri og fyrr­ver­andi spari­sjóðs­stjóri eru á með­al um­sækj­enda um ráðu­neyt­is­stjóra menn­ing­ar- og við­skipta­ráðu­neyt­is­ins.
Sáttasemjari bregst
Sverrir Mar Albertsson
Aðsent

Sverrir Mar Albertsson

Sátta­semj­ari bregst

Fram­­kvæmda­­stjóri AFLs starfs­­greina­­fé­lags seg­ir að rík­is­sátta­semj­ari hafi af­tengt eðli­legt samn­inga­ferli inn­an Efl­ing­ar og hann treysti á áhuga­leysi og þátt­töku­leysi hins al­menna fé­lags­manns.
Könnunin olli titringi í Ölfusi: Ríflega tvöfalt fleiri íbúar á móti verksmiðjunni
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Könn­un­in olli titr­ingi í Ölfusi: Ríf­lega tvö­falt fleiri íbú­ar á móti verk­smiðj­unni

44,7 pró­sent íbúa í sveit­ar­fé­lag­inu Ölfusi eru mjög eða frem­ur and­víg­ir bygg­ingu möl­un­ar­verk­smiðj­unn­ar í bæn­um. Til sam­an­burð­ar eru ein­ung­is 19,3 pró­sent íbúa frem­ur eða mjög hlynnt­ir bygg­ingu verk­smiðj­unn­ar. Þetta er nið­ur­stað­an úr við­horfs­könn­un sem Maskína gerði fyr­ir Heim­ild­ina með­al 382 íbúa í Ölfusi. Könn­un­in olli titr­ingi í Ölfusi þeg­ar hún var gerð á síð­ustu dög­um.
En öllu er á rönguna snúið
Aðsent

Ásthildur Lóa Þórsdóttir og Ragnar Þór Ingólfsson

En öllu er á röng­una snú­ið

Þing­mað­ur Flokks fólks­ins og Formað­ur VR kalla eft­ir því að sett verði neyð­ar­lög vegna ástands­ins á hús­næð­is­mark­aði, bæði vegna skuld­ara og leigj­enda.
Telja að samþjöppun valds innan Seðlabankans kunni að vera varhugaverð
Fréttir

Telja að sam­þjöpp­un valds inn­an Seðla­bank­ans kunni að vera var­huga­verð

Al­þingi ákvað, er ver­ið var að sam­eina Seðla­bank­ann og Fjár­mála­eft­ir­lit­ið, að láta seðla­banka­stjóra ekki leiða fjár­mála­eft­ir­lits­nefnd bank­ans, m.a. vegna mögu­legr­ar orð­sporðs­áhættu. Nú stend­ur til að breyta því. Í um­ræð­um um þær breyt­ing­ar kom til tals hvort slíkt feli í sér sam­þjöpp­un valds og hvort það kunni að vera var­huga­vert.
Þegar maður verður maðkur
Jón Trausti Reynisson
Pistill

Jón Trausti Reynisson

Þeg­ar mað­ur verð­ur maðk­ur

Há­mennt­að­ur, end­ur­kom­inn fjöl­miðla­mað­ur beit­ir kjaft­for­an grín­ista af­mennsk­un.