Guðmundur Hörður skrifar um eitt og annað sem honum er efst í huga þá stundina. Hann er menntaður í umhverfisfræði og sagnfræði og hefur meðal annars starfað sem lögreglumaður, blaða- og fréttamaður, stundakennari við Háskóla Íslands, upplýsingafulltrúi og vefstjóri.
Rangar ályktanir dregnar af gjaldþroti Íbúðalánasjóðs
Það er líklega ekkert mikilvægara stjórnmálamanni en að njóta almenns trausts. Þess vegna kemur það mér alltaf jafn mikið á óvart þegar stjórnmálamenn draga ályktanir í mikilvægum málum sem virðast hvorki byggja á rökum né reynslu. Það treysta nefnilega fáir stjórnmálamanni sem byggir afstöðu sína á kreddum og alvöruleysi. Viðbrögð sjálfstæðismanna við fyrirsjáanlegu og yfirvofandi gjaldþroti Íbúðalánasjóðs hafa því komið...
Óspilltu fljóti fórnað fyrir 0,3% meiri raforku
Búið er að virkja meginfarveg fjögurra af tíu stærstu vatnasviða landsins, þ.e. Þjórsár, Blöndu, Jökulsár á Dal og Lagarfljóts. Orkufyrirtæki hafa sóst eftir því að virkja fjórar af þessum ám til viðbótar; Hvítá í Árnessýslu, Héraðsvötn, Kúðafljót og Skjálfandafljót, þannig að einungis tvær af tíu stærstu ám landsins fengju að renna óhindrað frá jökli til sjávar; Hvítá í Borgarfirði og...
Einkavætt í hugmyndafræðilegu hugsanaleysi
Fjármálaráðherra átti í vök að verjast á Alþingi þegar umræða um einkavæðingu Íslandsbanka fór fram. Nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar vörpuðu fram eðlilegum spurningum um fyrirkomulag og forsendur einkavæðingarinnar sem fjármálaráðherra svaraði einungis með ásökunum um hugmyndafræðilegar öfgar þeirra, en líkti sjálfur íslenska bankakerfinu við það norður-kóreska og kínverska! Heilbrigðum efa og skynsamri varkárni var þannig svarað með öfgafullum upphrópunum. Gagnrýnin...
Þjóðgarður er meira en merkimiðinn
Umhverfisráðherra hefur lagt fram stjórnarfrumvarp á Alþingi um hálendisþjóðgarð. Viðbrögð við frumvarpinu hafa vakið furðu, sér í lagi margir fyrirvarar samstarfsflokka Vinstri Grænna í ríkisstjórn, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Af þessu tilefni ræddi ég við Auði Önnu Magnúsdóttur, framkvæmdastjóra Landverndar, en náttúruverndarhreyfingin hefur fjölmargt við hálendisfrumvarpið að athuga þó að það hafi ekki farið eins hátt í fjölmiðlum og óánægja sveitarstjórnarmanna. ...
Rjúfum klíkuböndin í bankakerfinu
Það getur verið hjálplegt fyrir skilning okkar á sögunni og þróun hennar að skipta henni í tímabil. Þannig hefur stjórnmálasögu 20. aldar t.d. verið skipt í tímabil sjálfstæðisstjórnmála og stéttastjórnmála til að útskýra þróun flokkakerfisins og helstu átakamála. Eins auðveldar það okkur að skilja þróun atvinnulífs og neytendamála ef við skiptum öldinni upp í tímabil frjálsra viðskipti og hafta. Þó...
Íslandsmet í undirskriftasöfnun
Stjórnarskrárfélagið safnar nú undirskriftum almennings við þá kröfu að Alþingi virði niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar frá 2012 og lögfesti nýju stjórnarskrána. Ríkisstjórn Vinstri-grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks hefur ekki viljað heyra á þetta minnst og hefur boðað eigin stjórnarskrártillögur. Flokkarinar virðast að vísu ekki ná samstöðu um þessar tillögur og nú er margt sem bendir til að við förum í gegnum enn eitt...
Falla stjórnvöld aftur á lýðræðislega samráðsprófinu?
Stjórnvöld hafa gert tvær alvöru tilraunir til þátttökulýðræðis á síðustu árum, fyrst með stjórnlagaþinginu og þjóðaratkvæðagreiðslunni árið 2012 og síðan með svonefndum rökræðufundi um breytingar á stjórnarskrá sem haldinn var í nóvember 2019. Við vitum hver urðu afdrif þjóðaratkvæðagreiðslunnar – niðurstaða hennar var hunsuð – en það kemur í ljós á næstu vikum og mánuðum hvort núverandi ríkisstjórn muni taka...
Vinsamlegt verðmat
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, skrifaði eftirtektarverða færslu á facebooksíðu sína 22. júlí síðastliðinn þar sem hann skoraði á Fjármálaeftirlitið og Héraðssaksóknara að taka til skoðunar viðskipti með Lindarvatn ehf., m.a. vegna aðgerðaleysis stjórna lífeyrissjóðanna sem tengjast viðskiptunum. En það voru lokaorð Ragnars sem vöktu sérstaka forvitni mína: „Ég mun svo halda áfram þar sem frá var horfið og fjalla...
Bankar eiga að vera bankar Sjálfstæðisflokksins
Mikilvægi bankakerfisins í samfélagsgerðinni verður aldrei ofmetið en um það liggur leiðin að völdum í viðskiptalífi og stjórnmálum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur líklega gengið lengst íslenskra stjórnmálaflokka í að viðhalda áhrifum sínum innan bankakerfisins í gegnum tíðina. Til marks um það má nefna nokkur af stærstu gjaldþrotamálum Íslandssögunnar þar sem fulltrúar flokksins sátu allt í kringum borðið, t.d. einkavæðingu bankanna og...
Hlaðvarp: Þjóðaratkvæðagreiðsla um auðlindaákvæði
Nú eru fimm ár liðin síðan hópur fólks safnaði undirskriftum undir yfirskriftinni „Þjóðareign“ með það að markmiði að stöðva frumvarp Sigurðar Inga Jóhannsson, þáverandi sjávarútvegsráðherra, um að afhenda útgerðum makrílkvóta til lengri tíma en eins árs. Tæplega 54 þúsund Íslendingar ljáðu hópnum nafn sitt og varð þetta því fimmta fjölmennasta undirskriftasöfnun sem hefur farið fram hér á landi. Og frumvarpið...
Hlaðvarp: Stytting vinnuvikunnar
Það hefur sýnt sig að stytting vinnuvikunnar eykur bæði afköst og hamingju starfsfólks. En hvers vegna erum við þá ekki komin lengra á þessari vegferð? Ég ræddi við Guðmund D. Haraldsson, stjórnarmann í Öldu og áhugamann um styttingu vinnutímans. Hægt er að hlusta á viðtalið í spilaranum hér að neðan, en einnig er hægt að gerast áskrifandi að hlaðvarpinu á...
Sjávarútvegsráðherra er vanhæfur
Tengsl Kristjáns Þórs Júlíussonar við eigendur Samherja eru svo mikil að þegar hann tók við embætti sjávarútvegsráðherra sagðist hann sjálfur ætla að „meta hæfi sitt“ þegar mál sem tengdust Samherja kæmu til umfjöllunar í ráðuneytinu. Síðan eru liðin tvö ár – hálft kjörtímabil – og skiptin sem hann hefur metið sig vanhæfan eru engin. Maðurinn sem hefur þegið fé...
30 ástæður til að mótmæla - aftur
Nú eru fimm ár síðan ég skrifaði víðlesinn pistil með þrjátíu ástæðum til að mótmæla á Austurvelli (hann er að vísu horfinn af dv.is en lifir hér). Þá hafði verið boðað til mótmæla gegn ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, m.a. vegna lekamálsins svokallaða. Nú verður aðgerðum og aðgerðaleysi ríkisstjórnar aftur mótmælt á Austurvelli laugardaginn 23. nóvember kl. 14 og...
Kveikur – hvað svo?
Í kjölfar umfjöllunar Kveiks og Stundarinnar um starfshætti Samherja hafa ráðherrar ríkisstjórnarinnar sagt að málinu eigi að ljúka með rannsókn saksóknara og skattrannsóknarstjóra. Gott og vel – það er svona eins og að búa í fjölbýli með einstaklingi sem hefur orðið uppvís að einhverju vafasömu í eigin rekstri og hann eigi bara að halda áfram að sjá um sjóð húsfélagsins....
Virkjanaframkvæmdir í hálendisþjóðgarði
Ríkisstjórnin hefur skipað nefnd þingmanna og sveitarstjórnarmanna sem á að gera tillögu að stofnun þjóðgarðs á hálendinu. Nefndin hefur nú birt áherslur sínar til umsagnar og fjallar þar m.a. um virkjanamál innan garðsins. Af þeim má ætla að þjóðgarðurinn muni ekki hafa í för með sér neina aukna vernd náttúrusvæða fyrir orkuöflun. Þannig segir á einum stað að hægt verði...
Vegtollar, einkavæðing og lýðræðislegt umboð
Nýverið birti YouGov áhugaverða niðurstöðu könnunar á viðhorfi breskra kjósenda og þingmanna til þess hvort þingmenn ættu að framfylgja eigin vilja eða kjósenda sinna. Hundrað þingmenn voru spurðir og af þeim sögðust 80 fylgja eigin dómgreind, jafnvel þó að það gangi gegn vilja kjósenda þeirra. Einungis þrettán þingmenn voru á öndverðum meiði. Það kemur kannski ekki á óvart að...
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
2
Eigin Konur#75
3
Fylgdi móður sinni í einkaflugvél
Ragnheiður er aðeins 15 ára gömul en hún fór með mömmu sinni til Noregs með einkaflugvél að sækja bræður sína. Samfélagsmiðlar gera börnum kleift að tjá sig opinberlega og hefur Ragnheiður verið að segja sína sögu á miðlinum TikTok. Hún talar opinskátt um málið sitt eftir að barnavernd og sálfræðingur brugðust henni. Hvenær leyfum við rödd barna að heyrast? Í þessu viðtali segir Ragnheiður stuttlega frá því sem hún er nú þegar að tala um á TikTok og hver hennar upplifun á ferðalaginu til Noregs var.
3
Eigin Konur#82
Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
„Ég byrjaði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eftir skóla, því maður vissi aldrei hvar maður myndi vera næstu nótt,“ segir Guðrún Dís sem er 19 ára. Í viðtali við Eigin Konur segir hún frá upplifun sinni af því að alast upp hjá móður með áfengisvanda. Hún segir að lífið hafa breyst mjög til hins verra þegar hún var 12 ára því þá hafi mamma hennar byrjað að drekka. Þá hafi fjölskyldan misst heimilið og eftir það flakkað milli hjólhýsa og hótela. Guðrún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eftir að móðir hennar opinberaði sögu sína á YouTube. Guðrún Dís hefur lokað á öll samskipti við hana. Guðrún segir að þó mamma hennar glími við veikindi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagnrýnir starfsfólk barnaverndar fyrir að hafa ekki gripið inn í miklu fyrr. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
4
Viðtal
1
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
5
Viðtal
7
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
6
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
7
Eigin Konur#80
Helga Sif og Gabríela Bryndís
Helga Sif stígur nú fram í viðtali við Eigin konur eftir að barnsfaðir hennar birti gerðardóm í forsjárdeilu þeirra og nafngreindi hana og börnin á Facebook. Helga Sif og börnin hafa lýst andlegu og kynferðislegu ofbeldi föðurins og börnin segjast hrædd við hann. Sálfræðingar telja hann engu að síður hæfan fyrir dómi. Nú stendur til að færa 10 ára gamalt langveikt barn þeirra til föðurins með lögregluvaldi. Gabríela Bryndís er sálfræðingur og einn af stofnendum Lífs án ofbeldis og hefur verið Helgu til aðstoðar í málinu. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
8
Viðtal
9
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
9
Afhjúpun
3
„Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
Katrín Lóa Kristrúnardóttir þóttist heppin þegar henni var tjáð af vinnuveitanda sínum, Helga Vilhjálmssyni í Góu, að hann gæti lánað henni fyrir útborgun í íbúð. Hún hefði þó aldrei þegið slíkt lán ef hún hefði vitað hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýsir því að eftir lánveitinguna hafi hún þurft að sitja undir kynferðislegri áreitni Helga svo mánuðum skipti. Helgi biður Katrínu Lóu afsökunar á framferði sínu.
10
Úttekt
8
Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
Mata-systkinin og fyrirtæki þeirra hafa ítrekað verið gerð afturreka með viðskiptafléttur sem fólu í sér að koma mörg hundruð milljóna hagnaði undan skatti. Á sama tíma og fyrirtæki fjölskyldunnar byggja hagnað sinn á sölu matvæla undir tollvernd, hafa þau greitt háar sektir fyrir samkeppnisbrot og lagst í ómælda vinnu við að komast undan því að greiða skatta hér á landi, með viðskiptafléttum í gegnum þekkt skattaskjól.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.