Guðmundur Hörður

Guðmundur Hörður

Guðmundur Hörður skrifar um eitt og annað sem honum er efst í huga þá stundina. Hann er menntaður í umhverfisfræði og sagnfræði og hefur meðal annars starfað sem lögreglumaður, blaða- og fréttamaður, stundakennari við Háskóla Íslands, upplýsingafulltrúi og vefstjóri.

Rang­ar álykt­an­ir dregn­ar af gjald­þroti Íbúðalána­sjóðs

Það er lík­lega ekk­ert mik­il­væg­ara stjórn­mála­manni en að njóta al­menns trausts. Þess vegna kem­ur það mér alltaf jafn mik­ið á óvart þeg­ar stjórn­mála­menn draga álykt­an­ir í mik­il­væg­um mál­um sem virð­ast hvorki byggja á rök­um né reynslu. Það treysta nefni­lega fá­ir stjórn­mála­manni sem bygg­ir af­stöðu sína á kredd­um og al­vöru­leysi. Við­brögð sjálf­stæð­is­manna við fyr­ir­sjá­an­legu og yf­ir­vof­andi gjald­þroti Íbúðalána­sjóðs hafa því kom­ið...
Óspilltu fljóti fórnað fyrir 0,3% meiri raforku

Óspilltu fljóti fórn­að fyr­ir 0,3% meiri raf­orku

Bú­ið er að virkja meg­in­far­veg fjög­urra af tíu stærstu vatna­sviða lands­ins, þ.e. Þjórsár, Blöndu, Jök­uls­ár á Dal og Lag­ar­fljóts. Orku­fyr­ir­tæki hafa sóst eft­ir því að virkja fjór­ar af þess­um ám til við­bót­ar; Hvítá í Ár­nes­sýslu, Hér­aðsvötn, Kúðafljót og Skjálf­andafljót, þannig að ein­ung­is tvær af tíu stærstu ám lands­ins fengju að renna óhindr­að frá jökli til sjáv­ar; Hvítá í Borg­ar­firði og...

Einka­vætt í hug­mynda­fræði­legu hugsana­leysi

Fjár­mála­ráð­herra átti í vök að verj­ast á Al­þingi þeg­ar um­ræða um einka­væð­ingu Ís­lands­banka fór fram. Nokkr­ir þing­menn stjórn­ar­and­stöð­unn­ar vörp­uðu fram eðli­leg­um spurn­ing­um um fyr­ir­komu­lag og for­send­ur einka­væð­ing­ar­inn­ar sem fjár­mála­ráð­herra svar­aði ein­ung­is með ásök­un­um um hug­mynda­fræði­leg­ar öfg­ar þeirra, en líkti sjálf­ur ís­lenska banka­kerf­inu við það norð­ur-kór­eska og kín­verska! Heil­brigð­um efa og skyn­samri var­kárni var þannig svar­að með öfga­full­um upp­hróp­un­um. Gagn­rýn­in...

Þjóð­garð­ur er meira en merkimið­inn

Um­hverf­is­ráð­herra hef­ur lagt fram stjórn­ar­frum­varp á Al­þingi um há­lend­is­þjóð­garð. Við­brögð við frum­varp­inu hafa vak­ið furðu, sér í lagi marg­ir fyr­ir­var­ar sam­starfs­flokka Vinstri Grænna í rík­is­stjórn, Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæð­is­flokks. Af þessu til­efni ræddi ég við Auði Önnu Magnús­dótt­ur, fram­kvæmda­stjóra Land­vernd­ar, en nátt­úru­vernd­ar­hreyf­ing­in hef­ur fjöl­margt við há­lend­is­frum­varp­ið að at­huga þó að það hafi ekki far­ið eins hátt í fjöl­miðl­um og óánægja sveit­ar­stjórn­ar­manna. ...

Rjúf­um klíku­bönd­in í banka­kerf­inu

Það get­ur ver­ið hjálp­legt fyr­ir skiln­ing okk­ar á sög­unni og þró­un henn­ar að skipta henni í tíma­bil. Þannig hef­ur stjórn­mála­sögu 20. ald­ar t.d. ver­ið skipt í tíma­bil sjálf­stæð­is­stjórn­mála og stétta­stjórn­mála til að út­skýra þró­un flokka­kerf­is­ins og helstu átaka­mála. Eins auð­veld­ar það okk­ur að skilja þró­un at­vinnu­lífs og neyt­enda­mála ef við skipt­um öld­inni upp í tíma­bil frjálsra við­skipti og hafta. Þó...

Ís­lands­met í und­ir­skrifta­söfn­un

Stjórn­ar­skrár­fé­lag­ið safn­ar nú und­ir­skrift­um al­menn­ings við þá kröfu að Al­þingi virði nið­ur­stöðu þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unn­ar frá 2012 og lög­festi nýju stjórn­ar­skrána. Rík­is­stjórn Vinstri-grænna, Fram­sókn­ar og Sjálf­stæð­is­flokks hef­ur ekki vilj­að heyra á þetta minnst og hef­ur boð­að eig­in stjórn­ar­skrár­til­lög­ur. Flokk­arin­ar virð­ast að vísu ekki ná sam­stöðu um þess­ar til­lög­ur og nú er margt sem bend­ir til að við för­um í gegn­um enn eitt...

Falla stjórn­völd aft­ur á lýð­ræð­is­lega sam­ráðs­próf­inu?

Stjórn­völd hafa gert tvær al­vöru til­raun­ir til þátt­tök­u­lýð­ræð­is á síð­ustu ár­um, fyrst með stjórn­laga­þing­inu og þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unni ár­ið 2012 og síð­an með svo­nefnd­um rök­ræðufundi um breyt­ing­ar á stjórn­ar­skrá sem hald­inn var í nóv­em­ber 2019. Við vit­um hver urðu af­drif þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unn­ar – nið­ur­staða henn­ar var huns­uð – en það kem­ur í ljós á næstu vik­um og mán­uð­um hvort nú­ver­andi rík­is­stjórn muni taka...

Vin­sam­legt verð­mat

Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son, formað­ur VR, skrif­aði eft­ir­tekt­ar­verða færslu á face­book­síðu sína 22. júlí síð­ast­lið­inn þar sem hann skor­aði á Fjár­mála­eft­ir­lit­ið og Hér­aðssak­sókn­ara að taka til skoð­un­ar við­skipti með Lind­ar­vatn ehf., m.a. vegna að­gerða­leys­is stjórna líf­eyr­is­sjóð­anna sem tengj­ast við­skipt­un­um. En það voru loka­orð Ragn­ars sem vöktu sér­staka for­vitni mína: „Ég mun svo halda áfram þar sem frá var horf­ið og fjalla...

Bank­ar eiga að vera bank­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins

Mik­il­vægi banka­kerf­is­ins í sam­fé­lags­gerð­inni verð­ur aldrei of­met­ið en um það ligg­ur leið­in að völd­um í við­skipta­lífi og stjórn­mál­um. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hef­ur lík­lega geng­ið lengst ís­lenskra stjórn­mála­flokka í að við­halda áhrif­um sín­um inn­an banka­kerf­is­ins í gegn­um tíð­ina. Til marks um það má nefna nokk­ur af stærstu gjald­þrota­mál­um Ís­lands­sög­unn­ar þar sem full­trú­ar flokks­ins sátu allt í kring­um borð­ið, t.d. einka­væð­ingu bank­anna og...

Hlað­varp: Þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla um auð­linda­ákvæði

Nú eru fimm ár lið­in síð­an hóp­ur fólks safn­aði und­ir­skrift­um und­ir yf­ir­skrift­inni „Þjóð­ar­eign“ með það að mark­miði að stöðva frum­varp Sig­urð­ar Inga Jó­hanns­son, þá­ver­andi sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra, um að af­henda út­gerð­um mak­ríl­kvóta til lengri tíma en eins árs. Tæp­lega 54 þús­und Ís­lend­ing­ar ljáðu hópn­um nafn sitt og varð þetta því fimmta fjöl­menn­asta und­ir­skrifta­söfn­un sem hef­ur far­ið fram hér á landi. Og frum­varp­ið...

Hlað­varp: Stytt­ing vinnu­vik­unn­ar

Það hef­ur sýnt sig að stytt­ing vinnu­vik­unn­ar eyk­ur bæði af­köst og ham­ingju starfs­fólks. En hvers vegna er­um við þá ekki kom­in lengra á þess­ari veg­ferð? Ég ræddi við Guð­mund D. Har­alds­son, stjórn­ar­mann í Öldu og áhuga­mann um stytt­ingu vinnu­tím­ans.  Hægt er að hlusta á við­tal­ið í spil­ar­an­um hér að neð­an, en einnig er hægt að ger­ast áskrif­andi að hlað­varp­inu á...

Sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra er van­hæf­ur

Tengsl Kristjáns Þórs Júlí­us­son­ar við eig­end­ur Sam­herja eru svo mik­il að þeg­ar hann tók við embætti sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra sagð­ist hann sjálf­ur ætla að „meta hæfi sitt“ þeg­ar mál sem tengd­ust Sam­herja kæmu til um­fjöll­un­ar í ráðu­neyt­inu. Síð­an eru lið­in tvö ár – hálft kjör­tíma­bil – og skipt­in sem hann hef­ur met­ið sig van­hæf­an eru eng­in. Mað­ur­inn sem hef­ur þeg­ið fé...

30 ástæð­ur til að mót­mæla - aft­ur

Nú eru fimm ár síð­an ég skrif­aði víð­les­inn pist­il með þrjá­tíu ástæð­um til að mót­mæla á Aust­ur­velli (hann er að vísu horf­inn af dv.is en lif­ir hér). Þá hafði ver­ið boð­að til mót­mæla gegn rík­is­stjórn Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks, m.a. vegna leka­máls­ins svo­kall­aða. Nú verð­ur að­gerð­um og að­gerða­leysi rík­is­stjórn­ar aft­ur mót­mælt á Aust­ur­velli laug­ar­dag­inn 23. nóv­em­ber kl. 14 og...

Kveik­ur – hvað svo?

Í kjöl­far um­fjöll­un­ar Kveiks og Stund­ar­inn­ar um starfs­hætti Sam­herja hafa ráð­herr­ar rík­is­stjórn­ar­inn­ar sagt að mál­inu eigi að ljúka með rann­sókn sak­sókn­ara og skatt­rann­sókn­ar­stjóra. Gott og vel – það er svona eins og að búa í fjöl­býli með ein­stak­lingi sem hef­ur orð­ið upp­vís að ein­hverju vafa­sömu í eig­in rekstri og hann eigi bara að halda áfram að sjá um sjóð hús­fé­lags­ins....

Virkj­ana­fram­kvæmd­ir í há­lend­is­þjóð­garði

Rík­is­stjórn­in hef­ur skip­að nefnd þing­manna og sveit­ar­stjórn­ar­manna sem á að gera til­lögu að stofn­un þjóð­garðs á há­lend­inu. Nefnd­in hef­ur nú birt áhersl­ur sín­ar til um­sagn­ar og fjall­ar þar m.a. um virkj­ana­mál inn­an garðs­ins. Af þeim má ætla að þjóð­garð­ur­inn muni ekki hafa í för með sér neina aukna vernd nátt­úru­svæða fyr­ir orku­öfl­un. Þannig seg­ir á ein­um stað að hægt verði...

Vegtoll­ar, einka­væð­ing og lýð­ræð­is­legt um­boð

Ný­ver­ið birti YouGov áhuga­verða nið­ur­stöðu könn­un­ar á við­horfi breskra kjós­enda og þing­manna til þess hvort þing­menn ættu að fram­fylgja eig­in vilja eða kjós­enda sinna. Hundrað þing­menn voru spurð­ir og af þeim sögð­ust 80 fylgja eig­in dómgreind, jafn­vel þó að það gangi gegn vilja kjós­enda þeirra. Ein­ung­is þrett­án þing­menn voru á önd­verð­um meiði. Það kem­ur kannski ekki á óvart að...

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu