Þessi færsla er meira en 9 ára gömul.

Verðskulduð verðlaun Hönnu Birnu

Það var bara nokkuð hresst af Sjálfstæðisflokknum að skipa Hönnu Birnu sem formann utanríkisnefndar Alþingis.

Enda átti hún þessi verðskulduðu verðlaun flokksins skilið fyrir þjáningar sínar í lekamálinu þar sem hún var neydd m.a. til þess að:

  • ljúga að alþingi
  • ljúga að fjölmiðlum
  • ljúga að almenningi
  • reyna að gera blaðamenn og fjölmiðla tortryggilega
  • reyna að gera embættismenn tortryggilega
  • reyna að gera lögreglurannsókn tortryggilega
  • reyna að hafa áhrif á og hindra lögreglurannsókn
  • setja á stofn gervirannsókn sem engu skilaði
  • leggja steina í veg hælisleitanda
  • reyna að koma sér undan því að biðja fórnarlömb lekamálsins afsökunar
  • eyða almannafé í almanntengla, lögmenn og fleiri til ráðgjafar um hvernig sé best að ljúga
  • bola lögreglustjóra úr starfi og skipa flokksholla vinkonu sína í staðinn svo að rannsókn á Sjálfstæðismönnum vegna afbrota fari aldrei fram aftur

Þessar þjáningar og fleiri er eitthvað sem ætti eiginlega að skila henni jafnvel enn meiri vegtyllu og verðlaunum heldur en þá virðingarstöðu að vera formaður utanríkisnefndar.

Hún ætti eiginlega að fá formannsstólinn eða Seðlabankastjórastöðu.

Eða jafnvel æðsta embætti Sjálfstæðisflokksins:

Ritstjórnarstól Morgunblaðsins.

En það er allavega gott að hún fékk þessa flottu vegtyllu frá Bjarna Ben og félögum í Sjálfstæðisflokknum sem vinna hörðum höndum "að því að breyta flokknum í takt við þær breytingar sem hafa orðið á íslensku samfélagi síðustu árin og koma með nýjar áherslur" líkt og Bjarni boðaði í Kjarnanum.

Lygar, svik, blekkingar, bolabrögð, misnotkun valds, misferli með almannafé og níðingsskapur gagnvart þeim sem minnst mega sýn er einmitt það sem Sjálfstæðisflokkurinn náði ekki að sinna af alúð þessi ár sem hann var valdalaus

Það er því gott að sjá að slíkt sé viðurkennt opinberlega aftur af hálfu Sjálfstæðisflokksins sem dyggðir sem þurfi að verðlauna í takt við tíma Davíðs.

Takk Bjarni og Sjálfstæðisflokkur fyrir að sýna það í verki og vonandi verða þeir þingmenn sem lofuðu þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB verðlaunaðir með svipuðum hætti.

Annars Bjarni, ertu svo til í að gera eitt til viðbótar eftir að þú selur frændum þínum og vinum Landsbankann?

Að færa dagatalið þitt frá 2007 fram til janúar 2009.

Við losnum nefnilega við ykkur þá.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni

Loka auglýsingu