Þessi færsla er meira en 7 ára gömul.

Ofurbónusar vs. bankaleynd

Fyrir rúmu ári síðan þá varð hér allt vitlaust vegna svívirðilegra  ofurbónusa til starfsmanna þrotabúa föllnu bankanna.

Þing sem þjóð varð alveg brjáluð og talað var um að grípa þyrfti til róttækra aðgerða vegna ákveðins atriðis.

Lög um fjármálafyrirtæki náðu ekki yfir þrotabú Glitnis, Kaupþings og Landsbankans þar sem þetta voru eignarhaldsfélög og því gátu þrotabúiin gengið mun lengra heldur en lög um fjármálafyrirtæki segja um greiðslu bankabónusa.

Fjármálaeftirltið gat ekkert gert í málinu þar sem lög um fjármálafyrirtækja náðu ekki yfir þrotabúin.

Þingið talaði því hátt um að gera eitthvað í málinu, sérstaklega þingmenn í prófkjörsbaráttu meðal stjórnarflokkana rétt fyrir kosningar.

Stjórnarandstaðan lagði fram frumvarp um lagabreytingar sem gerði lögum kleyft að ná til þrotabúanna.

En ekkert gerðist svo í málinu.

Nú ári seinna þá er sett lögbann á Stundina og vísað til þess sem rökstuðnings að lög um fjármálafyrirtæki nái til þrotabúanna.

Það er frekar mikill tvískinnungur í ljósi fyrrgreinds atriðis um ofurbónusa og gerir það enn augljósara að um pólitískt inngrip var að ræða til að stöðva fréttaflutning Stundarinnar vegna kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins.

Líkt og hinn tvískinnungurinn um lögbann á Stundina sem keyrt var í gegn með offorsi og skyndingu ólíkt hinum kurteisislegu samræðum lögmanna Glitnis við lögmenn The Guardian þar sem þrotabú Glitnis fór ekki fram á lögbann á The Guardian.

Enda er kosningabarátta Bjarna Ben háð á Íslandi.

Ekki á Bretlandi.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni

Loka auglýsingu