Munum hvar viljinn lá
Þegar Sigurður Ingi talaði í Kastljósi um að auðlegðarskatturinn hafi nú átt að vera tímabundin þá skulum við muna.
Þegar Sigurður Ingi talaði í Kastljósi um að það hefði verið ekki þörf á raforkuskatt á álverin lengur þá skulum við muna.
Við skulum muna eftir því þegar matarskatturinn var hækkaður, þegar skatturinn á gistingu var lækkaður, sykurskatturinn var aflagður, þegar væflast var með að leggja álögur á ferðaþjónustuna og aðgerðarleysinu varðandi það að taka á kennitöluflakki, skattaundanskotum álvera og síendurteknum tafabrellum til að koma í veg fyrir að láta skattstjóra komast í aflandsfélagagögn.
Allt þetta hér að ofan skulum við muna þegar við lítum til baka frá upphafi kjörtímabilsins að á meðan þessir skattar voru afnumdir, aðrir hækkaðir á nauðsynjar og þvælst fyrir því að hefja aðgerðir til að sækja pening þar sem hann er hvar mestur þá hefur okkur verið sagt að það sé ekki til fé til að sinna allskonar grunnþjónustu í samfélaginu.
Við skulum muna svo eftir því að á sama tíma og veiðigjöldin voru lækkuð umtalsvert þá byrjað var á blóðugum niðurskurði og síðan þá hefur verið harkalega gengið að heilbrigðiskerfinu, menntakerfinu, samgöngum og stofnunum sem eiga að þjóna almannahag.
Við skulum muna að á kjörtímabilinu þá greiddu sjávarútvegsfyrirtækin mun meiri arð en nokkurn tímann áður, álverin laumuðu tugmilljörðum út úr landi með brellum, ferðaþjónustan er með brjálæðislega peningaveltu sem ratar lítið til hins opinbera og að skattsvik eru talin um 80 milljarðar hið minnsta árlega.
Allt hið óframkvæmanlega, hið þarflausa og hið tímabundna á auðugasta fólkið, ríkustu fyrirtækin og þá sem fá að notast við auðlindir okkar allra, var nefnilega alveg hægt allt saman.
Það eina sem skorti var vilji til að framkvæma og þor til að standa á móti þrýstingi þeirra sem styrkja kosningasjóði.
Þess í stað var leitað eftir matarpeningum í vasa fólks en ekki fyrirtækja og skorið hjá almannahag en ekki aflandseigendahag.
Munið hvar viljinn var til staðar þegar kom að því að vernda auðmannahag.
En umfram allt.
Munið hvar viljinn var ekki til staðar þegar kom að því að sækja fé til að vernda almannahag.
Þar sést nefnilega best hverjum stjórnin er raunverulega verið að þjóna.
[if gte mso 9]>
Nýtt efni

Alþýðutónlist og Vaka - þjóðlistahátið

Trump sker niður verkefni Climeworks í Bandaríkjunum

Tilkynningum um ofbeldi gegn börnum fjölgað um sextíu prósent

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“

Sýn vill að skemmtiefni og íþróttir verði skilgreint sem menningarframlag


Nanna Rögnvaldardóttir
Að verða fimm ára aftur

Trump hótaði Selenskí að Pútín „myndi eyða“ Úkraínu

Ísland og Þýskaland undirrita yfirlýsingu um varnarsamstarf

Bandaríkin drápu Kólumbíumenn í loftárás

Fólki hætti til að sjá tæknibreytingar sem stærri byltingar en þær eru

Vill lifa lífinu – í stað þess að horfa á aðra gera það

Ekkert internet heima og notar takkasíma: „Ég er alsæll án þessa alls“

Tækin sérstaklega hönnuð til að vera ómótstæðileg

„Það eru allir með í eyrunum, allir horfandi niður“


Athugasemdir