Svæði

Vesturland

Greinar

Grundartangi: Paradís þungaiðnaðarins
Rannsókn

Grund­ar­tangi: Para­dís þunga­iðn­að­ar­ins

Í starfs­leyf­um Norð­ur­áls kem­ur skýrt fram að fyr­ir­tæk­ið sér sjálft um vökt­un og rann­sókn­ir á um­hverf­isáhrif­um sín­um, og legg­ur til hvernig sú vinna fer fram. Af­leið­ing þess, að hags­muna­að­il­ar vakti sig sjálf­ir, virð­ist vera að stór hluti þeirra áhrifa sem ál­ver­ið hef­ur á um­hverfi sitt, koma aldrei fram í skýrsl­um þeirra. Norð­ur­ál sýn­ir svo einnig mik­inn metn­að í því að gera sem minnst úr þeim áhrif­um, sem þó sjást. Ekki er að undra, þeg­ar svo gríð­ar­leg­ir hags­mun­ir fel­ast í því að allt líti sem best út á papp­ír­um. En rétt er þó, eins og þau benda sjálf á, að far­ið er eft­ir lög­um í einu og öllu. En við hvern er þá að sak­ast? Ligg­ur ábyrgð­in hjá iðju­ver­un­um sjálf­um? Hjá Um­hverf­is- og Skipu­lags­stofn­un? Er reglu­verk­ið ekki nógu stíft? Og hvers vegna fær nátt­úr­an aldrei að njóta vaf­ans í stað iðn­að­ar­ins?

Mest lesið undanfarið ár