Flokkur

Stjórnsýsla

Greinar

Endalok Þjóðkirkjunnar
Úttekt

Enda­lok Þjóð­kirkj­unn­ar

Þjóð­kirkj­an stend­ur ekki leng­ur und­ir nafni sem kirkja þjóð­ar­inn­ar. Rúm­ur fjórð­ung­ur lands­manna stend­ur nú ut­an Þjóð­kirkj­unn­ar og hef­ur hlut­fall­ið far­ið stig­lækk­andi und­an­far­in ár. Ef þró­un síð­ustu ára helst óbreytt eru ein­ung­is um tutt­ugu ár þar til minna en helm­ing­ur lands­manna verð­ur í Þjóð­kirkj­unni. Rík­ið greið­ir laun 138 presta en stöðu­gildi sál­fræð­inga á heilsu­gæsl­um lands­ins eru ein­ung­is 15. Sál­gæslu­hlut­verk presta er því enn um­tals­vert. For­sæt­is­ráð­herra vill efla kristni­fræði­kennslu í skól­um.
„Þið eruð að ræna barninu mínu“
Úttekt

„Þið er­uð að ræna barn­inu mínu“

For­eldr­ar barna með fjöl­þætt­an vanda standa eft­ir ráða­laus­ir og ör­vænt­inga­full­ir, þeg­ar full­reynt er með þau fáu úr­ræði sem eru í boði. Rík­ið hef­ur ekki gert þjón­ustu­samn­ing við Vina­kot, einka­rek­ið með­ferð­ar­úr­ræði fyr­ir börn með fjöl­þætt­an vanda, og ekki rík­ir jafn­ræði eft­ir sveit­ar­fé­lög­um hvort börn fái þjón­ustu það­an. Barna­vernd­ar­nefnd Hafn­ar­fjarð­ar greip ný­ver­ið til neyð­ar­ráð­stöf­un­ar í lög­um til að fjar­lægja stúlku úr Vina­koti og koma henni í fóst­ur. Móð­ir stúlk­unn­ar tal­ar um mis­beit­ingu á valdi.
Hörð deila milli Sónar og ÚTÓN: „Þú hefur skilið eftir þig sviðna jörð“
Menning

Hörð deila milli Són­ar og ÚT­ÓN: „Þú hef­ur skil­ið eft­ir þig sviðna jörð“

Són­ar Reykja­vík hef­ur sent ráð­herr­um form­lega kvört­un vegna sam­skipta Sig­tryggs Bald­urs­son­ar, fram­kvæmda­stjóra ÚT­ÓN, við Björn Stein­bekk, for­svars­mann Són­ar. Þrátt fyr­ir að vera nær al­far­ið rek­ið á kostn­að rík­is­sjóð er ÚT­ÓN eig­andi rekstr­ar­fé­lags tón­list­ar­há­tíð­ar­inn­ar Ice­land Airwaves.
Byggðir í gjörgæslu
Fréttir

Byggð­ir í gjör­gæslu

Dæmi eru um yf­ir 55% fækk­un íbúa á 15 ár­um í sjö byggða­kjörn­um sem eru hluti af verk­efn­inu „Brot­hætt­ar byggð­ir“ hjá Byggða­stofn­un. Verk­efn­ið mið­ar að því að sporna gegn fólks­fækk­un og efla at­vinnu­líf­ið. Þrír þeirra bætt­ust við í ár en alls sóttu þá tólf byggða­kjarn­ar um að til­heyra verk­efn­inu og ljóst að vand­inn eykst með ári hverju víða í smærri byggð­um.
Svona eykur Sigmundur Davíð völd sín
Úttekt

Svona eyk­ur Sig­mund­ur Dav­íð völd sín

Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son hef­ur sí­fellt auk­ið völd sín frá því hann tók við sem for­sæt­is­ráð­herra. Hann hef­ur fært stofn­an­ir und­ir for­sæt­is­ráðu­neyt­ið, ráð­staf­að op­in­beru fé án þess að fag­legt ferli liggi fyr­ir og breytt lög­um sem geti leitt til „auk­inn­ar spill­ing­ar og frænd­hygli í stjórn­sýslu ís­lenska rík­is­ins“. Stund­in fór yf­ir um­deild­ar ákvarð­an­ir Sig­mund­ar Dav­íðs sem eru til þess falln­ar að auka völd og vægi for­sæt­is­ráð­herra.

Mest lesið undanfarið ár