Flokkur

Samfélag

Greinar

Tryggingakerfið: „Refsar akkúrat þeim sem það á að hjálpa“
Úttekt

Trygg­inga­kerf­ið: „Refs­ar akkúrat þeim sem það á að hjálpa“

Al­manna­trygg­inga­kerfi Ís­lands fylg­ir mód­eli Norð­ur­landa, að hlúa að þeim sem þurfa á því að halda, en þeir sem eru upp á það komn­ir eru marg­ir í þroti og lýsa því að þeir séu í gísl­ingu þess. Líf­eyr­ir er lægri en lág­marks­laun og langt fyr­ir neð­an neyslu­við­mið. Hend­ing virð­ist ráða því hvaða bót­um ein­stak­ling­ar eiga rétt á og laga­hyggja hef­ur auk­ist eft­ir hrun. Þrír fatl­að­ir ein­stak­ling­ar segja frá reynslu sinni af kerf­inu og sam­fé­lag­inu.
„Einu jákvæðu félagslegu samskipti sonar míns eru í Baklandinu“
Fréttir

„Einu já­kvæðu fé­lags­legu sam­skipti son­ar míns eru í Bakland­inu“

Um ára­mót­in ætl­ar Reykja­nes­bær að hætta með úr­ræð­ið Bakland­ið, sem er ætl­að börn­um sem þurfa að­stoð eft­ir skóla sem þau geta ekki feng­ið heima hjá sér. Bæj­ar­yf­ir­völd segja for­eldra engu þurfa að kvíða, þar sem ein­stak­lings­bund­in þjón­usta í nærum­hverfi barns­ins komi í stað­inn. Móð­ir drengs sem nýt­ir sér úr­ræð­ið seg­ir slík­ar lausn­ir ekki geta kom­ið í stað Bak­lands­ins.
Arfleifðin, ofbeldið og húmorinn
Viðtal

Arf­leifð­in, of­beld­ið og húm­or­inn

Lit­ríkt líf Sig­ríð­ar Hall­dórs­dótt­ur frá Gljúfra­steini hef­ur gert hana að þeirri konu sem hún er í dag, sterk, sjálf­stæð kona sem þarf ekki á neinni sam­búð að halda til að eiga í inni­legu ástar­sam­bandi og neit­ar að taka sér stöðu fórn­ar­lambs þeg­ar hún seg­ir frá heim­il­isof­beldi og bar­smíð­um. Sjálf hef­ur hún gert sín mis­tök og sér mest eft­ir því að hafa sleg­ið börn­in, í þreytu og basli þess tíma, ein­stæð móð­ir með fjög­ur börn sem þótti gott að fá sér í glas. Hún seg­ir hér sögu sína og frá því hvernig gjald­þrot­ið varð til þess að hún gat ris­ið upp á ný. Ef það er eitt­hvað sem hún hef­ur lært af líf­inu þá er það að geta glaðst yf­ir litlu og hleg­ið að sem flestu.
Frambjóðandi segir börnum að þau ættu að vera styttra í skólanum: „Heimurinn er fullur af peningum“
FréttirAlþingiskosningar 2016

Fram­bjóð­andi seg­ir börn­um að þau ættu að vera styttra í skól­an­um: „Heim­ur­inn er full­ur af pen­ing­um“

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir er út­nefnd sem tals­mað­ur barna á Al­þingi af hálfu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hún seg­ir börn­um að mik­il­vægt sé að stytta tím­ann í skól­an­um, því tím­inn sé tak­mark­að­ur og heim­ur­inn „full­ur af fólki og pen­ing­um“.
Glímdi við átröskun og gagnrýnir umræðu um fegurðarsamkeppni: Ég var mjó en ekki heilbrigð
Fólk

Glímdi við átrösk­un og gagn­rýn­ir um­ræðu um feg­urð­ar­sam­keppni: Ég var mjó en ekki heil­brigð

Gunn­löð Jóna Rún­ars­dótt­ir seg­ir feg­urð­ar­staðla sam­fé­lags­ins skað­lega unga stúlk­um. Sjálf var hún kom­in með nei­kvæða mynd af lík­am­an­um strax í æsku og með átrösk­un á unglings­ár­um. Sem mód­el þjáð­ist hún af rang­hug­mynd­um um lík­ama sinn og feg­urð og bend­ir á að heil­brigði hald­ist ekki í hend­ur við hold­arfar. Hún vinn­ur í að snúa eig­in við­horf­um með­al ann­ars í gegn­um ljós­mynd­ir af húðslit­um sín­um sem hún set­ur í sam­hengi við nátt­úr­una.
Gefum gömlu strákunum frí
Viðtal

Gef­um gömlu strák­un­um frí

Hún læt­ur sem hún viti ekki af því að hún hafi kom­ist á eft­ir­launa­ald­ur fyr­ir nokkr­um ár­um og gegn­ir enn þá tveim­ur störf­um, rétt eins og hún hef­ur gert alla ævi. Eva Joly – eða Gro eins og henn­ar nán­ustu kalla hana – berst gegn skattaund­an­skot­um auð­manna og stór­fyr­ir­tækja, bæði sem þing­mað­ur á Evr­ópu­þing­inu og lög­mað­ur. Hún seg­ir nauð­syn­legt að al­menn­ing­ur geri sér grein fyr­ir að hann eigi í stríði gegn spill­ingu.
Flugfreyjur Icelandair skikkaðar í háa hæla
Úttekt

Flug­freyj­ur Icelanda­ir skikk­að­ar í háa hæla

Strang­ar regl­ur ríkja um út­lit og klæða­burð starfs­manna hjá Icelanda­ir en mis­mun­andi kröf­ur eru gerð­ar eft­ir því hvaða stöðu fólk gegn­ir. Flug­freyj­ur eiga að mæta til vinnu í há­um hæl­um og vera með varalit alla vakt­ina. Lækn­ir seg­ir of mikla notk­un á hæla­skóm geta ver­ið heilsu­spill­andi og flug­freyja seg­ist oft hafa ósk­að þess að hafa val um að klæð­ast lág­botna skóm eft­ir erf­iða vakt.

Mest lesið undanfarið ár