Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

„Einu jákvæðu félagslegu samskipti sonar míns eru í Baklandinu“

Um ára­mót­in ætl­ar Reykja­nes­bær að hætta með úr­ræð­ið Bakland­ið, sem er ætl­að börn­um sem þurfa að­stoð eft­ir skóla sem þau geta ekki feng­ið heima hjá sér. Bæj­ar­yf­ir­völd segja for­eldra engu þurfa að kvíða, þar sem ein­stak­lings­bund­in þjón­usta í nærum­hverfi barns­ins komi í stað­inn. Móð­ir drengs sem nýt­ir sér úr­ræð­ið seg­ir slík­ar lausn­ir ekki geta kom­ið í stað Bak­lands­ins.

„Einu jákvæðu félagslegu samskipti sonar míns eru í Baklandinu“
Harpa með syni sínum, Hrafnkatli Emil Tveir synir Hörpu hafa notið þjónustu Baklandsins. Harpa segir þjónustuna hafa reynst þeim báðum afar mikilvæg. Þar hafi þeir upplifað jákvæð samskipti við jafnaldra sína sem þeir fái ekki annars staðar. Mynd: Úr einkasafni

Reykjanesbær hefur tekið ákvörðun um að loka Baklandinu, úrræði sem hefur staðið börnum til boða sem þarfnast aðstoðar sem þau geta ekki fengið heima hjá sér, um áramótin. Foreldrar barna sem nýta sér úrræðið hafa lýst yfir áhyggjum af þessu og telja að þær lausnir sem bæjaryfirvöld hyggist bjóða í staðinn dugi ekki til að bæta fyrir missinn.   

„Eldri strákurinn minn, sem er 15 ára í dag, var í Baklandinu í nokkur ár. Það voru algjör bjargráð fyrir hann. Í Baklandinu voru nánast einu jákvæðu félagslegu samskipti hans við önnur börn. Yngri strákurinn minn, sem er níu ára, er með þrjár greiningar, Asperger, ADHD og Tourette. Hann er ofsalega flottur strákur og það eru engin vandamál með hann, þannig séð, nema þau að hann er ekki í neinum jákvæðum samskiptum við jafnaldra sína. Honum gengur vel í skólanum en hann er alltaf einn. Einu jákvæðu félagslegu samskipti hans við jafnaldra sína eru í Baklandinu,“ segir Harpa Erlu Júlíusdóttir. Hún hefur miklar áhyggjur af því að bæjaryfirvöld hyggist loka því um áramótin.

„Honum gengur vel í skólanum en hann er alltaf einn. Einu jákvæðu félagslegu samskipti hans við jafnaldra sína eru í Baklandinu.“

Í svari frá velferðarsviði Reykjanesbæjar við fyrirspurn Stundarinnar um ástæður lokunarinnar segir að sparnaður sé ekki ástæðan. Rekstrarkostnaður úrræðisins, fyrir utan húsnæði, sé 4,5 milljónir króna og ekki sé búist við að hann lækki, heldur komi hann fram í öðrum rekstrarliðum, svo sem í tilsjón, liðveislu, persónulegri ráðgjöf eða stuðningsfjölskyldum. Foreldrar þurfi engu að kvíða, því einstaklingsbundin þjónusta sem fari fram í nærumhverfi barnsins komi í staðinn. Harpa, aftur á móti, kvíðir breytingunum mjög. Hún segir að ekkert af þessu geti komið í staðinn fyrir það sem börn fái í Baklandinu. Bæjaryfirvöld taki ekki inn í myndina hversu mikilvæg þau félagslegu tengsl sem börnin fái í Baklandinu séu.

Ein af ástæðum þess að endurskoða á úrræðið, sem hefur verið við lýði frá árinu 2010, er að misjafnt hefur vel hversu vel það hefur verið nýtt. Tveir félagsráðgjafar á vegum Barnaverndar Reykjanesbæjar hafa veg og vanda af því og sextán börn nýta úrræðið í allt að sex stundir í viku hvert, yfirleitt tvisvar í viku. Það fer eftir þörfum þeirra hvað þau gera í Baklandinu. Þau fá kaffitíma, sum þeirra klára heimanámið þar á meðan önnur spila eða dunda sér við aðra hluti. „Þarna fá þau jákvæð félagsleg samskipti í góðu og rólegu umhverfi. Minn strákur, til að mynda, er mjög sterkur námslega og þarf ekki á heimanámsaðstoð að halda. Mér fannst mjög pirrandi þegar bæjarstjórinn okkar sagði í svari á Facebook að að börnin fengju heimanámsaðstoð annars staðar. Málið snýst ekkert um það. Heimanámsaðstoð er aðeins lítill hluti af Baklandinu.“

„Mér fannst mjög pirrandi þegar bæjarstjórinn okkar sagði í svari á Facebook að að börnin fengju heimanámsaðstoð annars staðar.“

Úrræði eins og liðveisla sé ekki svarið, í það minnsta ekki í tilviki sonar hennar. „Sonur minn er einn af þeim sem hefur án efa rétt á liðveislu. Auðvitað væri frábært ef hann fengi liðveislu en það kemur ekki í staðinn fyrir Baklandið. Hann er alltaf í fullorðinssamskiptum, annaðhvort við okkur, foreldra sinna eða ömmu sína og afa. Þau tengsl sem hann fær í Baklandinu eru honum lífsnauðsynleg. Þarna lærir hann félagsleg samskipti.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár