Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Fer fyrir dóm í dag: „Ég er algjörlega saklaus, ég hata ekki neinn mann“

Fimm manns fara fyr­ir Hér­aðs­dóm Reykja­vík­ur í dag fyr­ir hat­ursorð­ræðu gegn hinseg­in fólki. Guð­fræð­ing­ur­inn Jón Val­ur Jens­son seg­ir að mál sitt sé sama og unn­ið. Fyrr­ver­andi sókn­ar­prest­ur­inn Jón Hag­barð­ur Knúts­son er einn þeirra ákærðu.

Fer fyrir dóm í dag: „Ég er algjörlega saklaus, ég hata ekki neinn mann“

Pétur Gunnlaugsson, útvarpsmaður á Útvarp Sögu, og Jón Valur Jensson, guðfræðingur, eru meðal átta einstaklinga sem eru ákærðir fyrir hatursorðræðu gegn hinsegin fólki. Þeir eru ákærðir út frá hegningarlögum númer 233, grein a, sem segir: „Hver sem með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt ræðst opinberlega á hóp manna vegna þjóðernis þeirra, litarháttar, kynþáttar eða trúarbragða sæti sektum, varðhaldi eða fangelsi allt að 2 árum.“ 

Mál Jóns Hagbarðar Knútssonar, fyrrverandi sóknarprests, Ara Hermanns Oddssonar, framkvæmdastjóra og þríþrautarkappa, Jón Vals Jenssonar, guðfræðings og bloggara, Pétur Gunnlaugssonar útvarpsmanns og eldri borgarans Carls Jóhanns Lilliendahls er þingfest í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þrjú önnur mál bíða þingfestingar. 

Þetta mál brýtur blað í sögu dómstóla á Íslandi, en þetta er í fyrsta skiptið sem slík ákæra er lögð fram vegna hatursorðræðu gegn hinsegin fólki. Þessi hegningarlög hafa aðeins einu sinni leitt til sakfellingar, en það var í máli íslenska ríkisins gegn Hlyni Frey Vigfússyni árið 2002 vegna kynþáttaníðis. 

Líkti samkynhneigð við barnaníð

Pétur GunnlaugssonPétur er ásakaður um að hafa líkt samkynhneigð við barnaníð.

Jón Hagbarður, fyrrverandi sóknarprestur Raufarhafnarkirkju, sagði: „No komment, takk, bless,“ þegar blaðamaður hafði samband við hann um málið. Hvorki náðist í Ara Hermann né Pétur Gunnlaugsson, en sá síðarnefndi líkti samkynhneigð við barnaníð í þætti sínum „Línan er laus“ á Útvarpi sögu 20. apríl 2015. Hann sagði í símatíma útvarpsstöðvarinnar í síðustu viku: „Ég er bálreiður, ég skal alveg viðurkenna það að einhver lögreglustjóri hér skuli saka mig um þetta.“ 

Í þætti sínum í apríl í fyrra ræddi Pétur við innhringjendur, varaði við hinsegin fræðslunni og tók undir umræðu um að börnum yrðu látin stunda samkynhneigt kynlíf. Einn innhringjandi, Hulda, ýjaði að því að börnin yrðu látin stunda kynlíf: „Er þetta sýnikennsla? Er þetta verkleg kennsla?“

„Ég bara vil ekki hugsa út í það einu sinni,“ svaraði Pétur. „Þarf að fara að sýna þeim, eða kenna þeim eða káfa á þeim? Hver er meiningin?“ spurði hún áfram. „Þetta er innrætingarstarfsemi. Það er alveg ljóst. Þetta er eins og trúboð,“ fullyrti Pétur þá. „Út með þetta og inn með kristnifræðsluna,“ sagði innhringjandinn að lokum.

„Styðst ekki við neitt raunverulegt“

Jón Valur Jensson guðfræðingur vísar ákærunni á bug og segist vera saklaus að öllu, og að bloggfærslurnar þrjár sem hann er ákærður fyrir vera innan ramma tjáningarfrelsis. „Þetta er algjörlega fráleit ákæra, hún styðst ekki við neitt raunverulegt og er einfaldlega ákæruvaldinu til skammar,“ segir hann.

Jón Valur JenssonJón Valur segist ekki hata neinn mann.

Umræddar bloggfærslur birtust 17. apríl, 20. apríl og 21. apríl 2015. Þær fjalla um ákvörðun bæjarstjórnar Hafnarfjarðar um hinsegin fræðslu í grunnskólum með aðstoð Samtakanna ‘78. Í færslunum gagnrýnir Jón Valur meðal annars „inngrip samkynhneigðra í í skólagöngu 6-15 ára barna“, kvartaði undan „innrætingarstarfsemi“ og „innrætingarferli“ og vitnar í skoðanakönnun Útvarps sögu með þeirri niðurstöðu að 84% væru andsnúnir hinsegin fræðslunni, en þátttakendur í könnun útvarpsstöðvarinnar eru gjarnan markhópur stöðvarinnar. „Ég tel þetta vera algjörlega unnið mál af minni hálfu. Ég er algjörlega saklaus frá því að vera með einhverja hatursorðræðu, það er bara ekki minn háttur að gera það, ég hata ekki neinn mann.“ 

Aðspurður um andstöðu sína við hinsegin fræðslu skólabarna segir hann: „Ég er bara ósáttur við það að það eigi að byrja með hana án þess að það komið nokkurn tímann til tals hjá stjórnmálaflokkunum. Það hefur aldrei neitt af þessu tagi verið borið undir þá eða á fundi með almenningi.“

Jón Valur bætti við að stór hluti sjálfstæðismanna í bæjarstjórn Hafnarfjarðar greiddu atkvæði með þessari tillögu og gaf í skyn að það væri gert af einhverri hræðslu við það að skera sig úr frá pólitískri rétthugsun. „Nítján ára bæjarfulltrúi leggur fram einhverja hálfsblaðsíðna greinargerð sem skýrir í rauninni mjög lítið um hvað á að fara fram í þessari svökölluðu hinsegin fræðslu fyrir börn frá sex ára aldri alveg upp í fimmtán. Mörgum þykir þetta algjörlega fáheyrt og ekki í lagi, sérstaklega að fá Samtökin ‘78 í þetta án þess að þeir séu taldir þurfa sérstaklega faglega menntun á sviði kynfræðslu eða kennsluréttindi.“ 

„Hatur leiðir bara af sér meira hatur“ 

Björg Valgeirsdóttir er lögmaður Samtakanna ‘78 og lagði upphaflega fram kæru gegn tíu einstaklingum í apríl 2015 fyrir þeirra hönd. Hún segir að í kjölfar tillögunar um hinsegin fræðslu í grunnskólum Hafnarfjarðar hafi samfélagsmiðlar logað af hatri án þess að lögregla, sem hefur frumkvæðisskyldu í þessum málaflokki, hafi gert nokkuð í því. Í kjölfar þess hafi Samtökin ákveðið að athafast í málinu. Lögregla lét málið falla niður án rannsóknar, en ríkissaksóknari skipaði lögreglu í nóvember 2015 að rannsaka hvort ummælin væru refsiverð. Málið hefur nú ratað til dómstóla.

Björg ValgeirsdóttirBjörg segir skoðunarfrelsi vera algjört, en að tjáning sem styður eða hvetur til haturs í garð minnihlutahópa geti verið refsiverð.

„Við vildum reyna á það hvort svona umræða sé í lagi,“ segir hún blaðamanni yfir síma. Hún bendir á að Mannréttindadómstóll Evrópu hafa komist að þeirri niðurstöðu fyrir stuttu í máli Vejdeland gegn Svíþjóð að hatursorðræða í garð hinsegin fólks sé refsiverð, og að ákvæði í íslenskum hegningarlögum séu á sama máli. „Það er mjög eðlilegt að dómstólar skeri úr um hvort að svona orðræða sé refsiverð eða ekki. Þetta er auðvitað prófmál.“ 

 „Hatur leiðir bara af sér meira hatur“

Björg segir að samtök hinsegin fólks á Íslandi hafi verið mjög öflug í mannréttindabaráttu hinsegin fólks og að markvissum árangri hafi verið náð. Hinsvegar standi hinsegin fólk frammi fyrir miklu bakslagi í dag, og telur að það þurfi að stöðva það í fæðingu áður en það nær að grassera og spilla góðum árangri. „Hatur leiðir bara af sér meira hatur, og jafnvel ofbeldi, og maður vill ekki að svona fái bara að viðgangast þegar öll þessi réttindi hafa náðst í gegn fyrir þennan minnihlutahóp sem hinsegin fólk er. Viljum við fara aftur til þess tíma sem fólk hafði ranghugmyndir um hvað það þýðir að vera hinsegin?“ 

Stendur vörð um tjáningarfrelsið 

Björg telur umræðuna vera á villigötum þegar fólk líki þessari ákæru við takmörkun á tjáningarfrelsi. „Skoðunarfrelsi er ótakmarkað, en tjáningarfrelsi takmarkast ýmist af friðhelgi einkalífs, eða af refsivernd minnihlutahópa eins og reynir á í þessum tilvikum., af því að niðrandi, smánandi, meiðandi hatursoræða í garð minnihlutahópa, og það er tiltekið í ákvæðinu út af kynþætti og kynferð, ef þú gerir það þá er tjáningin refsiverð.

„Löggjafin hefur metið það sem svo að nauðsynlegt sé að sporna gegn tjáningu sem styður eða hvetur til haturs í garð minnihlutahópa. Tjáning sem fellur að þessari skilgreiningu telst refsiverð og er um leið undanskilin stjórnarskrárvernd tjáningarfrelsisins.“ 

Ekki er að finna hvenær mál hinna þriggja einstaklinganna sem eru ákærður verður þingfest. Samtökin ‘78 kærðu einnig tvo aðra einstaklinga sem tilheyra umdæmum lögreglunnar á Suðurlandi og Suðurnesi. Ekki fengust svör frá lögreglu um stöðu þeirra rannsókna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
2
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár