Svæði

Reykjavík

Greinar

Stórt skref að tala um árás en ekki slys
Viðtal

Stórt skref að tala um árás en ekki slys

„Ertu tryggð?“ var eitt það fyrsta sem banda­ríski bráðalið­inn spurði Silju Báru Óm­ars­dótt­ur þar sem hún lá al­blóð­ug á heim­ili sínu í Los Ang­eles eft­ir al­var­lega árás. Ör­lög bráðalið­ans, sem valdi sér það starf að bjarga manns­líf­um, eru þau að hann verð­ur að spyrja þess­ar­ar spurn­ing­ar áð­ur en ákveð­ið er hvert skuli fara með sjúk­ling. Banda­rískt heil­brigðis­kerfi ger­ir það að verk­um að hann fer ekki með fólk á besta mögu­lega stað, held­ur á þann stað sem fjár­ráð sjúk­lings leyfa. Silju Báru tókst með naum­ind­um að hvísla nafn há­skóla síns, USC, og bráðalið­inn tók því sem stað­fest­ingu á því að hún væri með trygg­ing­ar frá skól­an­um. Sem bet­ur fer.
Sjúklegt ástand spítalans
Úttekt

Sjúk­legt ástand spít­al­ans

Dæmi eru um að sjúk­ling­ar séu hafð­ir í ein­angr­un á sal­ern­um, í sturtu­klef­um og geymsl­um sök­um pláss­leys­is á Land­spít­al­an­um. 31 sjúk­ling­ur lá á göng­um Land­spít­al­ans og 32 biðu eft­ir inn­lögn á bráða­mót­tök­unni þeg­ar blaða­mann bar að garði. Starfs­fólk er að bug­ast und­an álagi og mis­tök­um fjölg­ar. Stefna í heil­brigð­is­mál­um hef­ur ekki gert ráð fyr­ir öldrun sam­fé­lags­ins og aldr­að fólk dag­ar uppi á spít­al­an­um. Blaða­mað­ur varði hálf­um degi á Land­spít­al­an­um og ræddi við starfs­fólk og sjúk­linga sem mæta þess­um að­stæð­um.
„Ég þoli ekki óréttlæti“
Viðtal

„Ég þoli ekki órétt­læti“

Marg­ir kann­ast vafa­lít­ið við nafn Her­manns Ragn­ars­son­ar, vel­gjörð­ar­manns al­bönsku fjöl­skyld­unn­ar sem var vís­að úr landi en fékk síð­an rík­is­borg­ara­rétt. Mörg­um brá í brún þeg­ar frétt­ir bár­ust af því að tveim­ur lang­veik­um börn­um hefði ver­ið vís­að úr landi ásamt fjöl­skyld­um og aft­ur til heima­lands­ins þar sem þau höfðu ekki að­gengi að við­eig­andi heil­brigð­is­þjón­ustu. Her­mann, vinnu­veit­andi annarr­ar fjöl­skyld­unn­ar, tók mál­ið í sín­ar hend­ur, barð­ist fyr­ir rík­is­borg­ara­rétti þeirra og stóð fyr­ir söfn­un sem fjár­magn­aði með­al ann­ars flug­ið aft­ur heim til Ís­lands. Stund­in varði degi með Her­manni Ragn­ars­syni og fékk að kynn­ast mann­in­um á bak við góð­verk­ið.

Mest lesið undanfarið ár