Fréttamál

Laxeldi

Greinar

Leynd yfir styrkjum laxeldisfyrirtækja til menntaskólanáms
FréttirLaxeldi

Leynd yf­ir styrkj­um lax­eld­is­fyr­ir­tækja til mennta­skóla­náms

Fyr­ir­hug­að er að bjóða upp á nýja náms­braut í sjáv­ar­út­vegi í fimm mennta- og fjöl­brauta­skól­um á lands­byggð­inni. Þrjú lax­eld­is­fyr­ir­tæki á Vest­fjörð­um fjár­magna skipu­lagn­ingu náms­ins. Skóla­meist­ari Mennta­skól­ans á Ísa­firði, Heið­rún Tryggva­dótt­ir, seg­ir að hún hafi heyrt gagn­rýn­isradd­ir um þessa að­komu fyr­ir­tækj­anna en að um sé að ræða já­kvæða þró­un þar sem þetta sé hag­nýtt nám sem snú­ist bæði um hag­nýt­ingu sjáv­ar­ins og einnig nátt­úru­vernd.
Svört skýrsla en áhrifin af stærstu slysasleppingu sögunnar hafa ekki komið fram
SkýringLaxeldi

Svört skýrsla en áhrif­in af stærstu slysaslepp­ingu sög­unn­ar hafa ekki kom­ið fram

Haf­rann­sókn­ar­stofn­un hef­ur gef­ið út skýrslu um erfða­blönd­un eld­islaxa og villtra ís­lenskra laxa. Þó að erfðla­blönd­un­in sem bent er á í skýrsl­unni sé tals­verð þá tek­ur hún ekki til stærstu slysaslepp­ing­ar Ís­lands­sög­unn­ar upp á 82 þús­und laxa. Guðni Guð­bergs­son hjá Hafró seg­ir að áhrif þeirr­ar slysaslepp­ing­ar komi ekki fram fyrr en á næstu ár­um.
Stærsti eigandi í íslensku sjókvíaeldi ætlaði að flytja til Sviss en hætti við
FréttirLaxeldi

Stærsti eig­andi í ís­lensku sjókvía­eldi ætl­aði að flytja til Sviss en hætti við

Gustav Magn­ar Witzøe, stærsti eig­andi lax­eld­is­fyr­ir­tæk­is­ins Salm­ar sem á meiri­hluta í Arn­ar­laxi á Bíldu­dal, sagði frá því í norska rík­is­út­varp­inu af hverju hann hefði val­ið að vera bú­sett­ur áfram í Nor­egi. Fjöldi norskra auð­manna hafa flutt til Sviss á síð­ast­liðn­um mán­uð­um en Witzøe ákvað að fylgja ekki þeirra for­dæmi.
Norskur laxeldisrisi leyndi vetrarsárum og tjóni á Íslandi í uppgjöri
FréttirLaxeldi

Norsk­ur lax­eld­isrisi leyndi vetr­arsár­um og tjóni á Ís­landi í upp­gjöri

Salm­ar AS, stærsti hlut­hafi Arn­ar­lax á Bíldu­dal, sagði ekki frá því í árs­hluta­upp­gjöri sínu að ís­lenska lax­eld­is­fyr­ir­tæk­ið hafi þurft að slátra marg­falt fleiri eld­islöx­um en ætl­að var vegna þess að þeir urðu sárug­ir. Fyr­ir­tæk­ið sagði bara frá rúm­lega tvö­föld­um tekj­um og tæp­lega tvö­földu magni af slátr­uð­um fisk­um en sagði ekki frá ástæð­um þessa.
Aukin skattlagning í Noregi lætur eiganda Arnarlax einbeita sér að Íslandi
FréttirLaxeldi

Auk­in skatt­lagn­ing í Nor­egi læt­ur eig­anda Arn­ar­lax ein­beita sér að Ís­landi

Norska lax­eld­is­fyr­ir­tæk­ið Salm­ar, eig­andi Arn­ar­lax á Bíldu­dal, seg­ir í árs­hluta­upp­gjöri sínu sem kynnt var í gær að starf­sem­in á Ís­landi hafi aldrei geng­ið eins vel og fyrstu mán­uði árs­ins. Salm­ar hef­ur hins veg­ar áhyggj­ur af auk­inni skatt­lagn­ingu á lax­eldi í Nor­egi og þess ein­beit­ir fé­lag­ið sér frek­ar að fjár­fest­ing­um í öðr­um lönd­um eins og Ís­landi.
Skólarnir hættu að vinna með Landvernd vegna gagnrýni á laxeldi
FréttirLaxeldi

Skól­arn­ir hættu að vinna með Land­vernd vegna gagn­rýni á lax­eldi

Grunn­skól­arn­ir á Bíldu­dal og Pat­reks­firði hættu þátt­töku í svo­köll­uðu Græn­fána­verk­efni Land­vernd­ar ár­ið 2021. Ein af ástæð­un­um sem Land­vernd fékk fyr­ir þess­ari ákvörð­un var að sam­tök­in væru á móti at­vinnu­upp­bygg­ingu á suð­vest­an­verð­um Vest­fjörð­um sem og sam­göngu­bót­um. Skóla­stjór­inn seg­ir ástæð­una fyr­ir því að skól­arn­ir hafi hætt í verk­efn­inu fyrst og fremst vera tíma­skort.
Eigandi Arctic Fish segir aukna skatta minnka líkur á sjálfbærara laxeldi
FréttirLaxeldi

Eig­andi Arctic Fish seg­ir aukna skatta minnka lík­ur á sjálf­bær­ara lax­eldi

For­stjóri stærsta eig­anda Arctic Fish á Ísa­firði, Iv­an Vind­heim, seg­ir að auk­in gjald­taka á lax­eld­is­iðn­að­inn komi í veg fyr­ir þró­un á sjálf­bær­ari lausn­um en sjóa­kvía­eldi. Hagn­að­ur fyr­ir­tæk­is­ins sem hann stýr­ir, MOWI, sem er stærsta lax­eld­is­fyr­ir­tæki og einn stærsti hags­muna­að­ili í lax­eldi á Ís­landi, jókst um 64 pró­sent í fyrra og nam nærri 40 millj­örð­um.

Mest lesið undanfarið ár