Svæði

Kópavogur

Greinar

Viðskiptavini lokaðrar líkamsræktar áfram rukkaðir
Fréttir

Við­skipta­vini lok­aðr­ar lík­ams­rækt­ar áfram rukk­að­ir

Kópa­vogs­bær krafð­ist þess í út­boði að lík­ams­rækt við sund­laug bæj­ar­ins væri ein­ung­is með ný tæki. Þeirri kröfu var bætt inn eft­ir tvö mis­heppn­uð út­boð. Gym heilsa, sem hafði ver­ið með starf­semi í rým­inu frá ár­inu 1997, vildi ekki fall­ast á kröfu bæj­ar­ins og á end­an­um vann Ree­book Fit­n­ess út­boð­ið. Við­skipta­vin­ir Gym Heilsu eru ósátt­ir við lé­legt flæði upp­lýs­inga og áfram­hald­andi rukk­an­ir sem ber­ast, jafn­vel eft­ir að stöð­inni var lok­að og kort­ið þeirra gert óvirkt.
Einkavæðing innan heilsugæslunnar: Einungis þrír læknahópar sóttu um þrjár einkareknar heilsugæslustöðvar
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Einka­væð­ing inn­an heilsu­gæsl­unn­ar: Ein­ung­is þrír lækna­hóp­ar sóttu um þrjár einka­rekn­ar heilsu­gæslu­stöðv­ar

Teit­ur Guð­munds­son heim­il­is­lækn­ir er í fyr­ir­svari fyr­ir tvo af þrem­ur lækna­hóp­um sem sóttu um rekst­ur nýrra þriggja heilsu­gæslu­stöðva. Þór­ar­inn Ing­ólfs­son fer fyr­ir hinum hópn­um en stöðv­arn­ar eiga að vera í Álf­heim­um, Bílds­höfða og Urriða­hvarfi sam­kvæmt til­lög­un­um. Guð­mund­ur Karl Snæ­björns­son heim­il­is­lækn­ir hætti við að sækja um og var­ar við að ör­yggi sjúk­linga sé stefnt í hættu.
Mistökin eru leið til þroska
ViðtalForsetakosningar 2016

Mis­tök­in eru leið til þroska

Halla Tóm­as­dótt­ir er eina kon­an með telj­an­legt fylgi af fram­bjóð­end­um til for­seta Ís­lands, en hún mæld­ist með tæp­lega níu pró­senta fylgi í ný­legri könn­un MMR. Hún seg­ir mik­il­vægt að kon­ur þori að bjóða sig fram í for­ystu­stöð­ur í sam­fé­lag­inu og hyggst setja siða­regl­ur fyr­ir for­seta­embætt­ið nái hún kjöri. Halla ræð­ir hér um sýn sína á for­seta­embætt­ið, for­tíð sína í við­skipta­líf­inu og föð­ur­missinn sem setti líf­ið í sam­hengi í miðju efna­hags­hruni.
Neyðarástand í húsnæðismálum hælisleitenda
Fréttir

Neyð­ar­ástand í hús­næð­is­mál­um hæl­is­leit­enda

Út­lend­inga­stofn­un hef­ur ekki yf­ir nægu hús­næði að ráða til að mæta fjölg­un hæl­is­leit­enda hér á landi. Stjórn­völd verða að gera við­eig­andi ráð­staf­an­ir, seg­ir sviðs­stjóri hjá Rauða kross­in­um. Kópa­vogs­bær hef­ur ekki svar­að er­indi Út­lend­inga­stofn­un­ar um fjölda­hjálp­ar­stöð í Kópa­vogi og inn­an­rík­is­ráðu­neyt­ið svar­ar engu um mót­tökumið­stöð sem bú­ið er að lofa á þessu ári.
Líf eftir barnsmissi á meðgöngu
Úttekt

Líf eft­ir barn­smissi á með­göngu

Rétt­ur for­eldra er tals­vert ólík­ur eft­ir því hvenær barn deyr. For­eldr­ar sem fæða and­vana barn eiga rétt á þrem­ur sam­eig­in­leg­um mán­uð­um í fæð­ing­ar­or­lofi, en for­eldr­ar barns sem deyr skömmu eft­ir fæð­ingu eiga hins veg­ar rétt á fullu fæð­ing­ar­or­lofi. „Hið and­lega bata­ferli er af sama meiði hvort sem barn­ið lést í móð­urkviði eða stuttu eft­ir fæð­ingu,“ seg­ir Páll Val­ur Björns­son, sem vill breyta kerf­inu.
Sterk hagsmunatengsl styrkveitenda Sjálfstæðisflokksins
FréttirFjármál stjórnmálaflokka

Sterk hags­muna­tengsl styrk­veit­enda Sjálf­stæð­is­flokks­ins

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fékk fimm millj­ón­ir frá fé­lög­um sem hafa hags­muni af út­hlut­un lóða og bygg­ing­ar­verk­efna. Til sam­an­burð­ar fær flokk­ur­inn sjö millj­ón­ir frá út­gerð­inni. „Borg­ar­skipu­lag og fram­kvæmd­ir, tengd­ar lóða­skipu­lagi og fleira, er þar sem mark­að­ur­inn og stjórn­mál­in mæt­ast á sveit­ar­stjórn­arstigi,“ seg­ir stjórn­sýslu­fræð­ing­ur.
Rekin úr skólanum í kjölfar áfalla
Viðtal

Rek­in úr skól­an­um í kjöl­far áfalla

Kristjönu R. El­ín­ar­dótt­ur var vís­að úr námi í MK eft­ir tvö svip­leg frá­föll í fjöl­skyld­unni. Hún seg­ir skóla­yf­ir­völd ekki hafa tek­ið nægi­legt til­lit til erfiðra að­stæðna sinna og að það skipti hana öllu máli að fá að ljúka námi. Skóla­meist­ari seg­ir að þeg­ar um al­var­leg mál sé að ræða taki skól­inn til­lit til þess í eina til tvær ann­ir.

Mest lesið undanfarið ár