Aðili

Katrín Jakobsdóttir

Greinar

Áhrif loftslagsáætlunar háð mikilli óvissu
GreiningHamfarahlýnun

Áhrif lofts­lags­áætl­un­ar háð mik­illi óvissu

Eng­in rík­is­stjórn hef­ur sett sér jafn há­leit markmið í lofts­lags­mál­um og rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. En mark­mið­in eru fjar­læg og helsta stefnuplagg­ið, Að­gerða­áætl­un í lofts­lags­mál­um 2018–2030, hef­ur sætt harðri gagn­rýni um­hverf­is­vernd­ar­sam­taka sem segja stefnumið­in óljós og ill­mæl­an­leg. Af 34 boð­uð­um að­gerð­um eru 28 of óskýr­ar og lítt út­færð­ar til að unnt sé að fram­reikna vænt­an­leg­an ávinn­ing í formi sam­drátt­ar í los­un gróð­ur­húsaloft­teg­unda.
Forsætisráðherra: Vinstriflokkar í Evrópu verða að brjóta öfgahægrið á bak aftur og sameinast um róttækar lausnir
Erlent

For­sæt­is­ráð­herra: Vinstri­flokk­ar í Evr­ópu verða að brjóta öfga­hægr­ið á bak aft­ur og sam­ein­ast um rót­tæk­ar lausn­ir

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra seg­ir að efna­hags­stefna Evr­ópu­sam­bands­ins og lýð­ræð­is­hall­inn inn­an þess hafi graf­ið und­an stuðn­ingi við Evr­ópu­samrun­ann. Þetta hafi fært öfga­hægriöfl­um, út­lend­inga­höt­ur­um og vald­boðs­sinn­um vopn í hend­ur. Nú verði evr­ópsk­ar vinstri­hreyf­ing­ar að sam­eina krafta sína og bjóða al­menn­ingi upp á rót­tæk­ar lausn­ir í anda lýð­ræð­is, mann­rétt­inda, um­hverf­is­vernd­ar og fé­lags­legs rétt­læt­is.
Húsnæðisliður brottfelldur á tímum raunlækkunar fasteignaverðs
Fréttir

Hús­næð­is­lið­ur brott­felld­ur á tím­um raun­lækk­un­ar fast­eigna­verðs

Sér­eign­ar­sparn­að­ar­leið­in verð­ur fram­lengd þvert á til­lögu sér­fræð­inga­hóps sem taldi hana helst gagn­ast þeim tekju­hærri. 80 millj­arða fram­lag rík­is­stjórn­ar­inn­ar til lífs­kjara­samn­inga felst með­al ann­ars í lækk­un tekju­skatts, hækk­un á skerð­ing­ar­mörk­um barna­bóta, leng­ingu fæð­ing­ar­or­lofs og upp­bygg­ingu íbúð­ar­hús­næð­is. Flest­ar að­gerð­irn­ar fela í sér veru­leg­ar lífs­kjara­bæt­ur til hinna tekju­lægri en nokkr­ar af breyt­ing­un­um gætu orð­ið um­deild­ar.

Mest lesið undanfarið ár