Svæði

Ísland

Greinar

Gekk í sjóinn eftir frávísun frá geðdeild
Úttekt

Gekk í sjó­inn eft­ir frá­vís­un frá geð­deild

Ís­lend­ing­ar eru heims­meist­ar­ar í geð­lyfja­notk­un en auka­verk­an­ir vegna þeirra geta ver­ið mjög al­var­leg­ar. Stjórn­völd­um hef­ur ít­rek­að ver­ið bent á ósam­ræm­ið í nið­ur­greiðslu á heil­brigð­is­þjón­ustu hér á landi, án ár­ang­urs. Dæmi eru um að fólk sé á geð­lyfj­um í mörg ár án þess að fá rétta grein­ingu eða að hafa nokk­urn tíma hitt sál­fræð­ing eða geð­lækni, þótt klín­ísk­ar leið­bein­ing­ar kveði á um að sál­fræði­með­ferð eigi að vera fyrsta val. Með­al­tími hjá sál­fræð­ingi kost­ar á bil­inu 8 til 15 þús­und krón­ur og hef­ur efnam­inna fólk ekki að­gengi að þeirri þjón­ustu.
Grundartangi: Paradís þungaiðnaðarins
Rannsókn

Grund­ar­tangi: Para­dís þunga­iðn­að­ar­ins

Í starfs­leyf­um Norð­ur­áls kem­ur skýrt fram að fyr­ir­tæk­ið sér sjálft um vökt­un og rann­sókn­ir á um­hverf­isáhrif­um sín­um, og legg­ur til hvernig sú vinna fer fram. Af­leið­ing þess, að hags­muna­að­il­ar vakti sig sjálf­ir, virð­ist vera að stór hluti þeirra áhrifa sem ál­ver­ið hef­ur á um­hverfi sitt, koma aldrei fram í skýrsl­um þeirra. Norð­ur­ál sýn­ir svo einnig mik­inn metn­að í því að gera sem minnst úr þeim áhrif­um, sem þó sjást. Ekki er að undra, þeg­ar svo gríð­ar­leg­ir hags­mun­ir fel­ast í því að allt líti sem best út á papp­ír­um. En rétt er þó, eins og þau benda sjálf á, að far­ið er eft­ir lög­um í einu og öllu. En við hvern er þá að sak­ast? Ligg­ur ábyrgð­in hjá iðju­ver­un­um sjálf­um? Hjá Um­hverf­is- og Skipu­lags­stofn­un? Er reglu­verk­ið ekki nógu stíft? Og hvers vegna fær nátt­úr­an aldrei að njóta vaf­ans í stað iðn­að­ar­ins?
Orku Energy veitt fordæma­laus staða
FréttirIllugi Gunnarsson og Orka Energy

Orku Energy veitt for­dæma­laus staða

Enn er á huldu hvernig sú ákvörð­un var tek­in inni í mennta­mála­ráðu­neyt­inu að einka­fyr­ir­tæk­ið Orka Energy yrði fram­kvæmdarað­ili ís­lenska rík­is­ins í orku­samn­ingn­um við Kína. Af­ar sjald­gæft að einka­fyr­ir­tæki séu full­trú­ar rík­is­ins er­lend­is. Þó er ljóst að mennta­mála­ráðu­neyti Ill­uga Gunn­ars­son­ar tók ákvörð­un­ina.

Mest lesið undanfarið ár