Svæði

Ísland

Greinar

Nýtir ofbeldisreynsluna í listinni
Viðtal

Nýt­ir of­beld­is­reynsl­una í list­inni

Guð­rún Bjarna­dótt­ir leik­kona sagði frá minn­ing­um sín­um um of­beld­is­sam­band í ein­lægri grein fyr­ir um einu og hálfu ári síð­an. Hún tók með­vit­aða ákvörð­un um að veita eng­in við­töl í kjöl­far birt­ing­ar­inn­ar en von­aði að grein­in myndi vekja sam­fé­lag­ið til um­hugs­un­ar um of­beldi í nán­um sam­bönd­um. Næsta skref sé að tala um of­beld­is­menn­ina sjálfa og seg­ir Guð­rún mik­il­vægt að sam­fé­lag­ið for­dæmi þá ekki, held­ur rétti þeim hjálp­ar­hönd. Nú not­ar hún list­ina til að opna um­ræð­una enn frek­ar um eitt fald­asta sam­fé­lags­mein okk­ar tíma – of­beldi inn­an veggja heim­il­is­ins.
Dagfarsprúður drullusokkur leitar að fegurðinni
Fréttir

Dag­far­sprúð­ur drullu­sokk­ur leit­ar að feg­urð­inni

Bjart­mar Guð­laugs­son þekk­ir öll þjóð­in. Lög hans og text­ar hafa stimpl­að sig ræki­lega inn í vit­und henn­ar og þeg­ar val­ið var Óska­lag þjóð­ar­inn­ar í sjón­varps­þátt­um hjá RÚV sigr­aði lag hans Þannig týn­ist tím­inn með yf­ir­burð­um. Bjart­mar er líka þekkt­ur list­mál­ari og nú hef­ur þriðja list­grein­in bæst í safn­ið því í haust kem­ur út hans fyrsta skáld­saga um leið og nýr geisladisk­ur lít­ur dags­ins ljós. Hann seg­ist loks vera hætt­ur að fela til­finn­ing­ar sín­ar og neit­ar að horfa í bak­sýn­is­speg­il­inn. Líf hans hef­ur ekki alltaf ver­ið dans á rós­um en hann seg­ist sátt­ur í dag.
 Vilja breyta fólkvangi í virkjanasvæði
Myndir

Vilja breyta fólkvangi í virkj­ana­svæði

Í Krýsu­vík er mik­il nátt­úru­feg­urð sem dreg­ur að sér fjölda fólks til út­vist­ar og nátt­úru­skoð­un­ar. Krýsu­vík er inn­an Reykja­nes­fólkvangs, sem stofn­að­ur var form­lega með frið­lýs­ingu ár­ið 1974. Vin­sæl­asti án­ing­ar­stað­ur­inn í Krýsu­vík er hvera­svæð­ið í Sel­túni en á und­an­förn­um ár­um hef­ur um­ferð ferða­manna þang­að auk­ist gríð­ar­lega. Hætt er við að svæð­ið missi að­drátt­ar­afl sitt verði það virkj­að eins og HS Orka hef­ur í hyggju.
Fór í meðferð og féll fyrir ofbeldismanni
Viðtal

Fór í með­ferð og féll fyr­ir of­beld­is­manni

Thelma Berg­lind Guðna­dótt­ir var í afeitrun með dæmd­um nauðg­ara sem áreitti hana á göng­un­um. Hún féll fyr­ir mann­in­um sem kom henni til bjarg­ar þeg­ar kvart­an­ir breyttu engu. Hann átti síð­an eft­ir að beita hana of­beldi í dags­leyf­inu. Hún gagn­rýn­ir að­gerð­ar­leysi starfs­manna og bend­ir á mik­il­vægi þess að fólki sé skipt bet­ur upp í afeitrun.

Mest lesið undanfarið ár