Illugi ákvað að Orka Energy yrði fulltrúi Íslands í samstarfi við Kína
Menntamálaráðuneyti Illuga Gunnarssonar afhendir gögn um Kínaferð ráðherrans í mars. Kínaferðin hefur haft miklar afleiðingar fyrir Illuga í ljósi þátttöku fyrrverandi vinnuveitanda hans, Orku Energy, í ferðinni. Gögnin sýna meðal annars fram á að það var menntamálaráðuneytið sem ákvað að Orka Energy yrði fulltrúi íslenskra stjórnvalda í samstarfinu við kínversk yfirvöld á sviði jarðvarma.
PistillIllugi Gunnarsson og Orka Energy
Ingi Freyr Vilhjálmsson
Trúir einhver að þetta hafi bara verið vinargreiði?
Sú skoðun virðist vera nokkuð útbreidd að það sé eðlileg skýring að Haukur Harðarson hafi verið að hjálpa vini sínum Illuga Gunnarssyni út ur fjáhagserfiðleikum. Er sú skoðun trúverðug? Og ef hún er trúverðug breytir hún þá einhverju í raun um þá hagsmunaárekstra sem liggja fyrir í Orku Energy málinu?
FréttirIllugi Gunnarsson og Orka Energy
Hátterni Illuga brýtur gegn óstaðfestum siðareglum
Ríkisstjórnin hefur ekki staðfest siðareglur um störf ráðherra. Ef hún hefði gert það væri ljóst að Illugi Gunnarsson hefði brotið þær. Jón Ólafsson segir alvarlegt að Bjarni Benediktsson virðist ekki hafa áttað sig á því um hvað Orku Energy málið snýst.
FréttirIllugi Gunnarsson og Orka Energy
Yfirmaðurinn í sparisjóðnum, sem hjálpaði Illuga undan fjárnámi, var skipaður í stjórn RÚV
Eiríkur Finnur Greipsson, stjórnarmaður í Ríkisútvarpinu og vinur Illuga Gunnarssonar til margra ára, var aðstoðarsparisjóðsstjóri þegar Illugi og eiginkona hans fengu lán þar í tvígang. Seinna lánið var til að greiða upp fjárnám hjá Glitni í ársbyrjun 2008. Eiríkur Finnur vill ekki ræða lánveitingarnar. Illugi skipaði hann í stjórn RÚV.
FréttirIllugi Gunnarsson og Orka Energy
Illugi neitar að gefa upp hvort fyrirtæki hans fékk greiðslu frá Orku Energy
Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra segist hafa svarað öllu í Orku Energy málinu þrátt fyrir að hann hafi ekki svarað mörgum spurningum fjölmiðla um málið. Hann segist persónulega ekki hafa fengið greitt meira frá Orku Energy en vill ekki ræða 1,2 milljóna greiðsluna til eignarhaldsfélags síns.
FréttirIllugi Gunnarsson og Orka Energy
Illugi birtir skattframtal sem svarar ekki frétt Stundarinnar
Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra svarar frétt Stundarinnar um nýja greiðslu frá Orku Energy til einkahlutafélags hans með því að birta skattframtal sitt, en skattframtöl sýna ekki greiðslur til einkahlutafélaga.
FréttirIllugi Gunnarsson og Orka Energy
Fékk 1,2 milljónir frá Orku Energy 2012
OG Capital fékk greiðslu frá Orku Energy árið 2012. Illugi Gunnarsson hefur sagt að „megin hluti“ vinnu hans fyrir Orku Energy hafi farið fram árið 2011. Illugi hefur sagt að hann hafi ekkert unnið fyrir Orku Energy eftir að hann settist aftur á þing í október 2011. Illugi hefur jafnframt sagt að hann hafi ekki fengið frekari þóknanir frá Orku Energy en 5,6 milljóna launagreiðsluna sem verið hefur til umræðu síðustu daga.
FréttirIllugi Gunnarsson og Orka Energy
Spurningar sem Illugi hefur ekki svarað: Óútskýrðar greiðslur til fyrirtækis hans
Ráðgjafafyrirtæki Illuga Gunnarssonar var með 1.700 þúsund króna tekjur árið 2011 og greiddi út laun fyrir tæplega 1300 þúsund. Illugi hefur sagt að hann hafi bara fengið greitt persónulega frá Orku Energy, 5.6 milljónir króna. Inni í ráðgjafafyrirtækinu er auk þess rekstrarkostnaður upp á tæpa milljón.
FréttirIllugi Gunnarsson og Orka Energy
Sveinn Andri og Elliði takast á um Illuga
„Ekki vera lúði gæskur,“ segir Sveinn Andri Sveinsson lögmaður í rökræðum við Elliða Vignisson, bæjarstjóra í Vestmannaeyjum, um Illuga Gunnarsson og Orku Energy málið.
FréttirIllugi Gunnarsson og Orka Energy
Hvað gerði Illugi fyrir Orku Energy?
Fyrirtækið sem Illugi Gunnarsson vann hjá var stofnað í ágúst 2011. Illugi settist aftur á þing í október 2011. Í ágúst 2011 var Orka Energy að ganga frá kaupum á eignum Orkuveitu Reykavíkur og Geysis Green Energy í Kína. Illugi hefur sagt að hann hafi ekki fengið meira greitt frá Orku Energy.
FréttirIllugi Gunnarsson og Orka Energy
Illugi kom að viðskiptum „eins nánasta vinar“ síns í Kína í opinberri heimsókn
Illugi Gunnarsson vildi ekki svara fyrir vinatengsl sín og Hauks Harðarsonar í apríl. Nú hefur hann gefið upp að hann og Haukur eru góðir vinir.
FréttirIllugi Gunnarsson og Orka Energy
Illugi segist ætla að svara fyrirspurnum Stundarinnar í Fréttablaðinu
Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra segist í viðtali við Ríkisútvarpið ætla að svara ítrekuðum fyrirspurnum Stundarinnar í viðtali við Fréttablaðið sem birtist á morgun. Stundin hefur sent honum 15 fyrirspurnir vegna hagsmunatengsla hans við Orku Energy án þess að fá svar.
Lýsir andlegu ofbeldi fyrrverandi sem hótaði að dreifa nektarmyndum
Edda Pétursdóttir greinir frá andlegu ofbeldi í kjölfar sambandsslita þar sem hún sætti stöðugu áreiti frá fyrrverandi kærasta sínum. Á fyrsta árinu eftir sambandsslitin bárust henni fjölda tölvupósta og smáskilaboða frá manninum þar sem hann ýmist lofaði hana eða rakkaði niður, krafðist viðurkenningar á því að hún hefði ekki verið heiðarleg í sambandinu og hótaði að birta kynferðislegar myndir og myndbönd af henni ef hún færi ekki að vilja hans. Edda ræðir um reynslu sína í hlaðvarpsþættinum Eigin Konur í umsjón Eddu Falak og í samtali við Stundina. Hlaðvarpsþættirnir Eigin Konur verða framvegis birtir á vef Stundarinnar og lokaðir þættir verða opnir áskrifendum Stundarinnar.
2
Rannsókn
8
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
3
Fréttir
4
Óttaðist fyrrverandi kærasta í tæpan áratug
Edda Pétursdóttir segist í rúm níu ár hafa lifað við stöðugan ótta um að fyrrverandi kærasti hennar myndi láta verða af ítrekuðum hótunum um að dreifa kynferðislegum myndböndum af henni, sem hann hafi tekið upp án hennar vitundar meðan þau voru enn saman. Maðurinn sem hún segir að sé þekktur á Íslandi hafi auk þess áreitt hana með stöðugum tölvupóstsendingum og smáskilaboðum. Hún segir lögreglu hafa latt hana frá því að tilkynna málið.
4
Eigin Konur#75
1
Fylgdi móður sinni í einkaflugvél
Ragnheiður er aðeins 15 ára gömul en hún fór með mömmu sinni til Noregs með einkaflugvél að sækja bræður sína. Samfélagsmiðlar gera börnum kleift að tjá sig opinberlega og hefur Ragnheiður verið að segja sína sögu á miðlinum TikTok. Hún talar opinskátt um málið sitt eftir að barnavernd og sálfræðingur brugðust henni. Hvenær leyfum við rödd barna að heyrast? Í þessu viðtali segir Ragnheiður stuttlega frá því sem hún er nú þegar að tala um á TikTok og hver hennar upplifun á ferðalaginu til Noregs var.
5
Eigin Konur#82
Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
„Ég byrjaði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eftir skóla, því maður vissi aldrei hvar maður myndi vera næstu nótt,“ segir Guðrún Dís sem er 19 ára. Í viðtali við Eigin Konur segir hún frá upplifun sinni af því að alast upp hjá móður með áfengisvanda. Hún segir að lífið hafa breyst mjög til hins verra þegar hún var 12 ára því þá hafi mamma hennar byrjað að drekka. Þá hafi fjölskyldan misst heimilið og eftir það flakkað milli hjólhýsa og hótela. Guðrún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eftir að móðir hennar opinberaði sögu sína á YouTube. Guðrún Dís hefur lokað á öll samskipti við hana. Guðrún segir að þó mamma hennar glími við veikindi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagnrýnir starfsfólk barnaverndar fyrir að hafa ekki gripið inn í miklu fyrr. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
6
Viðtal
1
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
7
Viðtal
9
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
8
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
9
Eigin Konur#80
Helga Sif og Gabríela Bryndís
Helga Sif stígur nú fram í viðtali við Eigin konur eftir að barnsfaðir hennar birti gerðardóm í forsjárdeilu þeirra og nafngreindi hana og börnin á Facebook. Helga Sif og börnin hafa lýst andlegu og kynferðislegu ofbeldi föðurins og börnin segjast hrædd við hann. Sálfræðingar telja hann engu að síður hæfan fyrir dómi. Nú stendur til að færa 10 ára gamalt langveikt barn þeirra til föðurins með lögregluvaldi. Gabríela Bryndís er sálfræðingur og einn af stofnendum Lífs án ofbeldis og hefur verið Helgu til aðstoðar í málinu. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
10
Viðtal
6
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.