Flokkur

Hælisleitendur

Greinar

Ríkið greiddi aldrei fyrir málarekstur hælisleitenda í fyrra
Fréttir

Rík­ið greiddi aldrei fyr­ir mála­rekst­ur hæl­is­leit­enda í fyrra

Tutt­ugu hæl­is­leit­end­ur ósk­uðu eft­ir því að fá gjaf­sókn í fyrra og freista þess að fara með mál sín fyr­ir dóm­stóla. Þeim var öll­um synj­að. Ár­ið 2015 fengu sex hæl­is­leit­end­ur gjaf­sókn og nítj­án ár­ið 2014. Lög­menn sem tek­ið hafa að sér mál hæl­is­leit­enda segja að loki gjaf­sókn­ar­nefnd al­far­ið fyr­ir þann mögu­leika að rík­is­sjóð­ur greiði fyr­ir mál­sókn hæl­is­leit­enda hafi stjórn­vald far­ið of langt inn á svið dómsvalds­ins gagn­vart þess­um til­tekna minni­hluta­hópi. Slíkt brjóti í bága við stjórn­ar­skrá Ís­lands.
Hælisleitandi sendur til Noregs í skugga líflátshótana
Fréttir

Hæl­is­leit­andi send­ur til Nor­egs í skugga líf­láts­hót­ana

Kær­u­nefnd út­lend­inga­mála tók ekki til­lit til líf­láts­hót­ana, sem Murta­dha Ali Hussain bár­ust frá Nor­egi, áð­ur en hún tók ákvörð­un um að stað­festa úr­skurð Út­lend­inga­stofn­un­ar um að hann skyldi send­ur til baka til Nor­egs á grund­velli Dyfl­inn­ar­reglu­gerð­ar­inn­ar. Hann ótt­ast um líf sitt, bæði í Nor­egi og í Ír­ak.
Flúðu grimmilegar árásir talibana: Fá ekki vernd á Íslandi
ViðtalBörn í leit að alþjóðlegri vernd

Flúðu grimmi­leg­ar árás­ir talib­ana: Fá ekki vernd á Ís­landi

Sjö manna fjöl­skyldu frá Af­gan­ist­an verð­ur vís­að úr landi á grund­velli Dyfl­inn­ar­reglu­gerð­ar­inn­ar á næstu dög­um. Þeirra á með­al er stúlka sem var bar­in til óbóta af tali­bön­um þriggja ára göm­ul. Fjöl­skyld­an flúði of­sókn­ir og árás­ir talib­ana á síð­asta ári, en þeir réð­ust á fjöl­skyld­una þeg­ar fjöl­skyldufað­ir­inn, Mir Ahmad Ahma­di, neit­aði að ganga til liðs við þá. Mir missti tenn­ur í árás­inni og fimm ára son­ur hans hand­leggs­brotn­aði illa. Stúlk­an er í dag löm­uð öðr­um meg­in í and­lit­inu og á erfitt með að tjá sig, en hef­ur tek­ið ótrú­leg­um fram­förum eft­ir að hún kom til Ís­lands. Fjöl­skyld­unni hef­ur ver­ið gert að yf­ir­gefa eina land­ið þar sem þau hafa fund­ið til ör­ygg­is.

Mest lesið undanfarið ár