Upplausn Tékkóslóvakíu í byrjun árs 1993 er einn best heppnaði viðskilnaður stjórnmálasögunnar og hafa samskipti þjóðanna verið góð allar götur síðan. Svo vel tókst til að sumir spyrja sig jafnvel hvort ekki væri réttast að taka saman aftur. En hvað olli þessum sambandsslitum sem leiddu af sér tvö ný ríki náskyldra þjóða, Tékkland og Slóvakíu?
ÚttektÚkraínustríðið
Kjarnorkuvá og orkuskortur
Gamlar ógnir í nýrri mynd blasa við heimsbyggðinni. Vladimir Pútín hótar notkun kjarnorkuvopna og dregur í land á víxl. Ríkin við Persaflóa hjálpuðu Rússum að framkalla orkuskort.
Úttekt
Félag Björgólfs Thors í Lúxemborg stærst í nýja miðbænum í Þorlákshöfn
Félag í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar fjárfestis á verktakafyrirtækið sem stendur að nýjum miðbæ í Þorlákshöfn. Samkomulag við fyrirtæki Björgólfs Thors var keyrt í gegnum stjórnkerfið í Ölfusi af meirihluta Sjálfstæðisflokksins fyrir kosningarnar í vor og er skipulagsvinna nú í fullum gangi. Sveitarstjórnarmenn í minnihlutanum í Ölfusi eru gagnrýnir á meðferð málsins.
Úttekt
1
Þau selja okkur jólin
Bankareikningar margra stórra leikenda í íslensku viðskiptalífi munu gildna um komandi jól við matarinnkaup Íslendinga. Sé mjög hefðbundinn jólamatur á borðum er nær ómögulegt að komast hjá því að versla við ákveðin fyrirtæki á borð við KS, MS, Ölgerðina og Gæðabakstur auk Emmessíss eða Kjöríss.
Úttekt
3
Hvað varð um þingmennina?
Eftir síðustu alþingiskosningar viku 25 þingmenn af þingi. Nú, rúmu ári seinna, er allur gangur á hvað þetta fólk er að gera. Sumir eru atvinnulausir eða glíma við kulnun á meðan öðrum hafa verið falin margvísleg verkefni af fyrrverandi kollegum sínum á þingi.
ÚttektSigtún, Selfoss og nýi miðbærinn
3
Svona eignast útgerðarmaður bæ
Nýr miðbær hefur risið á Selfossi á síðustu árum og stendur til að stækka hann enn frekar. Á bak við framkvæmdirnar eru Leó Árnason athafnamaður og Kristján Vilhelmsson, stofnandi Samherja. Umsvif þeirra á Selfossi eru mun meiri og snúa meðal annars að áformum um byggingu 650 íbúða í bænum. Bæjarfulltrúi minnihlutans, Arna Ír Gunnarsdóttir, segir erfitt fyrir sveitarfélagið að etja kappi við fjársterka aðila og lýðræðishallinn sé mikill.
GreiningLeigufélagið Alma
3
Yfirlýsingar Ölmu leigufélags standast ekki: Hafa hækkað leiguna hjá fólki um 20 til 30 prósent allt þetta ár
Alma leigufélag hefur hækkað leiguna hjá viðskiptavinum sínum um 20 til 30 prósent í mörgum tilfellum í ár. Þetta er allt að tíu sinnum meira en fyrirtækið þyrfti að gera miðað við kostnaðarhækkanir sínar. Fyrirtækið hefur hins vegar sagt að tilfelli Brynju Bjarnadóttur sé ekki lýsandi fyrir stefnu fyrirtækisins. Gögn sem Stundin hefur séð segja hins vegar allt aðra sögu.
Úttekt
Grunur um að Íslendingar hafi verið fórnarlömb mansals á Sri Lanka
Kona sem stýrði mansalshring á Sri Lanka sá um að finna börn fyrir samtökin Íslenska ættleiðingu á níunda áratugnum. Hollenskur tengiliður samtakanna kom á sambandi við konuna en fyrirtæki hans er sagt hafa tekið þátt í mansali á börnum. „Ég fékk hroll þegar fréttir af þessu bárust á dögunum og ég næ honum ekki úr mér.“ segir Engilbert Valgarðsson sem var formaður Íslenskrar ættleiðingar á þessum tíma.
Greining
1
Samstarf VG og Sjálfstæðisflokks: Það sem er gott og slæmt við að „éta skít“
Bæði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segja ríkisstjórnarsamstarfið hafa gengið vel en að bæði VG og Sjálfstæðisflokkurinn hafi þurft að gera nauðsynlegar „málamiðlanir“ í pólitísku samstarfi. Þau telja líka bæði að flokkarnir hafi náð sínu fram í samstarfinu. Munurinn á flokkunum tveimur er hins vegar meðal annars sá að VG hefur misst mikið fylgi í kosningum og stuðning í skoðanakönnunum á meðan Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki gert það.
GreiningÁ vettvangi í Úkraínu
Fjórar sviðsmyndir um endalok Úkraínustríðs
Fáir ef nokkrir sáu fyrir þá stöðu sem nú er uppi, níu mánuðum eftir innrás Rússa í Úkraínu. Hvort heldur sem var, vanmat á úkraínska hernum, eða ofmat á þeim rússneska, er erfitt að segja til um. En er einhver von til þess að hömungunum linni? Og þá hvernig? Valur Gunnarsson rýnir í fjórar mögulegar leiðir til að enda stríð.
Greining
2
Olíufyrirtæki sækja í sig veðrið á loftslagsráðstefnum
Aldrei hafa fleiri fulltrúar olíufyrirtækja sótt loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna en nú. Vildarkjör á flug, drykkir í flöskum frá risafyrirtækjunum Coca Cola og Nestlé, sem skilja einna mest eftir sig af plastmengun, var selt á ráðstefnunni. Mörgu virðist ábótavant á ráðstefnu sem ætti að vera til fyrirmyndar í umhverfismálum segir vísindafólk.
ÚttektSamherjaskjölin í 1001 nótt
2
Kaupa fólk utan fjölskyldunnar út í milljarða viðskiptum
Samherjafjölskyldan hefur á undanförnum mánuðum keypt eignarhluti minni hluthafa í útgerðinni og á að heita má tíunda hvern fisk í landhelginni. Börn Þorsteins Más Baldvinssonar og Kristjáns Vilhelmssonar fara nú nær ein með eignarhluti í félaginu fyrir utan litla hluti þeirra tveggja. Milljarða viðskipti hafa svo átt sér stað á milli fjölskyldufyrirtækjanna í flóknu neti útgerðarinnar.
GreiningSamherjaskjölin í 1001 nótt
1
Afleiðingar Samherjamálsins: 19 sakborningar og allt hitt
Samherjamálið í Namibíu hefur haft víðtækar afleiðingar í Namibíu, á Íslandi , í Noregi og víðar síðastliðin ár. Um er að ræða stærsta spillingarmál sem hefur komið upp í Namibíu og Íslandi og eru samtals 19 einstaklingar með réttarstöðu sakbornings. Svo eru allar hinar afleiðingarnar af málinu.
Úttekt
Væntingar um kolefnisjöfnun seld sem skyndilausn
Kolefnisjöfnun sem seld er neytendum og fyrirtækjum og sögð virka samstundis, gerir það alls ekki. Votlendissjóður tekur sér átta ár að uppfylla loforðið en Kolviður hálfa öld. Þessum staðreyndum er þó lítið flaggað og gerir fullyrðingar um að þegar hafi hundruð þúsund tonna af kolefni verið bundið í besta falli hæpnar.
ÚttektHúsnæðismál
Hvernig húsnæðislán velja þingmenn?: Óverðtryggð lán mest áberandi
Þeir þingmenn sem útskýra óverðtryggð lán sín segjast hafa tekið þau vegna þess að þeir ráði vel við sveiflur í greiðslubyrði vegna vaxtahækkana. 34 af 47 þingmönnum sem Stundin skoðaði eru með einhver óverðtryggð lán útistandandi. Einungis 10 þingmenn af 63 svöruðu spurningum Stundarinnar um húsnæðislán sín og þar af einungis einn úr ríkisstjórnarflokkunum, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Upplýsingar um húsnæðislán annarra þingmanna eru sótt í veðbókavottorð fasteigna sem þeir búa í.
Úttekt
Hjálpaði Ölmu af götunni: „Hún var alls staðar óvelkomin“
Elías Guðmundsson, framkvæmdastjóri meðferðarheimilisins í Krýsuvík, tók á móti Ölmu Lind Smáradóttur þegar hún var barnshafandi á götunni. Hann segist hafa orðið vitni að fordómum og dómhörku gagnvart henni. Kerfið hafi verið helsta fyrirstaða hennar í bataferlinu.
Lýsir andlegu ofbeldi fyrrverandi sem hótaði að dreifa nektarmyndum
Edda Pétursdóttir greinir frá andlegu ofbeldi í kjölfar sambandsslita þar sem hún sætti stöðugu áreiti frá fyrrverandi kærasta sínum. Á fyrsta árinu eftir sambandsslitin bárust henni fjölda tölvupósta og smáskilaboða frá manninum þar sem hann ýmist lofaði hana eða rakkaði niður, krafðist viðurkenningar á því að hún hefði ekki verið heiðarleg í sambandinu og hótaði að birta kynferðislegar myndir og myndbönd af henni ef hún færi ekki að vilja hans. Edda ræðir um reynslu sína í hlaðvarpsþættinum Eigin Konur í umsjón Eddu Falak og í samtali við Stundina. Hlaðvarpsþættirnir Eigin Konur verða framvegis birtir á vef Stundarinnar og lokaðir þættir verða opnir áskrifendum Stundarinnar.
2
Rannsókn
7
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
3
Fréttir
4
Óttaðist fyrrverandi kærasta í tæpan áratug
Edda Pétursdóttir segist í rúm níu ár hafa lifað við stöðugan ótta um að fyrrverandi kærasti hennar myndi láta verða af ítrekuðum hótunum um að dreifa kynferðislegum myndböndum af henni, sem hann hafi tekið upp án hennar vitundar meðan þau voru enn saman. Maðurinn sem hún segir að sé þekktur á Íslandi hafi auk þess áreitt hana með stöðugum tölvupóstsendingum og smáskilaboðum. Hún segir lögreglu hafa latt hana frá því að tilkynna málið.
4
Eigin Konur#75
1
Fylgdi móður sinni í einkaflugvél
Ragnheiður er aðeins 15 ára gömul en hún fór með mömmu sinni til Noregs með einkaflugvél að sækja bræður sína. Samfélagsmiðlar gera börnum kleift að tjá sig opinberlega og hefur Ragnheiður verið að segja sína sögu á miðlinum TikTok. Hún talar opinskátt um málið sitt eftir að barnavernd og sálfræðingur brugðust henni. Hvenær leyfum við rödd barna að heyrast? Í þessu viðtali segir Ragnheiður stuttlega frá því sem hún er nú þegar að tala um á TikTok og hver hennar upplifun á ferðalaginu til Noregs var.
5
Eigin Konur#82
Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
„Ég byrjaði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eftir skóla, því maður vissi aldrei hvar maður myndi vera næstu nótt,“ segir Guðrún Dís sem er 19 ára. Í viðtali við Eigin Konur segir hún frá upplifun sinni af því að alast upp hjá móður með áfengisvanda. Hún segir að lífið hafa breyst mjög til hins verra þegar hún var 12 ára því þá hafi mamma hennar byrjað að drekka. Þá hafi fjölskyldan misst heimilið og eftir það flakkað milli hjólhýsa og hótela. Guðrún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eftir að móðir hennar opinberaði sögu sína á YouTube. Guðrún Dís hefur lokað á öll samskipti við hana. Guðrún segir að þó mamma hennar glími við veikindi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagnrýnir starfsfólk barnaverndar fyrir að hafa ekki gripið inn í miklu fyrr. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
6
Viðtal
1
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
7
Viðtal
9
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
8
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
9
Eigin Konur#80
Helga Sif og Gabríela Bryndís
Helga Sif stígur nú fram í viðtali við Eigin konur eftir að barnsfaðir hennar birti gerðardóm í forsjárdeilu þeirra og nafngreindi hana og börnin á Facebook. Helga Sif og börnin hafa lýst andlegu og kynferðislegu ofbeldi föðurins og börnin segjast hrædd við hann. Sálfræðingar telja hann engu að síður hæfan fyrir dómi. Nú stendur til að færa 10 ára gamalt langveikt barn þeirra til föðurins með lögregluvaldi. Gabríela Bryndís er sálfræðingur og einn af stofnendum Lífs án ofbeldis og hefur verið Helgu til aðstoðar í málinu. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
10
Fréttir
5
Kári svarar færslu Eddu um vændiskaupanda: „Ekki verið að tala um mig“
Kári Stefánsson segist ekki vera maðurinn sem Edda Falak vísar til sem vændiskaupanda, en segist vera með tárum yfir því hvernig komið sé fyrir SÁÁ. Hann hafi ákveðið að hætta í stjórn samtakanna vegna aðdróttana í sinn garð. Edda segist hafa svarað SÁÁ í hálfkæringi, enda skuldi hún engum svör.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.