Ljóst er af þeim niðurstöðum hæfnisnefndar um verðandi landsdómara, sem Kjarninn hefur birt, að Sigríður Andersen hefur farið ansi langt frá viðmiðunum hæfnisnendarinnar.
Ljóst má líka vera - til dæmis af þessu viðtali Ríkisútvarpsins við Björgu Thorarensen - að rökstuðningur sá sem Sigríður hefur birt til stuðnings vali sínu, þykir alls ekki fullnægjandi.
Og í þriðja lagi má einnig vera ljóst - sjá þetta viðtal við formann Lögmannafélagsins - að framferði Sigríðar grefur undan trausti á hinn nýja dómstól. Og hefði það nú aldeilis ekki átt að vera hlutverk dómsmálaráðherra í málinu.
Niðurstaðan af þessu öll getur aðeins verið ein:
Þeir þingmenn, sem greiða niðurstöðu Sigríðar Andersen, gera það aðeins vegna þess að RÁÐHERRA VILL hafa þetta svona.
Ég vona að þingmenn - jafnvel tryggðatröll ríkisstjórnarflokkanna - séu komnir yfir það að ganga gegn því sem þeir vita réttast af því að RÁÐHERRA VILL.
Athugasemdir