Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra heldur því fram að við Reykvíkingar (hann er reyndar búsettur í Garðabæ með lögheimili á eyðibýli í Norður-Múlasýslu) eigum að byggja miðborg okkar þannig að hún henti vel á póstkort.
Það er út af fyrir sig mjög athyglisvert sjónarmið.
Á vefsíðu „Galgopa“ fann ég póstkort frá Reykjavík, einmitt frá þeim tíma sem mann grunar að Sigmundur Davíð hugsi mjög til sem hins ídeala í þessum efnum.
Það er sem sagt frá 1926, og birtist hér að ofan.
Nema hvað textinn aftan á kortinu dregur svolítið úr gleðinni. Því þar stendur:
„Kæra Magga mín.
Mundir þú vilja eiga svona ljótt póstkort eins og þetta?
Þín vinkona, Lolla.“
Athugasemdir