Nú þegar EM í Frakklandi fer alveg að hefjast, þá er ljóst að Ísland er auðvitað í hópi þeirra minni máttar á mótinu. Af 24 þjóðum er Ísland númer 22 á stigalista fótboltasamfbandsins FIFA (aðeins Svíþjóð og Albanía eru neðar) og tveir af andstæðingum Íslands í riðlakeppninni eru inni á topp tíu – Portúgal í 4ða sæti og Austurríki í 5ta. (Ungverjaland er líka hátt á lista, eða í 13da sæti.)
En haldi nú einhver að Ísland sé með „ódýrasta liðið“ þá er það líklega ekki rétt. Þá er átt við hvað fengist fyrir leikmenn liðsins á hinum frjálsa markaði fótboltamanna.
Fótboltavefsíðan Goal.com reiknaði út hvað leikmenn allra liðanna gætu kostað og þótt slíkir útreikningar séu auðvitað bara til gamans, þá kemur í ljós að vefsíðan áætlar að Ísland sé í 21sta sæti, liðið myndi samanlagt kosta 41,6 milljónir evra.
Fyrir þann pening mætti kannski kaupa einn og hálfan til tvo leikmenn í dýrasta liðinu.
Listinn lítur svona út, og það er talið niður:
24. Ungverjaland € 27,3 milljónir
23. Norður-Írland € 35,9 milljónir
22. Albanía € 40,9 milljónir
21. Ísland € 41,6 milljónir
Hér koma svo liðin í 20.-10. sæti. Í 15. sæti er annar keppinautur okkar liðs, Austurríki. Ætla má að David Alaba leikmaður Bayern sé metinn á hátt í helming þeirrar upphæðar sem Goal.com telur unnt að fá fyrir austurríska liðið.
20. Rúmenía € 56,0 milljónir
19. Tékkland € 64,5 milljónir
18. Svíþjóð € 86,9 milljónir
17. Írland € 89,3 milljónir
16. Slóvakía € 91,1 milljón
15. Austurríki € 128,4 milljónir
14. Úkraína € 128,7 milljónir
13. Rússland € 133,5 milljónir
12. Wales € 168,8 milljónir
11. Sviss € 172,5 milljónir
Og þá eru það tíu dýrustu landsliðin. Reyndar skera fimm þau efstu sig nokkuð úr og þau tvö sem allra efst eru hafa sérstöðu.
10. Pólland € 175,3 milljónir
9. Tyrkland € 186,1 milljón
8. Ítalía € 272,0 milljónir
7. Króatía € 262,3 milljónir
6. Portúgal € 321,7 milljónir
5. England € 446,0 milljónir
4. Frakkland € 455,0 milljónir
3. Belgía € 460,8 milljónir
2. Spánn € 557,5 milljónir
Og á toppnum trónir að sjálfsögðu:
1. Þýskaland € 562,0 milljónir
Athugasemdir