Áður en lengra er haldið:
Ég þekki í sjálfu sér ekkert til þeirra umsækjenda um dómarastöður hjá Landsdómi sem nú eru í sviðsljósinu, og hef enga sjálfstæða skoðun á því hvort dómnefndin hafi endilega metið hæfni þeirra hárrétt eða ekki.
Hitt veit ég að nefndin var skipuð sérfræðingum í réttarfari og dómskerfi, hún fór eftir fyrirframgefnum forsendum, lagði mikla vinnu í verk sitt og rökstuddi niðurstöðuna gaumgæfilega.
Eigum við samt enn og aftur að þola þá tíma þegar fávís en hrokafullur ráðherra hendir rökstuddu sérfræðiáliti út af borði, birtist drýgindalegur í fjölmiðlum, og segir:
„Já, þetta er nú allt gott og blessað, en sko, MÉR finnst, og það er nú MITT mat, og niðurstaða MÍN er sem sé þessi ...“
Eigum við að fara aftur þangað?
Fúsk, ja, Björt framtíð? Léleg stjórnsýsla, ha, Viðreisn?
Athugasemdir