Þórður Snær Júlíusson

Einn stofnenda Heimildarinnar og fyrrverandi ritstjóri.
Arion banki gagnrýnir fyrirhugaða sölu á Íslandsbanka fyrir of mikið gagnsæi
Fréttir

Ari­on banki gagn­rýn­ir fyr­ir­hug­aða sölu á Ís­lands­banka fyr­ir of mik­ið gagn­sæi

Einn af þrem­ur stærstu bönk­um lands­ins gagn­rýn­ir að­ferð­ina sem beita á við sölu á Ís­lands­banka. Hann vill að sölu­þókn­an­ir til þeirra sem taka söl­una að sér verði hærri, að færri verði gert kleift að selja hlut­ina og að ráð­inn verði sér­stak­ur um­sjón­ar­að­ili. Fyr­ir­komu­lag­ið eins og það sé nú áætl­að fari gegn „við­tekn­um venj­um á fjár­mála­mark­aði og get­ur að óbreyttu leitt til þess að lægra verð fá­ist fyr­ir hlut rík­is­ins en ella.“
Tuttugu forstjórastólar kostuðu tvo milljarða í fyrra
Greining

Tutt­ugu for­stjóra­stól­ar kost­uðu tvo millj­arða í fyrra

Laun for­stjóra stórra fyr­ir­tækja á Ís­landi eru marg­falt hærri en laun flestra annarra á Ís­landi. Það er rök­stutt með því að störf­un­um fylgi mik­il ábyrgð og það eigi að end­ur­spegl­ast í góð­um launa­kjör­um. Þrátt fyr­ir að virði margra fé­laga í Kaup­höll hafi lækk­að á síð­ustu tveim­ur ár­um hafa laun for­stjóra hald­ið áfram að hækka og nýj­ar leið­ir til að bæta við þau hafa fall­ið til. Auk grunn­launa og greiðslna í líf­eyr­is­sjóð geta þau ver­ið sam­an­sett úr ár­ang­ur­s­tengd­um greiðsl­um, kaupauk­um, kauprétt­um og jafn­vel „keypt­um starfs­rétt­ind­um“. Þá kost­uðu gulln­ar fall­hlíf­ar fyr­ir brottrekna for­stjóra skráð fé­lög í Kaup­höll mörg hundruð millj­ón­ir króna á síð­asta ári.
Orkuveitan ætlar kannski að greiða eigendum sínum sex milljarða í arð
Greining

Orku­veit­an ætl­ar kannski að greiða eig­end­um sín­um sex millj­arða í arð

Ef Orku­veit­unni tekst að finna kaup­end­ur að nýju hluta­fé í Ljós­leið­ar­an­um og Car­bfix þá ætl­ar hún að greiða eig­end­um sín­um sex millj­arða króna í arð. Stærst­ur hluti fer til stærsta eig­and­ans, Reykja­vík­ur­borg­ar. Ef það tekst ekki mun arð­greiðsl­an lækka um tvo millj­arða króna og Orku­veit­an auka hluta­fé sitt í Ljós­leið­ar­an­um.
Það sem Vinstri græn ætla að gera til að falla ekki af þingi
Greining

Það sem Vinstri græn ætla að gera til að falla ekki af þingi

Sama dag og Vinstri græn héldu flokks­ráðs­fund birt­ist könn­un sem sýndi að flokk­ur­inn myndi falla af þingi. Á fund­in­um voru sam­þykkt­ar álykt­an­ir þar sem ýms­ir mála­flokk­ar, stýrt af sam­starfs­flokk­um Vinstri grænna í rík­is­stjórn, voru harð­lega gagn­rýnd­ir, stuðn­ingi lýst við fram­göngu Svandís­ar Svavars­dótt­ur og göm­ul stefnu­mál sett aft­ur á odd­inn.
VÍS borgaði 2,7 milljarða króna yfirverð fyrir Fossa vegna vörumerkis og viðskiptavildar
GreiningSameining VÍS og Fossa

VÍS borg­aði 2,7 millj­arða króna yf­ir­verð fyr­ir Fossa vegna vörumerk­is og við­skipta­vild­ar

Eitt af stóru trygg­inga­fé­lög­um lands­ins, VÍS, keypti fjár­fest­inga­bank­ann Fossa í fyrra fyr­ir alls 4,7 millj­arða króna í fyrra. End­an­lega verð­ið var nokk­uð frá því sem áð­ur hafði ver­ið í um­ræð­unni og í nýbirt­um árs­reikn­ingi kem­ur fram að stærsti hluti kaup­verðs­ins hafi ver­ið svo­kall­að yf­ir­verð. Verð sem greitt var fyr­ir eitt­hvað ann­að en virði eigna Fossa. Í þessu til­felli vörumerki og við­skipta­vild.
Sema segir engar mútur hafa verið greiddar – Ráðamenn reyni að sverta mannorð sjálfboðaliða
FréttirFöst á Gaza

Sema seg­ir eng­ar mút­ur hafa ver­ið greidd­ar – Ráða­menn reyni að sverta mann­orð sjálf­boða­liða

Stofn­andi og for­seti Solar­is, sem hef­ur unn­ið að því að koma dval­ar­leyf­is­höf­um frá Gaza til Ís­lands, seg­ir það „gjör­sam­lega sturl­að“ að fylgj­ast með ráð­herr­um í rík­is­stjórn Ís­lands, stofn­un­um og þing­fólki sem ýji ít­rek­að að því að hún og aðr­ir sjálf­boða­lið­ar séu að brjóta af sér „og jafn­vel fremja lög­brot í við­leitni okk­ar til að koma fólki und­an þjóð­ern­is­hreins­un­um.“

Mest lesið undanfarið ár