Þórður Snær Júlíusson

Einn stofnenda Heimildarinnar og fyrrverandi ritstjóri.
Segir launakjör forstjóra „úr takti við það sem eðlilegt getur talist í íslensku samfélagi“
Viðskipti

Seg­ir launa­kjör for­stjóra „úr takti við það sem eðli­legt get­ur tal­ist í ís­lensku sam­fé­lagi“

Fram­kvæmda­stjóri Gild­is seg­ir líf­eyr­is­sjóð­inn oft­ast vera eina fjár­fest­inn á mark­aði sem mót­mæl­ir starfs­kjara­stefn­um skráðra fyr­ir­tækja. Reynsl­an hagi sýnt að sí­fellt sé ver­ið að bæta við kaupauk­um í ýmsu formi til stjórn­enda án þess að það komi nið­ur á há­um föst­um laun­um.
Segir Elon Musk hafa hlegið að sér og spyr hvort hann muni ekki borga samkvæmt samningi
Skýring

Seg­ir Elon Musk hafa hleg­ið að sér og spyr hvort hann muni ekki borga sam­kvæmt samn­ingi

Har­ald­ur Þor­leifs­son seldi fyr­ir­tæk­ið sitt til Twitter fyr­ir rúm­um tveim­ur ár­um. Hann fór fram á að fá greitt sem launa­tekj­ur og greiða af þeim skatta á Ís­landi. Fyr­ir vik­ið var hann næst launa­hæsti Ís­lend­ing­ur­inn í fyrra. Hon­um hef­ur nú ver­ið sagt upp hjá Twitter og velt­ir fyr­ir sér hvort Elon Musk, einn rík­asti mað­ur í heimi, muni reyna að kom­ast und­an því að borga hon­um það sem eft­ir stend­ur af samn­ingi hans.
Samfylkingin ætlar að leiða ríkisstjórn en ekki stjórna með „hneykslun eða óánægju að leiðarljósi“
Fréttir

Sam­fylk­ing­in ætl­ar að leiða rík­is­stjórn en ekki stjórna með „hneyksl­un eða óánægju að leið­ar­ljósi“

Formað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar gagn­rýndi sitj­andi rík­is­stjórn harka­lega í ræðu sinni á flokks­stjórn­ar­fundi í dag. Tími væri kom­inn á breyt­ing­ar eft­ir „óslit­inn ára­tug með Sjálf­stæð­is­flokk­inn við völd, og rík­is­stjórn sem er bú­in að gef­ast upp á öllu“. Hún sagði for­sæt­is­ráð­herra „bara fylgj­ast með á með­an fjár­mála­ráð­herra slær á putt­ana hjá öll­um hinum“.
Ríkisendurskoðun telur að birting greinargerðar um Lindarhvol kunni að vega að sjálfstæði embættisins
Fréttir

Rík­is­end­ur­skoð­un tel­ur að birt­ing grein­ar­gerð­ar um Lind­ar­hvol kunni að vega að sjálf­stæði embætt­is­ins

Rík­is­end­ur­skoð­un leggst mjög hart gegn því að grein­ar­gerð fyrr­ver­andi rík­is­end­ur­skoð­anda um Lind­ar­hvol, fé­lags sem stofn­að var til að fara með mörg hundruð millj­arða króna eign­ir sem féllu rík­inu í skaut vegna stöð­ug­leika­samn­inga við kröfu­hafa föllnu bank­anna.
Töpuðu 70 milljörðum en borguðu forstjóranum 300 milljónir í laun og starfslokakostnað
Greining

Töp­uðu 70 millj­örð­um en borg­uðu for­stjór­an­um 300 millj­ón­ir í laun og starfs­loka­kostn­að

Al­votech tap­aði næst­um 70 millj­örð­um króna í fyrra og átti laust fé upp á 9,5 millj­arða króna um síð­ustu ára­mót. Ís­lensk­ir fjár­fest­ar, með­al ann­ars líf­eyr­is­sjóð­ir, keyptu í fé­lag­inu fyrr á þessu ári. Stjórn­un­ar­kostn­að­ur Al­votech á ár­inu 2022 var 25,3 millj­arð­ar króna í fyrra en tekj­ur fé­lags­ins voru 11,5 millj­arð­ar króna. Þær dugðu því fyr­ir tæp­lega helm­ingn­um af stjórn­un­ar­kostn­að­in­um. Ró­bert Wessman fékk 100 millj­ón­ir króna í laun sem stjórn­ar­formað­ur.
„Tvímælalaust“ skoðað að færa stoppistöð Strætó nær Leifsstöð
Fréttir

„Tví­mæla­laust“ skoð­að að færa stoppi­stöð Strætó nær Leifs­stöð

Það kost­ar næst­um tvisvar sinn­um meira að taka flugrútu en Strætó frá Kefla­vík­ur­flug­velli til höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Inn­viða­ráð­herra seg­ir að horft verði til þess að bæta al­menn­ings­sam­göng­ur til flug­stöðv­ar­inn­ar fyr­ir kom­andi sum­ar. Á með­al þess sem verð­ur skoð­að er að færa stoppi­stöð Strætó nær flug­stöð­inni.
Meðallaun 15 forstjóra í Kauphöll voru 7,1 milljón króna í fyrra
Úttekt

Með­al­laun 15 for­stjóra í Kaup­höll voru 7,1 millj­ón króna í fyrra

Há laun, um­fangs­mik­il mót­fram­lög í líf­eyr­is­sjóði, kaupauk­ar og kauprétt­ir eru allt hluti af veru­leika for­stjóra ís­lenskra stór­fyr­ir­tækja. Sá sem fékk mest á mán­uði í fyrra var með næst­um 19 millj­ón­ir króna að með­al­tali á mán­uði. Með­al­laun 15 for­stjóra í skráð­um fyr­ir­tækj­um hækk­uðu um 22 pró­sent milli ára og hafa hækk­að um rúm­lega þriðj­ung á tveim­ur ár­um.
Umboðsmaður Alþingis sendi forsætisráðherra bréf vegna rafbyssumálsins
Fréttir

Um­boðs­mað­ur Al­þing­is sendi for­sæt­is­ráð­herra bréf vegna raf­byssu­máls­ins

Um­boðs­mað­ur vill að for­sæt­is­ráð­herra taki af­stöðu til þess hvort ákvörð­un Jóns Gunn­ars­son­ar um að heim­ila lög­reglu al­mennt að bera og nota raf­byss­ur hafi fal­ið í sér „mik­il­væga stefnu­mörk­un eða áherslu­breyt­ingu“ og hafi þar af leið­andi átt að ræða á rík­is­stjórn­ar­fundi áð­ur en regl­un­um var hrint í fram­kvæmd.
Las um ákvörðun Jóns um að heimila lögreglu að nota rafbyssur í Morgunblaðinu
Fréttir

Las um ákvörð­un Jóns um að heim­ila lög­reglu að nota raf­byss­ur í Morg­un­blað­inu

Katrín Jak­obs­dótt­ir fór fram á það við Jón Gunn­ars­son að hann myndi gera grein fyr­ir ákvöðr­un sinni um að heim­ila lög­regl­unni að nota raf­byss­ur í rík­is­stjórn, eft­ir að hún las um ákvörð­un­ina í að­sendri grein sem hann skrif­aði. Það var gert tveim­ur vik­um síð­ar af öðr­um ráð­herra á fundi sem Jón mætti ekki á. Svandís Svavars­dótt­ir lét bóka and­stöðu sína við mál­ið.
Vaxtakostnaður ríkissjóðs Íslands einn sá hæsti í Evrópu
Greining

Vaxta­kostn­að­ur rík­is­sjóðs Ís­lands einn sá hæsti í Evr­ópu

Ís­lenska rík­ið hef­ur safn­að um­tals­verð­um skuld­um á síð­ustu ár­um, enda ver­ið rek­ið í mörg hundruð millj­arða króna halla. Í ár er reikn­að með að vaxta­gjöld verði næst­um 95 millj­arð­ar króna. Ís­land er á pari við Ítal­íu, sem er ekki þekkt fyr­ir burð­ug op­in­ber fjár­mál, þeg­ar kem­ur að vaxta­kostn­aði sem hlut­fall af lands­fram­leiðslu.
Vextir aldrei verið hærri, greiðslubyrði hefur stökkbreyst og staða heimila versnar hratt
Greining

Vext­ir aldrei ver­ið hærri, greiðslu­byrði hef­ur stökk­breyst og staða heim­ila versn­ar hratt

All­ir helstu lán­veit­end­ur hafa hækk­að óver­tryggða vexti sína í kjöl­far nýj­ustu stýri­vaxt­ar­hækk­un Seðla­banka Ís­lands. Greiðslu­byrði slíkra lána hef­ur hækk­að um 42 pró­sent frá því í maí í fyrra. Á sama tíma hef­ur hlut­fall þeirra heim­ila sem ná ekki end­um sam­an far­ið úr tíu í 18 pró­sent.
Samtök atvinnulífsins láta kjósa um verkbann á um 20 þúsund félagsmenn Eflingar
Fréttir

Sam­tök at­vinnu­lífs­ins láta kjósa um verk­bann á um 20 þús­und fé­lags­menn Efl­ing­ar

At­kvæða­greiðsla um verk­bann á fé­lags­menn Efl­ing­ar hefst í dag og lýk­ur á há­degi á morg­un. Verk­föll Efl­ing­ar eru haf­in að nýju og fleiri hóp­ar inn­an fé­lags­ins ljúka at­kvæða­greiðslu um slík í dag. Við­bú­ið er að áhrif kjara­deil­unn­ar á sam­fé­lag­ið verði gríð­ar­leg á næstu dög­um og vik­um semj­ist ekki.

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu