Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Segir Elon Musk hafa hlegið að sér og spyr hvort hann muni ekki borga samkvæmt samningi

Har­ald­ur Þor­leifs­son seldi fyr­ir­tæk­ið sitt til Twitter fyr­ir rúm­um tveim­ur ár­um. Hann fór fram á að fá greitt sem launa­tekj­ur og greiða af þeim skatta á Ís­landi. Fyr­ir vik­ið var hann næst launa­hæsti Ís­lend­ing­ur­inn í fyrra. Hon­um hef­ur nú ver­ið sagt upp hjá Twitter og velt­ir fyr­ir sér hvort Elon Musk, einn rík­asti mað­ur í heimi, muni reyna að kom­ast und­an því að borga hon­um það sem eft­ir stend­ur af samn­ingi hans.

Segir Elon Musk hafa hlegið að sér og spyr hvort hann muni ekki borga samkvæmt samningi

Haraldur Þorleifsson hefur fengið það staðfest að hann starfi ekki lengur hjá Twitter. Hann fékk það staðfest níu dögum eftir að lokað var fyrir aðgang hans að tölvupósti og skjáborði í tölvu sinni. 

Haraldur fékk loks staðfestingu á þessu eftir að hafa merkt Elon Musk, stærsta eiganda samfélagsmiðlafyrirtækisins, í færslu á honum og kallað eftir svörum. Hann segir að Musk hafi hlegið að sér þegar þeir loks náðu saman. Næstu skref, að sögn Haraldar, eru að komast að því hvort Twitter muni borga honum það sem eftir stendur af samningi hans við fyrirtækið. „Eða mun @elonmusk, einn ríkasti maður í heimi, reyna að komast undan því að greiða? Fylgist með!!“

Fékk ekki svör og ákvað að merkja Musk í færslu

Í lok febrúar var greint frá því í The New York Times  að Haraldi hefði verið sagt upp störfum hjá Twitter ásamt 200 öðrum starfsmönnum  fyrirtækisins. Uppsagnahrinan var sú nýjasta af mörgum, en alls hefur starfsmönnum Twitter verið fækkað úr um 7.500 í um tvö þúsund síðan að Elon Musk keypti fyrirtækið. 

Í frásögn The New York Times kom fram að þeim sem sagt var upp hefðu komist að því að þau væru ekki lengur með starf þegar þau komust ekki lengur inn í tölvupóstinn sinn og hafði ekki aðgang að skjáborðinu í tölvunni sinni.

Haraldur tjáði sig lítið um málið framan af en gaf í skyn að hann væri hættur og birti mynd í byrjun mánaðar á Twitter þar sem hann sagðist klæddur fyrir atvinnuleit. Haraldur tiltók nokkrum dögum síðar að hann þyrfti að undirstrika, að beiðni lögmanna sinna, að um grín hefði verið að ræða. 

Í gær sendi Haraldur svo skilaboð beint á Elon Musk í gegnum Twitter. Þar sagði hann að mannauðsstjóri Twitter hafi ekki getað staðfest við sig hvort hann væri enn í vinnu eða ekki og að Musk hefði ekki svarað tölvupóstum frá sér með sömu spurningu. „Ef nægilega margir retweeta þá svararðu mér kannski hér,“ skrifaði Haraldur á ensku. 

Musk hló að honum

Í nótt greindi Haraldur frá því á Twitter að Musk hafi svarað honum, svona nokkurn veginn. Hann hefði spurt Harald að því að hverju hann hefði verið að vinna hjá Twitter og þegar Haraldur hafi svarað honum hafi Musk hlegið. „Til að gæta allrar sanngirni þá skil ég það. Ég get verið nokkuð fyndinn,“ skrifaði Haraldur. 

Í kjölfarið hafi mannauðsstjóri Twitter sent Haraldi tölvupóst og sagt honum að hann væri ekki lengur með vinnu. Í færslu Haraldar segir hann frá því að sami mannauðsstjóri hafi tvívegis áður ekki getað svarað því hvort svo væri. 

EigandinnMusk hefur gjörbreytt starfsemi Twitter eftir að hann keypti fyrirtækið í skuldsettri yfirtöku á síðasta ári.

Haraldur segir að það sé sér alveg að meinalausu að hafa verið sagt upp. Það gerist ítrekað að fyrirtæki segi upp fólki og þau hafi rétt til þess. „Þau segja fólki oftast frá því en það virðist valkvætt hjá Twitter um þessar mundir.“

Næstu skref, að sögn Haraldar, eru að komast að því hvort Twitter muni borga honum það sem eftir stendur af samningi hans við fyrirtækið. „Eða mun @elonmusk, einn ríkasti maður í heimi, reyna að komast undan því að greiða? Fylgist með!!“

Allir skattar greiddir á Íslandi

Um töluverðar upphæðir gæti verið að ræða. Það vill nefnilega þannig til að Haraldur var ekki ráðinn til starfa hjá Twitter eftir venjubundnum leiðum heldur keypti Twitter fyrirtæki sem hann stofnaði árið 2014 og stýrði, íslenska tækni- og hönn­un­ar­fyr­ir­tæk­inu Ueno, í byrjun árs 2021. Dantley Davis, þáverandi hönn­un­ar­stjóri Twitter, greindi sjálfiur frá kaupunum á samfélagsmiðlinum.

Í áðurnefndri umfjöllun The New York Times var haft eftir þremur heimildarmönnum að uppsagnir fólks eins og Haraldar geti reynst Twitter dýrar. Þegar Ueno hafi verið keypt hafi Haraldur fengið greiðslu og Twitter þurfi nú að greiða stofnandanum út bónusa og kaupa af honum hlutabréf. 

Ueno hafði áður verið með starf­semi í San Francisco, New York og Los Angeles, auk skrif­stofu í Reykja­vík, og stækkað hratt. Fyrirtækið velti um tveimur milljörðum króna á árinu 2019 og hafði sinnt verk­efnum fyrir fjöl­mörg stór­fyr­ir­tæki, til dæmis Google, Apple og Facebook, auk AirBnB, Slack, Uber og fjölda ann­arra.

Skömmu síðar greindi Haraldur frá því í færslu á Twitter að allir skattar vegna sölu fyr­ir­tæk­is­ins til Twitter yrðu greiddir á Íslandi. Þá fór hann fram á það við Twitter að kaupverðið yrði greitt sem launagreiðslur en með því hámarkaði hann þá skatta sem hann borgaði af sölunni. Þetta var þvert á alla skattaráðgjöf sem hann fékk. 

Har­aldur sagð­ist hafa tekið þessa ákvörðun þar sem hann hafi fæðst á Íslandi og að for­eldrar hans hafi verið lág­­tekju­­fólk. Auk þess glími hann við alvar­­lega fötl­un, en hann er með með­fæddan vöðva­rýrn­un­ar­sjúk­dóm sem gerir það að verkum að Har­aldur hefur not­ast við hjóla­stól frá 24 ára aldri. „En þar sem þetta land býður upp á fría skóla og fría heil­brigð­is­­þjón­­ustu þá gat ég ég dafn­að,“ sagði Har­aldur í stöðu­upp­færsl­unni.

Hann fór svo í við­tal í Kast­ljósi og greindi nánar frá þess­ari ákvörð­un. Þar sagði Har­aldur frá því að þegar hann hafi áttað sig á því að mögu­legt væri að greiða skatta af söl­unni hér­lendis þá hafi hann átt tíu sek­úndna sam­tal við eig­in­konu sína „þar sem ég sagði „heyrðu ég var að kom­ast að því að við getum borgað alla skatta á Íslandi, eigum við ekki að gera það? og hún sagði jú.“

Borgaði næstum 600 milljónir króna í skatta á einu ári

Fyrir vikið var Haraldur í öðru sæti á lista yfir launahæstu Íslendingana á árinu 2021. Samkvæmt hátekjulista Stundarinnar, sem nú er hluti af Heimildinni, greiddi hann 592,4 milljónir króna í skatta á árinu 2021, sem þýðir að mánaðarlaun hans námu að meðaltali rúmum 102 milljónum króna samkvæmt greiddu útsvari.

Í viðtali við annan af fyrirrennurum Heimildarinnar sagði Haraldur að eðlilegt væri að hátekjufólk borgi hærra hlutfall af tekjum í skatta og að fólk með lægri tekjur beri lægri byrðar. „Það er mikill munur á því að borga 40 prósent af 100 þúsundkalli eða 40 prósent af milljón. Við þurfum öll að borða, eiga húsaskjól, komast á milli staða og svo framvegis. Allar skerðingar á lágum launum skera inn í grunnþarfir sem við eigum öll rétt á.“

Haraldur var valinn manneskja ársins í fyrra víða í íslenskum fjölmiðlum, meðal annars fyrir að leiða verkefnið „Römpum upp Ísland“ sem hefur það markmið að fjármagna uppsetningu hjólastólarampa á alls 1.500 stöðum á Íslandi.

Kjósa
32
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Hagsmunaöflin höfðu betur
Greining

Hags­muna­öfl­in höfðu bet­ur

Ekki verð­ur fram­hald á tákn­ræn­um og efna­hags­leg­um stuðn­ingi Ís­lands við Úkraínu með nið­ur­fell­ingu tolla. Hags­muna­öfl í land­bún­aði lögð­ust þungt á þing­menn í því skyni að koma í veg fyr­ir áfram­hald­andi tolla­leysi á kjúk­lingi, sem hin sömu öfl hafa með­al ann­ars flutt inn sjálf. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn lagð­ist þver gegn áfram­hald­andi tolla­leysi og hluti Sjálf­stæð­is­flokks­þing­manna, í óþökk ut­an­rík­is­ráð­herra með­al annarra.
Íslensk stjórnvöld hafa ekkert eftirlit eða aðkomu að rannsóknarmistöð Kína
FréttirKína og Ísland

Ís­lensk stjórn­völd hafa ekk­ert eft­ir­lit eða að­komu að rann­sókn­ar­mi­stöð Kína

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, há­skóla,-iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra, seg­ir að ís­lensk stjórn­völd hafi enga að­komu að rann­sókn­ar­mið­stöð kín­verskr­ar rík­i­s­tofn­un­ar á Kár­hóli í Þing­eyj­ar­sýslu. Húnsvar­aði spurn­ing­um Andrés­ar Inga Jóns­son­ar, þing­manns Pírata, á Al­þingi.
Misvísandi upplýsingar í matarkörfu Verðgáttarinnar
Fréttir

Mis­vís­andi upp­lýs­ing­ar í mat­ar­körfu Verð­gátt­ar­inn­ar

Þann 7. júní opn­uðu stjórn­völd nýja vef­síðu, Verð­gátt­ina, sem á að auð­velda neyt­end­um að fylgj­ast með verð­breyt­ing­um á nauð­synja­vör­um. Hag­fræð­ing­ur hjá BHM kall­ar vef­síð­una Verð­sam­ráðs­gátt­ina. Villa í gögn­um gaf ranga mynd af heild­ar­verði mat­ar­körfu.
Hafnarfjarðarbær vottar aðstandendum hins látna innilega samúð
Fréttir

Hafn­ar­fjarð­ar­bær vott­ar að­stand­end­um hins látna inni­lega sam­úð

„Eng­um ein­stak­lingi hef­ur ver­ið vís­að frá án boða um önn­ur úr­ræði og ráð­gjaf­ar sveit­ar­fé­lags­ins boðn­ir og bún­ir til að finna leið­ir og lausn­ir í öll­um mál­um,“ seg­ir í svari frá Hafn­ar­fjarð­ar­bæ við fyr­ir­spurn Heim­ild­ar­inn­ar vegna heim­il­is­lauss manns með lög­heim­ili í Hafnar­firði sem var end­ur­tek­ið vís­að frá neyð­ar­skýli í Reykja­vík að kröfu bæj­ar­fé­lags­ins, og svipti sig lífi í lok síð­asta mán­að­ar.
Fjárkúgunarmál á hendur Vítalíu fellt niður
Fréttir

Fjár­kúg­un­ar­mál á hend­ur Vítal­íu fellt nið­ur

Hér­aðssak­sókn­ari hef­ur fellt nið­ur rann­sókn sem hófst með kæru Ara Edwald, Hreggviðs Jóns­son­ar og Þórð­ar Más Jó­hann­es­son­ar á hend­ur Vítal­íu Lazarevu. Kærðu þre­menn­ing­arn­ir hana, ásamt Arn­ari Grant, fyr­ir til­raun til fjár­kúg­un­ar, hót­an­ir og fyr­ir brot á frið­helgi einka­lífs.
Greinir á um skammtastærðina
FréttirLífskjarakrísan

Grein­ir á um skammta­stærð­ina

Þing­mað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins seg­ir mik­il­vægt að all­ir legg­ist á ár­arn­ar við að ná nið­ur verð­bólg­unni. Þing­mað­ur Við­reisn­ar seg­ir aft­ur á móti að ekki sé hægt að biðja aðra um að standa sig bet­ur „þeg­ar rík­is­stjórn­in hef­ur ekki stað­ið vakt­ina.“
Sendiráði Íslands í Rússlandi lokað og Rússum gert að minnka sitt hér
Fréttir

Sendi­ráði Ís­lands í Rússlandi lok­að og Rúss­um gert að minnka sitt hér

Sendi­ráð Ís­lands í Moskvu lok­ar 1. ág­úst og Rúss­um hef­ur ver­ið gert að minnka um­svif í sendi­ráði sínu hér á móti. Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir ut­an­rík­is­ráð­herra kall­aði Mik­haíl Noskov, sendi­herra Rúss­lands á Ís­landi, á fund í dag til að til­kynna þetta.
Skýringar Íslenska gámafélagsins um endurvinnslu á fernum stangast á
FréttirFernurnar brenna

Skýr­ing­ar Ís­lenska gáma­fé­lags­ins um end­ur­vinnslu á fern­um stang­ast á

Þeg­ar leit­að er upp­lýs­inga um hvað verð­ur um fern­urn­ar sem Ís­lend­ing­ar þrífa, brjóta sam­an og flokka hjá sum­um fyr­ir­tækj­anna sem fá greitt fyr­ir að end­ur­vinna þær hafa feng­ist loð­in svör. Ís­lenska gáma­fé­lag­ið hef­ur til að mynda gef­ið þrjár mis­mun­andi skýr­ing­ar.
Væntingalaus eftir reynslu af fyrra verkfalli
FréttirKjarabaráttan

Vænt­inga­laus eft­ir reynslu af fyrra verk­falli

Þriggja barna móð­ir í Kópa­vogi hef­ur á stutt­um tíma lent í tveim­ur mis­mun­andi leik­skóla­verk­föll­um.
„Það er nýtt Ísland að vaxa þarna undir“
Úttekt

„Það er nýtt Ís­land að vaxa þarna und­ir“

Stjórn­andi hjá vísi­sjóði seg­ir að ef þeir sem stýra mál­um í fyr­ir­tækja­heim­in­um fari ekki að átta sig á því að eins­leit teymi séu ekki rétta leið­in, þá muni þeir senni­lega tapa. Þetta sé ein­fald­lega ekki góð­ur bis­ness.
Þvöl depurð nýhyggjunar
GagnrýniLónið

Þvöl dep­urð ný­hyggj­un­ar

„Heim­ur versn­andi fer en nýja kyn­slóð­in vek­ur von.“ Sig­ríð­ur Jóns­dótt­ir rýn­ir í leik­verk­ið Lón­ið í Tjarn­ar­bíói.
Katrín bendir þinginu á að rannsaka aðdraganda og eftirmál Súðarvíkurflóðanna
FréttirSúðavíkurflóðið

Katrín bend­ir þing­inu á að rann­saka að­drag­anda og eft­ir­mál Súð­ar­vík­ur­flóð­anna

Í bréfi sem Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra sendi Þór­unni Svein­bjarn­ar­dótt­ur, for­manni stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar Al­þing­is, seg­ist hún telja að rann­sókn­ar­nefnd á veg­um Al­þing­is væri til þess fall­in að skapa traust um nið­ur­stöð­ur rann­sókn­ar á að­drag­anda og eft­ir­mál­um snjóflóð­anna í Súða­vík 1995. Flóð­in hafi ver­ið reið­arslag fyr­ir ís­lenskt sam­fé­lag.

Mest lesið undanfarið ár

  • Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
    1
    Rannsókn

    Jón Bald­vin við nem­anda: „Viltu hitta mig eft­ir næsta tíma“

    Fimmtán ára stúlka í Haga­skóla hélt dag­bók vor­ið 1970 þar sem hún lýs­ir kyn­ferð­is­leg­um sam­skipt­um við Jón Bald­vin Hanni­bals­son sem þá var 31 árs gam­all kenn­ari henn­ar. Í bréfi sem hann sendi stúlk­unni seg­ist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu henn­ar.
  • Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
    2
    Viðtal

    Þar sem ósýni­lega fólk­ið býr í borg­inni

    „Þetta var ör­ugg­asti stað­ur­inn minn,“ seg­ir Alma Lind Smára­dótt­ir þeg­ar hún opn­ar inn í ruslageymslu í bíla­kjall­ara í Reykja­vík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvæld­ist um göt­ur bæj­ar­ins. Borg­in sést í öðru ljósi þeg­ar hún er séð með aug­um heim­il­is­lausra, ósýni­lega fólks­ins, þeirra sem flest­ir líta fram hjá eða hrekja burt. Ít­ar­legt og einlgæt við­tal við Ölmu Lind birt­ist í 162. tölu­blaði Stund­ar­inn­ar og má lesa í heild á slóð­inni: htt­ps://stund­in.is/grein/16051/
  • „Ég get ekki lifað við þessa lygi“
    3
    Viðtal

    „Ég get ekki lif­að við þessa lygi“

    Sig­ur­laug Hreins­dótt­ir seg­ir lög­regl­una hafa brugð­ist þeg­ar dótt­ir henn­ar hvarf fyr­ir fimm ár­um síð­an. Nefnd um eft­ir­lit með störf­um lög­reglu ger­ir fjöl­marg­ar at­huga­semd­ir við fram­göngu lög­reglu í mál­inu og bein­ir til­mæl­um um úr­bæt­ur til rík­is­lög­reglu­stjóra. „Ég biðst ein­lægr­ar af­sök­un­ar,“ skrif­ar Grím­ur Gríms­son, sem var hamp­að sem hetju og tók á móti við­ur­kenn­ingu sem mað­ur árs­ins. „Það var ótrú­lega sárt,“ seg­ir Sig­ur­laug. Sér hafi ver­ið fórn­að fyr­ir ímynd lög­regl­unn­ar.
  • „Hann hefur ekki beðist afsökunar“
    4
    Fréttir

    „Hann hef­ur ekki beðist af­sök­un­ar“

    Tón­list­ar­mað­ur­inn Auð­unn Lúth­ers­son, sem kall­ar sig Auð­ur, hef­ur við­ur­kennt að hafa far­ið „yf­ir mörk“ í sam­skipt­um við kon­ur. Kon­ur lýsa ágengni og meið­andi fram­komu sem hann hafi aldrei axl­að ábyrgð á.
  • Þóra Dungal fallin frá
    5
    Menning

    Þóra Dungal fall­in frá

    Þóra Dungal, sem varð tákn­mynd X-kyn­slóð­ar­inn­ar á Ís­landi skömmu fyr­ir alda­mót­in þeg­ar hún fór með að­al­hlut­verk í kvik­mynd­inni Blossa ár­ið 1997, er fall­in frá.
  • Lifði af þrjú ár á götunni
    6
    Viðtal

    Lifði af þrjú ár á göt­unni

    Alma Lind Smára­dótt­ir end­aði á göt­unni eft­ir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvæld­ist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þeg­ar hún varð barns­haf­andi á ný mætti barna­vernd á fæð­ing­ar­deild­ina og fór fram á að hún myndi af­sala sér barn­inu.
  • „Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
    7
    Afhjúpun

    „Hann var ekki að kaupa að­gengi að mér þeg­ar hann lán­aði mér pen­ing“

    Katrín Lóa Kristrún­ar­dótt­ir þótt­ist hepp­in þeg­ar henni var tjáð af vinnu­veit­anda sín­um, Helga Vil­hjálms­syni í Góu, að hann gæti lán­að henni fyr­ir út­borg­un í íbúð. Hún hefði þó aldrei þeg­ið slíkt lán ef hún hefði vit­að hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýs­ir því að eft­ir lán­veit­ing­una hafi hún þurft að sitja und­ir kyn­ferð­is­legri áreitni Helga svo mán­uð­um skipti. Helgi bið­ur Katrínu Lóu af­sök­un­ar á fram­ferði sínu.
  • Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
    8
    Úttekt

    Mata-veld­ið: Skattaund­an­skot og sam­keppn­is­brot í skjóli rík­is­ins

    Mata-systkin­in og fyr­ir­tæki þeirra hafa ít­rek­að ver­ið gerð aft­ur­reka með við­skiptaflétt­ur sem fólu í sér að koma mörg hundruð millj­óna hagn­aði und­an skatti. Á sama tíma og fyr­ir­tæki fjöl­skyld­unn­ar byggja hagn­að sinn á sölu mat­væla und­ir toll­vernd, hafa þau greitt há­ar sekt­ir fyr­ir sam­keppn­is­brot og lagst í ómælda vinnu við að kom­ast und­an því að greiða skatta hér á landi, með við­skiptaflétt­um í gegn­um þekkt skatta­skjól.
  • Skutlað sextán ára til fanga á Litla-Hrauni: „Ég var alltaf hrædd“
    9
    Viðtal

    Skutl­að sex­tán ára til fanga á Litla-Hrauni: „Ég var alltaf hrædd“

    Ingi­björg Lára Sveins­dótt­ir var sex­tán ára þeg­ar henni var ek­ið á Litla-Hraun í heim­sókn­ir til manns sem afplán­aði átta ára dóm fyr­ir full­komna am­feta­mín­verk­smiðju. Hún seg­ir sorg­legt að starfs­fólk hafi ekki séð hættu­merk­in þeg­ar hún mætti. Eng­inn hafi gert at­huga­semd við ald­ur henn­ar, þeg­ar henni var vís­að inn í her­bergi með steyptu rúmi þar sem henn­ar beið tölu­vert eldri mað­ur með hættu­leg­an af­brota­fer­il.
  • Eigandi Mandi ákærður fyrir líkamsárás: „Hann sparkaði í magann á mér og sló mig í höfuðið, ítrekað“
    10
    Fréttir

    Eig­andi Mandi ákærð­ur fyr­ir lík­ams­árás: „Hann spark­aði í mag­ann á mér og sló mig í höf­uð­ið, ít­rek­að“

    Hlal Jarah, eig­andi veit­inga­stað­ar­ins Mandi hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að ráð­ast með bar­smíð­um á Kefs­an Fatehi á ann­an dag jóla 2020. Upp­tök­ur sýna Hlal slá Kefs­an í höf­uð­ið og sparka í hana. Sjálf lýs­ir hún ógn­un­um, morð­hót­un­um og kyn­ferð­is­legri áreitni af hendi Hlal og manna hon­um tengd­um.
Loka auglýsingu