Meðallaun 15 forstjóra í Kauphöll voru 7,1 milljón króna í fyrra

Há laun, um­fangs­mik­il mót­fram­lög í líf­eyr­is­sjóði, kaupauk­ar og kauprétt­ir eru allt hluti af veru­leika for­stjóra ís­lenskra stór­fyr­ir­tækja. Sá sem fékk mest á mán­uði í fyrra var með næst­um 19 millj­ón­ir króna að með­al­tali á mán­uði. Með­al­laun 15 for­stjóra í skráð­um fyr­ir­tækj­um hækk­uðu um 22 pró­sent milli ára og hafa hækk­að um rúm­lega þriðj­ung á tveim­ur ár­um.

Meðallaun 15 forstjóra í Kauphöll voru 7,1 milljón króna í fyrra
Forstjórar skráðra félaga Laun tíu forstjóra í skráðum fyrirtækjum af 15 sem Heimildin kannaði hækkuðu milli ára. Þeir eru allir karlar. Fyrir utan forstjóra Marel lækkuðu bókfærð laun forstjóra tveggja félaga, Festis og Íslandsbanka. Þeim er báðum stýrt af konum. Mynd: Samsett / Heimildin - Davíð Þór

Meðallaun þeirra 15 forstjóra skráðra félaga á aðalmarkað sem höfðu skilað ársreikningi vegna síðasta árs í lok dags á miðvikudag voru 7,1 milljón króna á mánuði á árinu 2022. Innifalið eru allar hefðbundnar launagreiðslur, greiðslur í lífeyrissjóði, kaupaukar og í einu tilviki hluti af „keyptum starfsréttindum“ sem vinnuveitandi forstjórans greiddi til að fá hann til að skipta um vinnu. 

Forstjórar sömu félaga voru með 5,8 milljónir króna að meðaltali á mánuði árið 2021 og 5,3 milljónir króna árið 2020, samkvæmt samantekt Heimildarinnar. Heildarlaun þeirra hafa því hækkað um 22 prósent á síðasta ári og 34 prósent á síðustu tveimur árum. Þau félög sem úttektin náði til eru Reitir, Reginn, Eimskip, Origo, Festi, Sýn, Sjóvá, Íslandsbanki, Kvika banki, Arion banki, Iceland Seafood, Síminn, Icelandair, SKEL og Marel.

Til samanburðar má nefna að lágmarkslaun á Íslandi þorra árs í fyrra voru 368 þúsund krónur á mánuði, eða um 4,4 …

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 3.390 krónum á mánuði.
Leiðbeiningar má nálgast á heimildin.is/leidbeiningar.
Kjósa
21
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (7)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kristbjörn Árnason skrifaði
    Þurfalingarnir íslensku

    Hér eru taldir upp af „Heimildinni“ nöfn nokkurra þurfalinga er njóta meiri styrkja af samfélaginu en nokkurt launafólk nýtur enda vinnur það fyrir hverri krónu sem það fær í laun fyrir vinnu sína.
    Þurfalingar af þessari gerð vinna alls ekki fyrir þeim launum sem þeir þiggja mánaðarlega.

    Langt í frá.

    Þótt hér séu bara örfáir nefndir til sögunnar eru þetta einu aðilarnir sem njóta allra þeirra skattþrepa sem skattakerfið býður upp á.

    Þeir njóta persónuafsláttarins að fullu eins og öryrkjar og láglaunafólkið.

    Auk þess njóta þeir beggja skatt þrepanna að fullu sem almennt launafólk gerir ekki.

    Flest af þessu fólki hefur miklar tekjur af fjármunum og fjárfest-ingum en slíkum tekjum greiða þeir aðeins 22% af arði. Þ.e.a.s. allur kostnaður sem fellur til við að fá arð er dreginn frá arðtekjum.


    Á tímum Davíðs Oddssonar greiddi þetta fólk aðeins 10% nettó-skatta sem kallaðir eru fjármagnstekjuskattur.

    Þá hefur þetta fólk oftast notið námslána sem eru félagsleg lán með verulega niðurgreiddum vöxtum. Lægstu vextir samfélagsins.

    Auk þess að hafa notið ókeypis háskólavistar og notið um leið skattafríðinda.

    M.ö.o. fólkið sem getur ekki séð fyrir sér sjálft af launum sínum. Hér í samantekt „Heimildarinnar“ eru nefnd all nokkur nöfn fyrirtæki sem heldur því uppi. Ég kýs að sleppa slíkri upptalningu.

    En nefni það svona í framhjáhlaupi, að líklega hefur allt þetta fólk tekið þátt í atkvæðagreiðslu samtaka fyrirtækjanna í landinu og samþykkt verkbann á alla Eflingar-félaga.

    Enda hafa félagsmenn Eflingar þar sýnt einstaka frekju með launakröfum sínum.
    0
  • SSS
    Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
    Eins og einhver vel metin kona sagði fyrir ekki svo löngu síðan.
    það vinnur engin fyrir milljón dollara á mánuði.
    Þau stela því!
    0
  • Baldur Gudmundsson skrifaði
    Eg er nú meira að spekulera, hvað þessir ofurlauna karlar hafi til brunns að bera til að fá svona há laun og hvernig stjórnir fyrrtækjanna meta hæfni þessara forstjóra sem virðast meira virði en flestir.
    2
  • Jóhannes Guðmundsson skrifaði
    Það getur enginn siðmenntuð manneskja tekið á móti svona upphæð sem skiptir milljónum á mánuði og kallað það laun fyrir vinnuframlag sitt á einum mánuði þegar hluti af launþegum þessa lands getur ekki lifað á vinnuframlagi sínu!
    4
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Svo lamast þjóðfélagið ef Verkalýðurinn biður um smábrot af því sem þessir menn fá í laun.
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

„Þetta þarf ekki að vera svona“
Fréttir

„Þetta þarf ekki að vera svona“

Formað­ur Við­reisn­ar ósk­ar ein­dreg­ið eft­ir því að þing­menn, og þau sem fara fyr­ir rík­is­stjórn­inni, komi sam­an og vinni að sam­eig­in­legri lausn á því „stjórn­lausa ástandi“ sem hún seg­ir ríkja í efna­hags­mál­um hér á landi í ljósi þess að von sé á fleiri stýr­ir­vaxta­hækk­un­um.
Jafn margir segjast ætla að kjósa Sósíalistaflokkinn og Vinstri græn
Fréttir

Jafn marg­ir segj­ast ætla að kjósa Sósí­al­ista­flokk­inn og Vinstri græn

Sam­fylk­ing­in mæl­ist nú með 24,4 pró­sent fylgi, eða 4,2 pró­sentu­stigi meira en Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn. Fylgi Vinstri grænna hef­ur rúm­lega helm­ing­ast og sam­eig­in­legt fylgi stjórn­ar­flokk­anna þriggja er kom­ið und­ir 40 pró­sent.
Ráðherra umhverfismála segir aðkomu náttúruverndarsamtaka að starfshópum tryggða
Fréttir

Ráð­herra um­hverf­is­mála seg­ir að­komu nátt­úru­vernd­ar­sam­taka að starfs­hóp­um tryggða

Um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðu­neyt­ið seg­ir út­tekt Heim­ild­ar­inn­ar á skip­un starfs­hópa sýna „tak­mark­aða og af­ar skakka mynd“. Starfs­hóp­um ber að hafa sam­band við hag­að­ila og því sé að­koma nátt­úru­vernd­ar­sam­taka tryggð. Fram­kvæmda­stjóri Land­vernd­ar gef­ur lít­ið fyr­ir svör ráðu­neyt­is­ins.
Móðurhlutverkið stofnun sem ungar konur vilja síður ganga inn í
Rannsókn

Móð­ur­hlut­verk­ið stofn­un sem ung­ar kon­ur vilja síð­ur ganga inn í

Sunna Krist­ín Sím­on­ar­dótt­ir, nýdoktor í fé­lags­fræði, seg­ir að femín­ism­inn eigi enn eft­ir að gera upp móð­ur­hlut­verk­ið, kröf­urn­ar sem gerð­ar séu til mæðra í dag séu í raun bak­slag við rétt­inda­bar­áttu kvenna. Ný rann­sókn Sunnu sýn­ir hvernig þess­ar kröf­ur stuðla að lækk­andi fæð­ing­ar­tíðni á Ís­landi.
Tilvistarkreppa
Einar Már Jónsson
Pistill

Einar Már Jónsson

Til­vist­ar­kreppa

Emm­anu­el Macron vildi sig­ur Úkraínu­manna en án þess þó að Rúss­ar töp­uðu, var sagt í frönsk­um fjöl­miðl­um.
Notendur samfélagsmiðla hvattir til að nota sykursýkislyf í megrunarskyni
Skýring

Not­end­ur sam­fé­lags­miðla hvatt­ir til að nota syk­ur­sýk­is­lyf í megr­un­ar­skyni

Syk­ur­sýk­is­lyf­ið Ozempic sem fram­leitt er af dönsku lyfja­fyr­ir­tæki hef­ur not­ið mik­illa vin­sælda á sam­fé­lag­miðl­um síð­ustu mán­uði. Sala á lyf­inu jókst um 80% á einu ári eft­ir að not­end­ur deildu reynslu­sög­um sín­um af því hvernig hægt væri að nota Ozempic í megr­un­ar­skyni.
Telur þörf á pólitísku samtali um birtingu greinargerðar um Lindarhvol
Fréttir

Tel­ur þörf á póli­tísku sam­tali um birt­ingu grein­ar­gerð­ar um Lind­ar­hvol

Sam­kvæmt Katrínu Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráð­herra væri æski­leg­ast að for­sæt­is­nefnd næði ein­hvers kon­ar sam­eig­in­legri nið­ur­stöðu um með­ferð grein­ar­gerð­ar setts rík­is­end­ur­skoð­anda um Lind­ar­hvol. „Við mun­um ekki leysa það með birt­ingu lög­fræði­álita sem hvert vís­ar í sína átt­ina.“
Vinir skipta sköpum fyrir hamingju okkar
Ingrid Kuhlman
Aðsent

Ingrid Kuhlman

Vin­ir skipta sköp­um fyr­ir ham­ingju okk­ar

Al­þjóða­dag­ur ham­ingju er hald­inn há­tíð­leg­ur í dag, mánu­dag­inn 20. mars. Með­fylgj­andi er grein um vináttu en hún spil­ar stór­an þátt í ham­ingju og vellíð­an okk­ar.
Segja vinnubrögð lögreglu hafa einkennst af vanþekkingu og vanvirðingu
Fréttir

Segja vinnu­brögð lög­reglu hafa ein­kennst af van­þekk­ingu og van­virð­ingu

Stjórn Blaða­manna­fé­lags Ís­lands for­dæm­ir fram­göngu lög­regl­unn­ar á Norð­ur­landi eystra, sem hef­ur veitt enn ein­um blaða­mann­in­um, Inga Frey Vil­hjálms­syni, stöðu sak­born­ings í tengsl­um við Sam­herja­mál­ið.
Ekki sett af stað vinnu við tilraunir með hugvíkkandi efni á föngum
Fréttir

Ekki sett af stað vinnu við til­raun­ir með hug­víkk­andi efni á föng­um

Dóms­mála­ráð­herra seg­ir rétt að skoða all­ar hug­mynd­ir og nýj­ung­ar er varð­ar bætta með­ferð og þjón­ustu við fanga.
Rio Tinto greiðir milljarðasekt vegna mútubrota
Fréttir

Rio Tinto greið­ir millj­arða­sekt vegna mútu­brota

Rio Tinto sam­þykkti að greiða jafn­virði 2,2 millj­arða króna í sekt.
Ég tala oft um að missa vitið við þessar aðstæður
Viðtal

Ég tala oft um að missa vit­ið við þess­ar að­stæð­ur

Elva Björk Ág­ústs­dótt­ir sál­fræði­kenn­ari seg­ir að næst­um all­ir gangi í gegn­um ástarsorg ein­hvern tím­ann á lífs­leið­inni, svo sem á unglings­ár­un­um eða á full­orð­ins­ár­un­um. Eða bæði. Og hún hef­ur reynslu af því.

Mest lesið undanfarið ár

  • Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
    1
    Rannsókn

    Jón Bald­vin við nem­anda: „Viltu hitta mig eft­ir næsta tíma“

    Fimmtán ára stúlka í Haga­skóla hélt dag­bók vor­ið 1970 þar sem hún lýs­ir kyn­ferð­is­leg­um sam­skipt­um við Jón Bald­vin Hanni­bals­son sem þá var 31 árs gam­all kenn­ari henn­ar. Í bréfi sem hann sendi stúlk­unni seg­ist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu henn­ar.
  • Fylgdi móður sinni í einkaflugvél
    2
    Eigin Konur#75

    Fylgdi móð­ur sinni í einka­flug­vél

    Ragn­heið­ur er að­eins 15 ára göm­ul en hún fór með mömmu sinni til Nor­egs með einka­flug­vél að sækja bræð­ur sína. Sam­fé­lags­miðl­ar gera börn­um kleift að tjá sig op­in­ber­lega og hef­ur Ragn­heið­ur ver­ið að segja sína sögu á miðl­in­um TikT­ok. Hún tal­ar op­in­skátt um mál­ið sitt eft­ir að barna­vernd og sál­fræð­ing­ur brugð­ust henni. Hvenær leyf­um við rödd barna að heyr­ast? Í þessu við­tali seg­ir Ragn­heið­ur stutt­lega frá því sem hún er nú þeg­ar að tala um á TikT­ok og hver henn­ar upp­lif­un á ferða­lag­inu til Nor­egs var.
  • Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
    3
    Viðtal

    Þar sem ósýni­lega fólk­ið býr í borg­inni

    „Þetta var ör­ugg­asti stað­ur­inn minn,“ seg­ir Alma Lind Smára­dótt­ir þeg­ar hún opn­ar inn í ruslageymslu í bíla­kjall­ara í Reykja­vík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvæld­ist um göt­ur bæj­ar­ins. Borg­in sést í öðru ljósi þeg­ar hún er séð með aug­um heim­il­is­lausra, ósýni­lega fólks­ins, þeirra sem flest­ir líta fram hjá eða hrekja burt. Ít­ar­legt og einlgæt við­tal við Ölmu Lind birt­ist í 162. tölu­blaði Stund­ar­inn­ar og má lesa í heild á slóð­inni: htt­ps://stund­in.is/grein/16051/
  • Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
    4
    Eigin Konur#82

    Fjöl­skyld­an flakk­aði milli hjól­hýsa og hót­ela: Gagn­rýn­ir að barna­vernd skyldi ekki grípa fyrr inn í

    „Ég byrj­aði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eft­ir skóla, því mað­ur vissi aldrei hvar mað­ur myndi vera næstu nótt,“ seg­ir Guð­rún Dís sem er 19 ára. Í við­tali við Eig­in Kon­ur seg­ir hún frá upp­lif­un sinni af því að al­ast upp hjá móð­ur með áfeng­is­vanda. Hún seg­ir að líf­ið hafa breyst mjög til hins verra þeg­ar hún var 12 ára því þá hafi mamma henn­ar byrj­að að drekka. Þá hafi fjöl­skyld­an misst heim­il­ið og eft­ir það flakk­að milli hjól­hýsa og hót­ela. Guð­rún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eft­ir að móð­ir henn­ar op­in­ber­aði sögu sína á YouTu­be. Guð­rún Dís hef­ur lok­að á öll sam­skipti við hana. Guð­rún seg­ir að þó mamma henn­ar glími við veik­indi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagn­rýn­ir starfs­fólk barna­vernd­ar fyr­ir að hafa ekki grip­ið inn í miklu fyrr. Ábyrgð­ar­mað­ur og rit­stjóri Eig­in kvenna er Edda Falak.
  • „Ég get ekki lifað við þessa lygi“
    5
    Viðtal

    „Ég get ekki lif­að við þessa lygi“

    Sig­ur­laug Hreins­dótt­ir seg­ir lög­regl­una hafa brugð­ist þeg­ar dótt­ir henn­ar hvarf fyr­ir fimm ár­um síð­an. Nefnd um eft­ir­lit með störf­um lög­reglu ger­ir fjöl­marg­ar at­huga­semd­ir við fram­göngu lög­reglu í mál­inu og bein­ir til­mæl­um um úr­bæt­ur til rík­is­lög­reglu­stjóra. „Ég biðst ein­lægr­ar af­sök­un­ar,“ skrif­ar Grím­ur Gríms­son, sem var hamp­að sem hetju og tók á móti við­ur­kenn­ingu sem mað­ur árs­ins. „Það var ótrú­lega sárt,“ seg­ir Sig­ur­laug. Sér hafi ver­ið fórn­að fyr­ir ímynd lög­regl­unn­ar.
  • „Hann hefur ekki beðist afsökunar“
    6
    Fréttir

    „Hann hef­ur ekki beðist af­sök­un­ar“

    Tón­list­ar­mað­ur­inn Auð­unn Lúth­ers­son, sem kall­ar sig Auð­ur, hef­ur við­ur­kennt að hafa far­ið „yf­ir mörk“ í sam­skipt­um við kon­ur. Kon­ur lýsa ágengni og meið­andi fram­komu sem hann hafi aldrei axl­að ábyrgð á.
  • Lifði af þrjú ár á götunni
    7
    Viðtal

    Lifði af þrjú ár á göt­unni

    Alma Lind Smára­dótt­ir end­aði á göt­unni eft­ir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvæld­ist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þeg­ar hún varð barns­haf­andi á ný mætti barna­vernd á fæð­ing­ar­deild­ina og fór fram á að hún myndi af­sala sér barn­inu.
  • Helga Sif og Gabríela Bryndís
    8
    Eigin Konur#80

    Helga Sif og Gabrí­ela Bryn­dís

    Helga Sif stíg­ur nú fram í við­tali við Eig­in kon­ur eft­ir að barns­fað­ir henn­ar birti gerð­ar­dóm í for­sjár­deilu þeirra og nafn­greindi hana og börn­in á Face­book. Helga Sif og börn­in hafa lýst and­legu og kyn­ferð­is­legu of­beldi föð­ur­ins og börn­in segj­ast hrædd við hann. Sál­fræð­ing­ar telja hann engu að síð­ur hæf­an fyr­ir dómi. Nú stend­ur til að færa 10 ára gam­alt lang­veikt barn þeirra til föð­ur­ins með lög­reglu­valdi. Gabrí­ela Bryn­dís er sál­fræð­ing­ur og einn af stofn­end­um Lífs án of­beld­is og hef­ur ver­ið Helgu til að­stoð­ar í mál­inu. Ábyrgð­ar­mað­ur og rit­stjóri Eig­in kvenna er Edda Falak.
  • „Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
    9
    Afhjúpun

    „Hann var ekki að kaupa að­gengi að mér þeg­ar hann lán­aði mér pen­ing“

    Katrín Lóa Kristrún­ar­dótt­ir þótt­ist hepp­in þeg­ar henni var tjáð af vinnu­veit­anda sín­um, Helga Vil­hjálms­syni í Góu, að hann gæti lán­að henni fyr­ir út­borg­un í íbúð. Hún hefði þó aldrei þeg­ið slíkt lán ef hún hefði vit­að hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýs­ir því að eft­ir lán­veit­ing­una hafi hún þurft að sitja und­ir kyn­ferð­is­legri áreitni Helga svo mán­uð­um skipti. Helgi bið­ur Katrínu Lóu af­sök­un­ar á fram­ferði sínu.
  • Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
    10
    Úttekt

    Mata-veld­ið: Skattaund­an­skot og sam­keppn­is­brot í skjóli rík­is­ins

    Mata-systkin­in og fyr­ir­tæki þeirra hafa ít­rek­að ver­ið gerð aft­ur­reka með við­skiptaflétt­ur sem fólu í sér að koma mörg hundruð millj­óna hagn­aði und­an skatti. Á sama tíma og fyr­ir­tæki fjöl­skyld­unn­ar byggja hagn­að sinn á sölu mat­væla und­ir toll­vernd, hafa þau greitt há­ar sekt­ir fyr­ir sam­keppn­is­brot og lagst í ómælda vinnu við að kom­ast und­an því að greiða skatta hér á landi, með við­skiptaflétt­um í gegn­um þekkt skatta­skjól.