Þórður Snær Júlíusson

Einn stofnenda Heimildarinnar og fyrrverandi ritstjóri.
Meirihlutinn í borginni heldur, Vinstri græn eru að þurrkast út og Framsókn í frjálsu falli
Greining

Meiri­hlut­inn í borg­inni held­ur, Vinstri græn eru að þurrk­ast út og Fram­sókn í frjálsu falli

Næst­um 60 pró­sent íbúa Reykja­vík­ur eru óánægð­ir með störf meiri­hlut­ans í borg­inni en óánægj­an með minni­hlut­ann mæl­ist líka mik­ið, eða um 50 pró­sent. Þrír af fjór­um flokk­um sem mynda meiri­hlut­ann hafa bætt við sig fylgi á kjör­tíma­bil­inu þrátt fyr­ir þessa stöðu og hægt væri að end­ur­nýja sam­starf þeirra ef kos­ið yrði í dag.
Meira í skrifstofukostnað en krabbameinsrannsóknir
Fréttir

Meira í skrif­stofu­kostn­að en krabba­meins­rann­sókn­ir

Laun og „ann­ar rekstr­ar­kostn­að­ur“ hjá Krabba­meins­fé­lag­inu voru 558 millj­ón­ir króna í fyrra. Fjár­öfl­un skil­aði fé­lag­inu 666 millj­ón­um króna. Um 14 pró­sent af söfn­un­ar­fé fór í skrif­stofu­kostn­að en um 6 pró­sent í krabba­meins­rann­sókn­ir. Fram­kvæmda­stjór­inn seg­ir að söfn­un­ar­fé fari að litlu leyti í yf­ir­bygg­ingu, kjarn­a­starf­sem­in snú­ist um ráð­gjöf, fræðslu, for­varn­ir og rann­sókn­ir. Fjár­fest­ing­ar fé­lags­ins hlaupa á um 900 millj­ón­um króna en það hef­ur með­al ann­ars fjár­fest í Ölmu leigu­fé­lagi.
Samfylkingin ætlar ekki að enda eins og Vinstri græn eða Framsókn
Fréttir

Sam­fylk­ing­in ætl­ar ekki að enda eins og Vinstri græn eða Fram­sókn

Kristrún Frosta­dótt­ir seg­ir Sam­fylk­ing­una hafa brot­ist út úr berg­máls­hell­in­um og sé nú breytt­ur flokk­ur. Í ræðu í dag sagð­ist hún ekki ætla að skamm­ast sín fyr­ir að tala um skatta og vel­ferð og teygði sig bæði til at­vinnu­lífs­ins og lands­byggð­ar­inn­ar, með­al ann­ars með því að vitna í orð fyrr­ver­andi for­ystu­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins. „Það þarf að end­ur­heimta efna­hags­leg­an stöð­ug­leika. Ef rík­is­stjórn­in get­ur ekki rif­ið sig í gang þá ætti hún að sjá sóma sinn í því að hætta og boða til kosn­inga.“
Bjarni hefur stólaskipti við Þórdísi Kolbrúnu og verður utanríkisráðherra
Fréttir

Bjarni hef­ur stóla­skipti við Þór­dísi Kol­brúnu og verð­ur ut­an­rík­is­ráð­herra

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, vara­formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, mun taka við fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu á rík­is­ráðs­fundi síð­ar í dag. Blaða­manna­fund­ur dags­ins snér­ist að miklu leyti um yf­ir­lýs­ing­ar þess efn­is að rík­is­stjórn­in ætli sér að sitja út kjör­tíma­bil­ið, sem lýk­ur 2025.
Armslengd frá stjórnarkreppu
GreiningAfsögn Bjarna Ben

Arms­lengd frá stjórn­ar­kreppu

Af­sögn Bjarna Bene­dikts­son­ar hef­ur leitt af sér glund­roða inn­an rík­is­stjórn­ar Ís­lands. Nú eru for­menn­irn­ir í kappi við tím­ann við að finna ein­hverja lausn. Sú lausn þarf að taka mið af þeim raun­veru­leika að Bjarni vill hætta í stjórn­mál­um. Hann er bú­inn með sín níu líf á því sviði, en er þó op­inn fyr­ir að stiga burt á ann­an hátt til að lág­marka skað­ann fyr­ir rík­is­stjórn­ar­sam­starf­ið og Sjálf­stæð­is­flokk­inn.
Við kunnum ekki að selja banka
Þórður Snær Júlíusson
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Við kunn­um ekki að selja banka

Þrjár eft­ir­lits­stofn­an­ir hafa rann­sak­að sölu á hlut rík­is­ins í Ís­lands­banka. Þær hafa all­ar kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að sal­an hafi ver­ið fúsk og í mörg­um til­vik­um ekki í sam­ræmi við lög. Ná­víg­ið á Ís­landi virð­ist standa því fyr­ir þrif­um að við get­um fært eign­ar­hald rík­is­banka til annarra. Freistni­vand­inn til að hafa rangt við, og maka krók­inn, er of mik­ill.
Fáir góðir kostir í stöðunni fyrir ríkisstjórnina eftir afsögn Bjarna
GreiningAfsögn Bjarna Ben

Fá­ir góð­ir kost­ir í stöð­unni fyr­ir rík­is­stjórn­ina eft­ir af­sögn Bjarna

Bjarni Bene­dikts­son sagði af sér ráð­herra­embætti í morg­un. Hann sagði við það til­efni að það væri „ekki al­veg gott að segja á þess­ari stundu“ hvaða áhrif af­sögn hans myndi hafa á rík­is­stjórn­ar­sam­starf­ið. Þrír sýni­leg­ir kost­ir eru í stöð­unni. Eng­inn þeirra er sér­stak­lega eft­ir­sókn­ar­verð­ur fyr­ir stjórn­ar­flokk­ana.
Ríkisstjórnin vill skikka banka til að afskrifa hluta af skuldum fólks í fjárhagsvanda
Greining

Rík­is­stjórn­in vill skikka banka til að af­skrifa hluta af skuld­um fólks í fjár­hags­vanda

Til stend­ur að upp­færa lög um greiðsluað­lög­un, sem sett voru eft­ir banka­hrun­ið og eru ætl­uð til að að­stoða fólk í fjár­hags­vand­ræð­um við að semja nið­ur kröf­ur sín­ar án þess að missa heim­il­ið sitt. Með þessu ligg­ur fyr­ir að rík­is­stjórn­in býst við að ein­hver heim­ili verði yf­ir­veð­sett, sem þýð­ir að íbúða­skuld­ir verði meiri en virði íbúða.
Sjávarútvegurinn hefur aldrei hagnast jafnmikið á einu ári og í fyrra
Greining

Sjáv­ar­út­veg­ur­inn hef­ur aldrei hagn­ast jafn­mik­ið á einu ári og í fyrra

Ár­ið 2022 var metár í ís­lenskri út­gerð. Tekj­urn­ar og hagn­að­ur­inn hef­ur aldrei ver­ið meiri og arð­greiðsl­urn­ar eft­ir því. Kak­an skipt­ist þannig að 71 pró­sent sit­ur eft­ir hjá sjáv­ar­út­veg­in­um en 29 pró­sent fer til sam­neysl­unn­ar í gegn­um op­in­ber gjöld. Kvót­inn, sem sam­kvæmt lög­um er sam­eign þjóð­ar­inn­ar, er bók­færð­ur sem helm­ing­ur eigna geir­ans. Hann er þó stór­lega van­met­inn í bók­um út­gerða. Lík­lega er raun­veru­legt eig­ið fé sjáv­ar­út­vegs, eign­ir að frá­dregn­um skuld­um, nú um 1.100 millj­arð­ar króna.
Met sett í nýtingu á séreignarsparnaði til að borga niður íbúðalán
Fréttir

Met sett í nýt­ingu á sér­eign­ar­sparn­aði til að borga nið­ur íbúðalán

Upp­hæð­in sem lands­menn hafa ráð­staf­að, skatt­frjálst, af sér­eign­ar­sparn­aði sín­um inn í íbúðalán fer að nálg­ast 150 millj­arða króna. Gögn sýna að 77 pró­sent þeirr­ar upp­hæð­ar sem hið op­in­bera gef­ur eft­ir í tekj­ur vegna þessa lendi hjá þrem­ur efstu tekju­hóp­un­um. Leið­in er gagn­rýnd úr öll­um átt­um og á að renna sitt skeið í lok næsta árs.

Mest lesið undanfarið ár