Þórður Snær Júlíusson

Einn stofnenda Heimildarinnar og fyrrverandi ritstjóri.
Reykjavíkurborg getur átt von á 33 milljarða arði úr Orkuveitunni á næstu árum
Greining

Reykja­vík­ur­borg get­ur átt von á 33 millj­arða arði úr Orku­veit­unni á næstu ár­um

Orku­veita Reykja­vík­ur er að selja hlut í tveim­ur dótt­ur­fé­lög­um, Ljós­leið­ar­an­um og Car­bfix. Hún áætl­ar að það skili um 61 millj­arði króna i inn­borg­að hluta­fé á næstu fjór­um ár­um. Spár gera ráð fyr­ir því að tekj­ur í starf­semi síð­ar­nefnda fé­lags­ins muni vaxa mik­ið Gangi þær spár eft­ir ætl­ar Orku­veit­an að borga eig­end­um sín­um: Reykja­vík, Akra­nesi og Borg­ar­byggð, út sam­tals 35 millj­arða króna í arð á tíma­bil­inu.
Heimilin borguðu 22,5 milljörðum krónum meira í vexti á fyrstu sex mánuðum ársins
Greining

Heim­il­in borg­uðu 22,5 millj­örð­um krón­um meira í vexti á fyrstu sex mán­uð­um árs­ins

Mikl­ar vaxta­hækk­an­ir á síð­ast­liðnu ári hafa gert það að verk­um að vaxta­greiðsl­ur ís­lenskra heim­ila hafa auk­ist um 62 pró­sent. Þau borg­uðu sam­tals 59 millj­arða króna í vexti á fyrstu sex mán­uð­um árs­ins 2023. Kaup­mátt­ur ráð­stöf­un­ar­tekna hef­ur nú dreg­ist sam­an fjóra árs­fjórð­unga í röð. Við fá­um ein­fald­lega mun minna fyr­ir pen­ing­anna okk­ar.
248 íslensk fyrirtæki hafa þegar yfirgefið íslensku krónuna
Greining

248 ís­lensk fyr­ir­tæki hafa þeg­ar yf­ir­gef­ið ís­lensku krón­una

Stór fyr­ir­tæki í sjáv­ar­út­vegi, hug­bún­að­ar­gerð og ferða­þjón­ustu gera ekki upp í ís­lensk­um krón­um held­ur öðr­um gjald­miðl­um. Við það geta þau feng­ið fjár­mögn­un hjá er­lend­um bönk­um á mun skap­legri kjör­um en bjóð­ast hér inn­an­lands og verða að mestu ónæm fyr­ir ís­lensk­um stýri­vaxta­hækk­un­um. Þær hækk­an­ir bíta hins veg­ar fast á minni fyr­ir­tækj­um, heim­il­um og hinu op­in­bera.
Ríkið þarf að borga fimm til tíu milljarða inn í ÍL-sjóð árlega frá og með næsta ári
Greining

Rík­ið þarf að borga fimm til tíu millj­arða inn í ÍL-sjóð ár­lega frá og með næsta ári

Rík­is­sjóð­ur fjár­magn­aði efna­hags­að­gerð­ir sín­ar í kór­ónu­veirufar­aldr­in­um að miklu leyti með því að taka 190 millj­arða króna að láni úr ÍL-sjóði, sem stýrt er af fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu og er með nei­kvætt eig­ið fé upp á 231 millj­arð króna, á af­ar hag­stæð­um kjör­um. Til stóð að borga ekki ann­að en vexti á næstu ár­um. Það hef­ur nú breyst eft­ir að lán­tak­end­ur hættu skyndi­lega að greiða upp gömlu Íbúðalána­sjóðslán­in sín.
Sjö þúsund heimili fengu 1,1 milljarð í vaxtabætur sem allt stefndi í að myndu ekki fá þær
Fréttir

Sjö þús­und heim­ili fengu 1,1 millj­arð í vaxta­bæt­ur sem allt stefndi í að myndu ekki fá þær

Ís­lensk stjórn­völd hafa skipt um hús­næð­isstuðn­ings­kerfi á und­an­förn­um ára­tug. Stuðn­ing­ur­inn hef­ur ver­ið færð­ur úr kerfi sem miðl­ar hon­um fyrst og síð­ast til lægri tekju­hópa yf­ir í kerfi sem læt­ur hann að uppi­stöðu renna til þriggja efstu tekju­hóp­anna. Breyt­ing sem gerð var und­ir lok síð­asta árs skil­aði sér að mestu til milli­tekju­fólks.
Snjóhengjan er byrjuð að bráðna yfir heimilin
Þórður Snær Júlíusson
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Snjó­hengj­an er byrj­uð að bráðna yf­ir heim­il­in

Fast­eigna­ból­an er sprung­in og verð á íbúð­um er nú að lækka að raun­virði. Á sama tíma þurfa þús­und­ir heim­ila ann­að­hvort að færa sig yf­ir í verð­tryggð lán í hárri verð­bólgu eða tak­ast á við tvö­föld­un á greiðslu­byrði íbúðalána sinna. Ann­að­hvort verð­ur það fólk að sætta sig við að eig­ið fé þess muni ét­ast hratt upp eða að eiga ekki fyr­ir næstu mán­aða­mót­um.

Mest lesið undanfarið ár