Þórður Snær Júlíusson

Einn stofnenda Heimildarinnar og fyrrverandi ritstjóri.
Framlög til stjórnmálaflokka standa í stað milli ára og verða 692 milljónir
Fréttir

Fram­lög til stjórn­mála­flokka standa í stað milli ára og verða 692 millj­ón­ir

Fram­lög til stjórn­mála­flokka úr rík­is­sjóði voru hækk­uð um­tals­vert með ákvörð­un sem tek­in var síðla árs 2017. Sú ákvörð­un hef­ur gjör­breytt fjár­hags­stöðu flokk­anna. Fast­eigna­þró­un­ar­verk­efni hef­ur sett Sjálf­stæð­is­flokk­inn í allt aðra fjár­hags­stöðu en aðra flokka. Eig­ið fé hans er tíu sinn­um meira en fram­lag­ið sem hann fær úr rík­is­sjóði.
Fjárlagafrumvarpið á mannamáli
Greining

Fjár­laga­frum­varp­ið á manna­máli

Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra lagði fram fjár­laga­frum­varp árs­ins 2024 í síð­ustu viku. Fá­ir aðr­ir en stjórn­ar­lið­ar virð­ast vera ánægð­ir með það. Stjórn­ar­and­stað­an seg­ir að um end­ur­tek­ið efni sé að ræða, verka­lýðs­hreyf­ing­in seg­ir að ver­ið sé að hygla breiðu bök­un­um og hags­muna­gæslu­að­il­ar at­vinnu­lífs­ins kvarta yf­ir nýj­um álög­um og skorti á skuldanið­ur­greiðslu rík­is­sjóðs. En hver eru helstu at­rið­in í frum­varp­inu sem hafa áhrif á líf lands­manna?
Seinni hálfleikur hafinn og átakalínurnar aldrei skýrari
Greining

Seinni hálfleik­ur haf­inn og átakalín­urn­ar aldrei skýr­ari

Spennu­stig­ið á Al­þingi er að hækka hratt og flokk­arn­ir eru að stíga fyrstu skref­in í átt að því að und­ir­búa sig fyr­ir næstu kosn­ing­ar. Það sást vel í um­ræð­um um stefnuræðu for­sæt­is­ráð­herra, sem hóf seinni hálfleik kjör­tíma­bils­ins. Mesta óviss­an er um hvort leik­ur­inn verði flaut­að­ur af vegna þess að stjórn­ar­lið­ið geng­ur snemma af velli eða hvort það muni halda áfram að gefa send­ing­ar sín á milli, að­al­lega aft­urá­bak eða til hlið­ar, án þess að reyna að skora mörk og að­al­lega til þess að bíða eft­ir að dóm­ar­inn flauti af.
Þrefalt fleiri vilja kjósa um aðildarviðræður við ESB en eru á móti þeim
Fréttir

Þre­falt fleiri vilja kjósa um að­ild­ar­við­ræð­ur við ESB en eru á móti þeim

Fleiri lands­menn vilja ganga í Evr­ópu­sam­band­ið en standa ut­an þess. Þannig hef­ur stað­an mælst sleitu­laust í næst­um tvö ár. Næst­um sex af tíu lands­mönn­um vilja að hald­in verði þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla um hvort Ís­land taki aft­ur upp að­ild­ar­við­ræð­ur. Und­ir fimmt­ungi eru á móti því og meiri­hluti er fyr­ir at­kvæða­greiðsl­unni hjá stuðn­ings­mönn­um sjö af níu stjórn­mála­flokk­um lands­ins.
Framlag til einkarekinna fjölmiðla úr ríkissjóði aukið um 360 milljónir
Greining

Fram­lag til einka­rek­inna fjöl­miðla úr rík­is­sjóði auk­ið um 360 millj­ón­ir

Til stend­ur að inn­leiða fyr­ir­komu­lag sem veit­ir þeim sem eru áskrif­end­ur að rit­stýrð­um fjöl­miðl­um skatta­afslátt. Vegna þessa verða fram­lög til einka­rek­inna fjöl­miðla úr rík­is­sjóði tvö­föld­uð á næsta ári. Út­varps­gjald­ið, sem fjár­magn­að hluta rekst­urs RÚV, verð­ur að óbreyttu 6,2 millj­arð­ar króna á næsta ári og hækk­ar um 415 millj­ón­ir króna milli ára.
Halli á ríkissjóði 46 milljarðar á næsta ári og hlutur í Íslandsbanka seldur
Greining

Halli á rík­is­sjóði 46 millj­arð­ar á næsta ári og hlut­ur í Ís­lands­banka seld­ur

Út­gjöld rík­is­sjóðs munu aukast um 7,2 pró­sent milli ára sam­kvæmt fjár­laga­frum­varp­inu. Tekj­ur hans hafa stór­auk­ist und­an­far­in ár og á næsta ári mun gistinátta­skatt­ur verða end­ur­vak­inn, helm­ing­ur af eft­ir­stand­andi hlut í Ís­lands­banka verða seld­ur og ný gjald­taka af öku­tækj­um inn­leidd. Heild­ar­skuld­ir rík­is­sjóðs í árs­lok 2024 eru áætl­að­ar 1.699 millj­arð­ar króna.
ASÍ segir samráðið til marks um „sjúklegt hugarfar spillingar og græðgi“
FréttirSamráð skipafélaga

ASÍ seg­ir sam­ráð­ið til marks um „sjúk­legt hug­ar­far spill­ing­ar og græðgi“

Stærsta fjölda­hreyf­ing launa­fólks í land­inu seg­ir sam­ráð Eim­skips og Sam­skipa vera sam­særi gegn al­menn­ingi í land­inu. Sami al­menn­ing­ur muni lík­lega að greiða 4,2 millj­arða króna sekt Sam­skipa þar sem það verði ekki gert með lægri arð­sem­is­kröf­um, lækk­un of­ur­launa eða upp­sögn­um þeirra sem skipu­lögðu sam­sær­ið.
Snemmbúin arðgreiðsla frá Orkuveitunni gjörbreytti uppgjöri Reykjavíkurborgar
Greining

Snemm­bú­in arð­greiðsla frá Orku­veit­unni gjör­breytti upp­gjöri Reykja­vík­ur­borg­ar

Tap þess hluta rekst­urs Reykja­vík­ur­borg­ar sem fjár­magn­að­ur er með skatt­fé var mun minna á fyrstu sex mán­uð­um árs­ins en það var á fyrstu þrem­ur mán­uð­um árs­ins. Ástæð­an er ekki stór­kost­leg­ur við­snún­ing­ur í und­ir­liggj­andi rekstri höf­uð­borg­ar­inn­ar held­ur það að 5,1 millj­arða króna arð­greiðsla frá Orku­veitu Reykja­vík­ur, sem borg­in á að stærst­um hluta, var fyrr á ferð­inni en venja er fyr­ir.
Þurfti að vernda stöðu Samskipa sem „cash cow“ í kjölfar veðkalla vegna Kaupþingsbréfa
ÚttektSamráð skipafélaga

Þurfti að vernda stöðu Sam­skipa sem „cash cow“ í kjöl­far veðkalla vegna Kaupþings­bréfa

Ólaf­ur Ólafs­son eign­að­ist Sam­skip á skraut­leg­an hátt á tí­unda ára­tugn­um og varð síð­ar næst stærsti ein­staki eig­andi Kaupþings­banka. Snemma á ár­inu 2008 var hann í mikl­um vand­ræð­um vegna veðkalla sem leiddu til þess að Kaupþing þurfti að taka á sig mark­aðs­áhættu af bréf­um Ól­afs. Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið rek­ur upp­haf sam­ráðs Sam­skipa og Eim­skip til þessa tíma.
Vaðlaheiðargöng töpuðu 1,3 milljörðum króna og ferðin komin í 1.650 krónur
Úttekt

Vaðla­heið­ar­göng töp­uðu 1,3 millj­örð­um króna og ferð­in kom­in í 1.650 krón­ur

Rík­ið breytti fimm millj­örð­um króna af skuld Vaðla­heið­ar­ganga við sig í hluta­fé í fyrra og á nú 93 pró­sent í fé­lag­inu, sem átti að vera einkafram­kvæmd. Þá lengdi það í lán­um Vaðla­heið­ar­ganga til árs­ins 2057. Sölu­tekj­ur fé­lags­ins juk­ust um tæp sjö pró­sent milli 2021 og 2022, eða um 40 millj­ón­ir króna.

Mest lesið undanfarið ár