Þórður Snær Júlíusson

Einn stofnenda Heimildarinnar og fyrrverandi ritstjóri.
Velkomin í hægri popúlisma keyrðan áfram af útlendingaandúð
Þórður Snær Júlíusson
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Vel­kom­in í hægri po­púl­isma keyrð­an áfram af út­lend­inga­and­úð

Það hef­ur tek­ið tíma fyr­ir po­púl­is­mann, sem keyrð­ur er áfram af óskil­greindri for­tíð­ar­þrá, gagn­rýni á gild­andi valda­kerfi og and­úð á út­lend­ing­um, sem tröllrið­ið hef­ur Evr­ópu, að festa ræt­ur hér. Nú virð­ist hann þó kirfi­lega kom­inn inn í meg­in­straum ís­lenskra stjórn­mála. Mun­ur­inn er sá að flokk­ur­inn sem er að inn­leiða hann er helsti valda­flokk­ur Ís­lands, og með því er hann fyrst og síð­ast að gagn­rýna eig­in verk.
Leiðari: Velkomin í hægri popúlisma keyrðan áfram af útlendingaandúð
Leiðarar#40

Leið­ari: Vel­kom­in í hægri po­púl­isma keyrð­an áfram af út­lend­inga­and­úð

Leið­ari Þórð­ar Snæs Júlí­us­son­ar úr #40 tölu­blaði Heim­ild­ar­inn­ar, sem kom út 2. fe­brú­ar 2024. „Það er senni­lega ekki djúp­stæð­ur ras­ismi eða stæk mann­fyr­ir­litn­ing sem réði mestu um að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn ákvað að taka þessa U-beygju, held­ur ís­köld póli­tísk tæki­færis­mennska,“ seg­ir hann.
Bankasýslan hefur kostað 152 milljónir síðan ákveðið var að leggja hana niður
Greining

Banka­sýsl­an hef­ur kostað 152 millj­ón­ir síð­an ákveð­ið var að leggja hana nið­ur

For­svars­menn rík­is­stjórn­ar­flokk­anna ákváðu með yf­ir­lýs­ingu sem birt var í apríl 2022 að Banka­sýsla rík­is­ins yrði lögð nið­ur. Sam­hliða var greint frá því að ekk­ert yrði selt í rík­is­bönk­um fyrr en nýtt fyr­ir­komu­lag og ný stofn­un væri kom­in á lagg­irn­ar. Nú, 21 mán­uði síð­ar, er Banka­sýsl­an enn starf­andi.
Bjarni segir það Alþingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu
FréttirSalan á Íslandsbanka

Bjarni seg­ir það Al­þingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu

Bjarni Bene­dikts­son, fyrr­ver­andi fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, seg­ir að hann hafi gert ráð fyr­ir bless­un þings­ins á að ekki þyrfti að gæta að hæfi hans gagn­vart hverj­um og ein­um kaup­anda á Ís­lands­banka í mars 2022. Þing­inu hefði átt að vera aug­ljóst að ekki væri hægt að fylgja hæfis­regl­um í sölu­með­ferð­inni sem val­in var. Bjarni sat fyr­ir svör­um á opn­um fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar í dag.
Spilling á Íslandi aldrei mælst meiri – Nú í nítjánda sæti á lista Transparency
Skýring

Spill­ing á Ís­landi aldrei mælst meiri – Nú í nítj­ánda sæti á lista Tran­sparency

Norð­ur­lönd­in, ut­an Ís­lands, raða sér í efstu sæt­in á lista Tran­sparency In­ternati­onal yf­ir minnst spilltu lönd heims. Ís­land held­ur hins veg­ar áfram að falla nið­ur list­ann og sit­ur nú í nítj­ánda sæti hans. Fjöldi mútu­mála, einka­væð­ing Ís­lands­banka, Sam­herja­mál­ið, óreiða stjórn­mála­flokka og spillt fisk­veið­i­stjórn­un­ar­kerfi eru nefnd sem dæmi sem dragi úr til­trú al­menn­ings á góðri stjórn­sýslu.
Skautun innan ríkisstjórnar í málefnum flóttamanna
Greining

Skaut­un inn­an rík­is­stjórn­ar í mál­efn­um flótta­manna

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn og fylgj­end­ur hans boða nú nýj­an og harð­ari tón í mál­efn­um flótta­fólks en áð­ur hef­ur heyrst frá for­ystu hans. Sá tónn er í and­stöðu við stefnu Vinstri grænna, flokks for­sæt­is­ráð­herra, sem hef­ur var­að við skaut­un í mála­flokkn­um, sagt að ekki væri hægt að líða orð­ræðu sem feli í sér hat­ur og tor­tryggni gagn­vart inn­flytj­end­um og sagt hana leiða af sér „að fólk vel­ur sér sann­leika, óháð stað­reynd­um og breið­ir þannig út hæpn­ar og jafn­vel rang­ar upp­lýs­ing­ar“.
Af hverju dó hamingjan milli breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins?
GreiningKjarabaráttan

Af hverju dó ham­ingj­an milli breið­fylk­ing­ar­inn­ar og Sam­taka at­vinnu­lífs­ins?

Allt ann­ar tónn hef­ur ver­ið í kjara­bar­átt­unni nú en síð­ustu miss­eri. Við­semj­end­ur ætl­uðu að taka hönd­um sam­an og auka stöð­ug­leika í efna­hags­líf­inu. En svo heyrð­ist lít­ið af fram­gangi. Í þess­ari viku var við­ræð­um slit­ið og deil­unni vís­að til rík­is­sátta­semj­ara. Marg­ir klór­uðu sér í hausn­um og spurðu hvað hefði eig­in­lega gerst? Svar­ið við því er: ansi margt.
Svandís kynnir viðbrögð sín: Ætlar hvorki að segja af sér né færa sig
Fréttir

Svandís kynn­ir við­brögð sín: Ætl­ar hvorki að segja af sér né færa sig

Við­brögð Svandís­ar Svavars­dótt­ur við áliti um­boðs­manns Al­þing­is verða þau að fela óháð­um að­ila að fara yf­ir stjórn­sýslu og lagaum­gjörð hval­veiða og fela rík­is­lög­manni að leggja mat á mögu­legt upp­gjör rík­is­ins við Hval. Van­traust­stil­laga verð­ur lögð fram á Svandísi síð­ar í dag. Óvissa er uppi um hvort all­ir stjórn­ar­þing­menn verji hana.
Þarf að finna tugi milljarða hið minnsta til að mæta vanda Grindavíkur
GreiningReykjaneseldar

Þarf að finna tugi millj­arða hið minnsta til að mæta vanda Grinda­vík­ur

Fjár­lög yf­ir­stand­andi árs ganga út frá því að vandi Grinda­vík­ur sé skamm­tíma­vandi sem myndi leys­ast þeg­ar fólk og fyr­ir­tæki flyttu til baka á vor­mán­uð­um. Nú ligg­ur fyr­ir að þær for­send­ur eru brostn­ar og kostn­að­ur­inn sem hið op­in­bera þarf að bera til að tak­ast á við af­leið­ing­arn­ar mun marg­fald­ast. Ekki ligg­ur fyr­ir hvernig það verð­ur fjár­magn­að.

Mest lesið undanfarið ár