Jón Bjarki Magnússon

Banna hælisleitendum að tala við fjölmiðla til að „vernda friðhelgi einkalífs þeirra“
FréttirFjölmiðlabann Útlendingastofnunar

Banna hæl­is­leit­end­um að tala við fjöl­miðla til að „vernda frið­helgi einka­lífs þeirra“

Út­lend­inga­stofn­un legg­ur blátt bann við við­töl­um fjöl­miðla­fólks við flótta­fólk á heim­il­um þeirra. Regl­urn­ar eiga sér ekki stoð í al­menn­um lög­um en upp­lýs­inga­full­trúi stofn­un­ar­inn­ar vís­ar í ákvæði stjórn­ar­skrár­inn­ar um frið­helgi einka­lífs og heim­il­is máli sínu til stuðn­ings. Hann þver­tek­ur fyr­ir að með þessu sé veg­ið að tján­ing­ar­frelsi íbúa. Verk­efna­stjóri hæl­is­sviðs hjá Út­lend­inga­stofn­un lík­ir við­tali þátta­stjórn­enda Hæps­ins við hæl­is­leit­end­ur Arn­ar­holti við hús­brot.
„Ég ákvað bara einn daginn að verða rithöfundur“
Viðtal

„Ég ákvað bara einn dag­inn að verða rit­höf­und­ur“

Líf hans hef­ur ekki alltaf ver­ið leik­andi. Hann starf­aði í ís­lenska fjár­mála­geir­an­um á ár­un­um fyr­ir hrun, var skuld­um vaf­inn og leið eins og hann væri fangi eig­in lífs. Dav­íð Rafn Kristjáns­son var að gefa út sína fyrstu skáld­sögu, Burn­ing Karma, hjá breska for­laginu Wild Pressed Books. Hann hafði ekk­ert skrif­að nema þurr­ar lög­fræði­rit­gerð­ir þeg­ar hann byrj­aði á sög­unni. Dav­íð vinn­ur nú að nýrri skáld­sögu um lista­mann en seg­ist hvorki skilja nú­tíma­list né list­ir al­mennt. Hann mál­ar mynd­ir í þeim til­gangi að skilja um­fjöll­un­ar­efn­ið bet­ur og lík­ir líf­inu við ein­lægt rann­sókn­ar­verk­efni í þágu lista­gyðj­unn­ar.
Kemst ítrekað undan drónaárásum: Takið mig af „dauðalistanum“
Erlent

Kemst ít­rek­að und­an dróna­árás­um: Tak­ið mig af „dauðalist­an­um“

Pak­ist­ani sem starf­að hef­ur með frið­ar­sam­tök­um í heima­land­inu biðl­ar til banda­rískra og breskra yf­ir­valda um að taka hann af „dauðalist­an­um“. Seg­ist þeg­ar hafa kom­ist und­an fjór­um dróna­árás­um. Sak­laus­ir borg­ar­ar og börn eru oft­ar en ekki á með­al fórn­ar­lamba slíkra árása. Fyrr­ver­andi drón­a­stýri­menn gagn­rýna dróna­hern­að­inn og segja hann vatn á myllu öfga­manna.
Furðulegt háttalag forsætisráðherra
FréttirRíkisstjórnin

Furðu­legt hátta­lag for­sæt­is­ráð­herra

Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son gegndi embætti for­sæt­is­ráð­herra í tæp þrjú ár. Á þeim tíma tókst hon­um að verða ein­hver um­deild­asti stjórn­mála­mað­ur ís­lenskr­ar stjórn­mála­sögu fyrr og síð­ar. Hann stíg­ur nú úr ráð­herra­stóli al­gjör­lega rú­inn trausti eft­ir of marga ein­leiki. Sig­mund­ur var hljóð­lát­ur tán­ing­ur sem lét lít­ið fyr­ir sér fara, göm­ul sál sem sprakk út á há­skóla­ár­un­um. Hann á það til að gera hluti sem fólk klór­ar sér í koll­in­um yf­ir.
Kakkalakkarnir í frumskóginum
Erlent

Kakka­lakk­arn­ir í frum­skóg­in­um

Þús­und­ir ein­stak­linga halda til í flótta­manna­búð­um við Erma­sund­ið sem hef­ur ver­ið lýst sem þeim verstu í heimi. Þrátt fyr­ir bág­born­ar að­stæð­ur í „frum­skóg­in­um“ eins og búð­irn­ar eru kall­að­ar hef­ur íbú­un­um tek­ist að byggja upp sam­fé­lag sem þeir til­heyra. Þar til ný­lega mátti finna ýmsa þjón­ustu í þorp­inu, svo sem bóka­söfn, menn­ing­ar­mið­stöðv­ar, veit­inga­staði, mosk­ur, kaffi­hús og kirkj­ur. Frönsk yf­ir­völd rifu hins veg­ar nið­ur stór­an hluta búð­anna og óvissa rík­ir um fram­hald­ið.
Fluttur úr landi: Fær meira fyrir ellilífeyrinn í Berlín
ViðtalLandflótti

Flutt­ur úr landi: Fær meira fyr­ir elli­líf­eyr­inn í Berlín

Kristján E. Guð­munds­son tók upp á því á gam­als­aldri að rífa sig upp með rót­um og flytj­ast til Berlín­ar. Hann hef­ur kom­ið sér vel fyr­ir í höf­uð­borg Þýska­lands og sæk­ir með­al ann­ars leir­list­ar­nám­skeið. Þá drekk­ur hann í sig menn­ingu borg­ar­inn­ar og nýt­ur list­a­lífs­ins. Ekki skemm­ir fyr­ir að hægt er að fá mun meira fyr­ir elli­líf­eyr­inn í þess­ari fjöl­menn­ing­ar­legu borg þar sem verð­lag­ið er allt að helm­ingi lægra en á Ís­landi.

Mest lesið undanfarið ár