Ingi Freyr Vilhjálmsson

Ingi Freyr Vilhjálmsson er fyrrverandi blaðamaður á Heimildinni. Hann hefur áður starfað á Fréttablaðinu, DV, Fréttatímanum og Stundinni, fyrirrennara Heimildarinnar. Árið 2014 gaf hann út bókina Hamskiptin.
Stærsti eigandinn í íslensku laxeldi orðinn ríkasti maður Noregs
FréttirLaxeldi

Stærsti eig­and­inn í ís­lensku lax­eldi orð­inn rík­asti mað­ur Nor­egs

Gustav Magn­ar Witzoe, erf­ingi lax­eld­isris­ans Salm­ar, á eign­ir upp á 311 millj­arða króna. Salm­ar er stærsti eig­andi Arn­ar­lax, sem er stærsta lax­eld­is­fyr­ir­tæki Ís­lands. Ís­lenska rík­ið gef­ur fyr­ir­tækj­um eins og Arn­ar­laxi kvóta í lax­eldi á Ís­landi á með­an Salm­ar þarf að greiða hátt verð fyr­ir kvóta í Nor­egi.
Dómsmálaráðherra telur að rétt hafi verið staðið að birtingu laga um laxeldi
FréttirMál Jóhanns Guðmundssonar

Dóms­mála­ráð­herra tel­ur að rétt hafi ver­ið stað­ið að birt­ingu laga um lax­eldi

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir dóms­mála­ráð­herra tel­ur að ekki hafi ver­ið óeðli­legt hvernig Jó­hann Guð­munds­son hlut­að­ist til um birt­ingu laga í fyrra. Þetta er ann­að mat en hjá ráðu­neyti Kristjáns Þórs Júlí­us­son­ar. Vanda­mál­ið snýst um að ganga út frá því að starfs­menn hljóti að vinna sam­kvæmt vilja ráð­herra en ekki sam­kvæmt eig­in geð­þótta.
Norska fjármálaeftirlitið íhugar að sekta fyrrum viðskiptabanka Samherja um sex milljarða
FréttirSamherjaskjölin

Norska fjár­mála­eft­ir­lit­ið íhug­ar að sekta fyrr­um við­skipta­banka Sam­herja um sex millj­arða

DNB-bank­inn verð­ur mögu­lega sekt­að­ur um rúma 6 millj­arða króna fyr­ir að hafa ekki fylgt lög­um og regl­um um pen­inga­þvætti nægi­lega vel. Fjár­mála­eft­ir­lit­ið gerði rann­sókn á bank­an­um eft­ir að sagt var frá við­skipt­um Sam­herja í gegn­um hann sem leiddi til þess að út­gerð­ar­fé­lag­ið hætti sem við­skipta­vin­ur DNB.
Grátt uppgjör blaðakonu við MeToo: „Blaðamenn eru ekki aktívistar“
MenningMetoo

Grátt upp­gjör blaða­konu við MeT­oo: „Blaða­menn eru ekki aktív­ist­ar“

Sænska blaða­kon­an Åsa Lind­er­borg hef­ur skrif­að bók þar sem hún ger­ir upp Met­oo-um­ræð­una í Sví­þjóð með gagn­rýn­um hætti. Lind­er­borg var í mót­sagna­kenndri stöðu í Met­oo-um­ræð­unni þar sem hún hef­ur bæði gagn­rýnt hana og líka ver­ið gagn­rýnd fyr­ir að hafa vald­ið sjálfs­morði leik­hús­stjór­ans Benny Fredrik­son með skrif­um sín­um um hann.
Guðlaugur Þór hefur vikið af ríkisstjórnarfundum vegna umfjöllunar um hagsmunatengsl við Bláa Lónið
Fréttir

Guð­laug­ur Þór hef­ur vik­ið af rík­is­stjórn­ar­fund­um vegna um­fjöll­un­ar um hags­muna­tengsl við Bláa Lón­ið

Ut­an­rík­is­ráð­herra er eini ráð­herr­ann sem hef­ur vik­ið af rík­is­stjórn­ar­fund­um vegna um­ræðna um efna­hags­að­gerð­ir rík­is­stjórn­ar­inn­ar vegna Covid-19. Fjöl­skylda Bjarna Bene­dikts­son­ar fjár­mála­ráð­herra á einnig ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæki sem hef­ur nýtt sér úr­ræði stjórn­valda vegna Covid-19.
Kristján í Samherja reyndi að láta  taka Edduverðlaunin af Helga Seljan
Úttekt

Kristján í Sam­herja reyndi að láta taka Eddu­verð­laun­in af Helga Selj­an

Kristján Vil­helms­son, einn af stof­end­um og eig­end­um Sam­herja, sendi tölvu­póst til Ís­lensku kvik­mynda- og sjón­varps­aka­demí­unn­ar og spurði hvort ekki væri við hæfi að svipta Helga Selj­an Eddu­verð­laun­um. Mál­ið er enn eitt dæm­ið um það að for­svars­menn Sam­herja hafi reynt að leggja stein í götu fólks sem hef­ur gagn­rýnt fyr­ir­tæk­ið eða ís­lenska kvóta­kerf­ið.
Stóra spurningin í rannsókn Seðlabankamáls Samherja og Namibíumálsins er sú sama
GreiningSamherjaskjölin

Stóra spurn­ing­in í rann­sókn Seðla­banka­máls Sam­herja og Namib­íu­máls­ins er sú sama

Embætti hér­aðssak­sókn­ara og skatt­rann­sókn­ar­stjóra rann­saka nú út­gerð­ar­fé­lag­ið Sam­herja vegna starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins í Namiib­íu. Það sem ligg­ur und­ir í rann­sókn­inni er með­al ann­ars sú spurn­ing hvort Þor­steinn Már Bald­vins­son hafi stýrt rekstr­in­um frá Ís­landi og beri ábyrgð á mútu­greiðsl­um og því að skatt­greiðsl­ur skil­uðu sér ekki til Ís­lands.
Kristján telur óþarft að komast að því af hverju starfsmaður ráðuneytis hans lét fresta birtingu laga
FréttirMál Jóhanns Guðmundssonar

Kristján tel­ur óþarft að kom­ast að því af hverju starfs­mað­ur ráðu­neyt­is hans lét fresta birt­ingu laga

Kristján Þór Júlí­us­son, at­vinnu­vega-og ný­sköp­un­ar­ráð­herra, er ósam­mála því mati stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að kom­ast þurfi að því hvað Jó­hanni Guð­munds­syni gekk til. Ráð­herr­ann tel­ur að máli Jó­hanns sé lok­ið jafn­vel þó það hafi ekki ver­ið upp­lýst.
Auðlindafyrirtæki á markað í Noregi: Aflandsfélag á Kýpur á nær helming hlutabréfanna
FréttirLaxeldi

Auð­linda­fyr­ir­tæki á mark­að í Nor­egi: Af­l­ands­fé­lag á Kýp­ur á nær helm­ing hluta­bréf­anna

Ís­lensk lax­eld­is­fyr­ir­tæki fara á hluta­bréfa­mark­að í Nor­egi eitt af öðru. Norsk lax­eld­is­fyr­ir­tæki eiga stærstu hlut­ina í ís­lensku fé­lög­un­um. Hagn­að­ur­inn af skrán­ingu fé­lag­anna renn­ur til norsku. Eng­in sam­bæri­leg lög gilda um eign­ar­hlut er­lendra að­ila á ís­lensku lax­eldisauð­lind­inni og á fisk­veiðiauð­lind­inni.
Gögn frá Samherja sýna hver stýrði Kýpurfélaginu sem greiddi fé til Dubai
FréttirSamherjaskjölin

Gögn frá Sam­herja sýna hver stýrði Kýp­ur­fé­lag­inu sem greiddi fé til Dubai

Gögn inn­an úr Sam­herja sýna að Jó­hann­es Stef­áns­son kom hvergi að rekstri Esju Sea­food á Kýp­ur. Þetta fé­lag greiddi hálf­an millj­arð í mút­ur til Dubai. Ingvar Júlí­us­son stýrði fé­lag­inu með sér­stöku um­boði og Bald­vin Þor­steins­son, son­ur Þor­steins Más Bald­vins­son­ar, kom og kem­ur einnig að rekstri Esju.
Mál skrifstofustjórans: Meiri möguleiki á spillingu við lagabirtingar á Íslandi
GreiningMál Jóhanns Guðmundssonar

Mál skrif­stofu­stjór­ans: Meiri mögu­leiki á spill­ingu við laga­birt­ing­ar á Ís­landi

Ís­land er eft­ir­bát­ur hinn Norð­ur­land­anna, nema Nor­egs, þeg­ar kem­ur að skýr­um og nið­urnjörv­uð­um regl­um um birt­ingu nýrra laga. Mál Jó­hanns Guð­munds­son­ar hef­ur leitt til þess að breyt­ing­ar kunni að verða gerð­ar á lög­um og regl­um um birt­ing­ar á lög­um hér á landi.
Þess vegna mun líklega engin stofnun á Íslandi upplýsa 85 milljarða króna hagsmunamál
GreiningMál Jóhanns Guðmundssonar

Þess vegna mun lík­lega eng­in stofn­un á Ís­landi upp­lýsa 85 millj­arða króna hags­muna­mál

Hver á að rann­saka for­send­ur máls Jó­hanns Guð­munds­son­ar, skrif­stofu­stjór­ans í at­vinnu­vega­ráðu­neyt­inu sem lét fresta birt­ingu laga og gekk þar með er­inda þriggja lax­eld­is­fyr­ir­tækja? Embætti Um­boðs­manns Al­þing­is hef­ur ekki fjár­magn til að stunda frum­kvæðis­at­hug­an­ir og óljóst er hvort mál­ið er lög­brot eða ekki.
Eignarhaldsfélag barna Kristjáns keypti nær 30 milljarða hlut í Samherja af föður sínum
FréttirSamherjaskjölin

Eign­ar­halds­fé­lag barna Kristjáns keypti nær 30 millj­arða hlut í Sam­herja af föð­ur sín­um

Eign­ar­halds­fé­lag­ið And­ers ehf. verð­ur næst­stærsti hlut­hafi Sam­herja eft­ir um­fangs­mestu við­skipti ís­lenskr­ar út­gerð­ar­sögu þeg­ar 84.5 pró­sent hlut­ur í út­gerð­inni skipti um hend­ur fyr­ir um 60 millj­arða króna. And­ers ehf. er í eigu fjög­urra barna Kristjáns Vil­helms­son­ar.

Mest lesið undanfarið ár