Helgi Seljan

Rannsóknaritstjóri

Snúum ekki öll til baka – það er öruggt
FréttirReykjaneseldar

Snú­um ekki öll til baka – það er ör­uggt

Pálmi Ing­ólfs­son, fyrr­ver­andi skóla­stjóri og bæj­ar­full­trúi, var einn þeirra Grind­vík­inga sem kvaddi sér hljóðs á borg­ar­a­fund­in­um sem efnt var til í vik­unni. Þar vakti hann at­hygli á því í hvaða stöðu þeir fast­eigna­eig­end­ur eru sem hefðu strax í nóv­em­ber set­ið uppi með ónýt hús. Reynsl­an sé ekki í sam­ræmi við rétt þeirra og yf­ir­lýs­ing­ar stjórn­valda um skjót við­brögð.
Alþingi skipar rannsóknarnefnd um Súðavíkurflóðið
FréttirSúðavíkurflóðið

Al­þingi skip­ar rann­sókn­ar­nefnd um Súða­vík­ur­flóð­ið

Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd hef­ur sam­þykkt beiðni að­stand­enda þrett­án þeirra sem fór­ust í snjóflóð­inu í Súða­vík í janú­ar ár­ið 1995 um að fram fari op­in­ber rann­sókn á að­drag­anda og eft­ir­mál­um flóðs­ins. Mál­ið fer til þing­for­seta og svo þings­ins í heild. Alls lét­ust fjór­tán þeg­ar snjóflóð féll á byggð­ina í Súða­vík snemma morg­uns 16. janú­ar, þar af átta börn.
„Kom mér á óvart hve hratt ég gat hlaupið“
FréttirJarðhræringar við Grindavík

„Kom mér á óvart hve hratt ég gat hlaup­ið“

Sig­fúsi Öfjörð ýt­u­stjóra tókst að bjarga jarð­ýtu sinni með mikl­um naum­ind­um frá hraun­flæð­inu í morg­un. En eft­ir að gos hófst í grennd við Grinda­vík flæddi hraun­ið í átt að vinnu­vél­um verk­taka sem unn­ið höfðu að gerð varn­ar­garða. Jarð­ýta Sig­fús­ar er sú stærsta sinn­ar teg­und­ar hér á landi. Þeg­ar Sig­fús fékk leyfi til þess að forða ýt­unni frá hraun­inu var ein rúð­an þeg­ar sprung­in vegna hit­ans. Slík var ná­lægð­in.
Pressa 7. þáttur
Pressa#7

Pressa 7. þátt­ur

Will­um Þór Þórs­son heil­brigð­is­ráð­herra verð­ur til svara um þann gríða­stóra mála­flokk sem hann fer fyr­ir. Stjórn­ar­þing­menn­irn­ir Teit­ur Björn Ein­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stein­unn Þóra Árna­dótt­ir, þing­kona Vinstri grænna, og Ág­úst Bjarni Garð­ars­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, setj­ast svo við um­ræðu­borð­ið og ræða stjórn­mála­ástand­ið. Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar, Ragn­hild­ur Þrast­ar­dótt­ir, ræð­ir svo um for­síðu­um­fjöll­un ný­út­kom­ins tölu­blaðs Heim­ild­ar­inn­ar.
„Samherji gegndi lykilhlutverki í þessu hneyksli“ - Opið bréf til forsætisráðherra frá Namibíu
FréttirSamherjaskjölin

„Sam­herji gegndi lyk­il­hlut­verki í þessu hneyksli“ - Op­ið bréf til for­sæt­is­ráð­herra frá Namib­íu

Slétt­um fjór­um ár­um eft­ir að ljóstr­að var upp um fram­ferði Sam­herja í Namib­íu kall­ar leið­togi namib­ísku stjórn­ar­and­stöð­unn­ar eft­ir því að ís­lensk stjórn­völd taki ábyrgð, í opnu bréfi til for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands. Hundrað millj­óna rík­is­styrk­ur til Sam­herja vek­ur reiði í Namib­íu.
Valdablokkir í Matador um Marel
Rannsókn

Valda­blokk­ir í Mata­dor um Mar­el

Það geis­ar stríð í ís­lensku við­skipta­lífi. Stærstu eig­end­ur stærsta fjár­fest­inga­fé­lags lands­ins, Eyr­is In­vest, telja einn stærsta banka lands­ins, Ari­on banka, vera að reyna að tryggja Sam­herja og Stoð­um yf­ir­ráð í Mar­el. Enn vakna spurn­ing­ar um hvort eðli­legt sé að hefð­bund­in banka­starf­semi og fjár­fest­inga­banka­starf­semi, eigi yf­ir­höf­uð sam­an. Leik­flétt­an fel­ur í sér næt­ur­fundi, veðkall, af­sögn og á end­an­um greiðslu­stöðv­un sem ætl­að er að kaupa tíma fyr­ir þá sem gripn­ir voru í ból­inu.
„Tími á að íslensk stjórnvöld axli siðferðislega ábyrgð á Samherja“
FréttirSamherjaskjölin

„Tími á að ís­lensk stjórn­völd axli sið­ferð­is­lega ábyrgð á Sam­herja“

Leið­togi namib­ísku stjón­ar­and­stöð­unn­ar seg­ir landa sína undr­ast þögn ís­lenskra stjórn­valda um þá stað­reynd að stærsta spill­ing­ar­mál í sögu Namib­íu hafi orð­ið til fyr­ir til­stilli ís­lensks fyr­ir­tæk­is. Spyr hvort hundrað millj­óna styrk­ur Orku­sjóðs sé rík­is­styrkt spill­ing og send­ir for­sæt­is­ráð­herra op­ið bréf og ósk­ar liðsinn­is henn­ar við að fá Sam­herja til að greiða bæt­ur og svara til saka.
Baneitrað samband á bæjarskrifstofunum
RannsóknÍsland í mútum

Ban­eitr­að sam­band á bæj­ar­skrif­stof­un­um

Ásak­an­ir um mút­ur, fjár­kúg­un og fjár­svik hafa ít­rek­að kom­ið upp í tengsl­um við bygg­ingu þriggja stærstu íþrótta­mann­virkja Kópa­vogs­bæj­ar. Verktaki sem fékk millj­arða verk hjá Kópa­vogs­bæ greiddi fyr­ir skemmti­ferð maka og emb­ætt­is­manna bæj­ar­ins, sem mælt höfðu með til­boði verk­tak­ans. Fjár­svikakæra gegn hon­um og starfs­manni bæj­ar­ins var felld nið­ur. „Það hefði átt að rann­saka þetta sem mút­ur,“ seg­ir bæj­ar­full­trúi og furð­ar sig á með­ferð bæj­ar­stjóra á mál­inu, sem var ekki eins­dæmi.
Írskir sjómenn óttast innrás íslenskra skipa í írska landhelgi
FréttirSjávarútvegur

Írsk­ir sjó­menn ótt­ast inn­rás ís­lenskra skipa í írska land­helgi

Ís­lend­ing­ar eru sagð­ir vera í við­ræð­um við Evr­ópu­sam­band­ið um leyfi til að veiða mak­ríl og kol­muna í lög­sögu Ír­lands. Mik­il ólga er hjá írsk­um út­gerð­ar­mönn­um vegna þessa sem kæra sig ekk­ert um ís­lenska inn­rás og telja Evr­ópu­sam­band­ið nýta írsk­ar auð­lind­ir sem skipti­mynt fyr­ir önn­ur að­ild­ar­ríki.
Ísfélagið dæmt til að greiða svikin laun vegna Namibíuverkefnis
Fréttir

Ís­fé­lag­ið dæmt til að greiða svik­in laun vegna Namibíu­verk­efn­is

Ís­fé­lag­ið hf. í Vest­manna­eyj­um var á dög­un­um dæmt til að greiða Þor­geiri Páls­syni, nú­ver­andi sveit­ar­stjóra Stranda­byggð­ar, tæp­lega þrjár millj­ón­ir króna í van­greidd laun. Ís­fé­lag­ið sagt hafa svik­ið sam­komu­lag við Þor­geir sem fært hafði fyr­ir­tæk­inu við­skipta­tæki­færi í hrossamakrílsút­gerð í Namib­íu ár­ið 2017.
Saka ráðuneyti um hræðslutaktík og þöggunartilburði gegn rétttindagæslufólki
Fréttir

Saka ráðu­neyti um hræðslutaktík og þögg­un­ar­til­burði gegn réttt­inda­gæslu­fólki

Freyja Har­alds­dótt­ir, rétt­ar­gæslu­mað­ur og þá­ver­andi tals­mað­ur fatl­aðs hæl­is­leit­anda, sak­ar emb­ætt­is­menn í fé­lags­mála­ráðu­neyt­inu um ít­rek­uð óeðli­leg af­skipti af störf­um sín­um. Yf­ir­mað­ur henn­ar stað­fest­ir frá­sögn henn­ar og seg­ir ráðu­neyt­ið ít­rek­að hafa gert at­huga­semd­ir við það þeg­ar gagn­rýni beind­ist að ráðu­neyt­inu. Ótækt sé að sinna eft­ir­liti með ráðu­neyt­inu sem stýr­ir eft­ir­lit­inu.

Mest lesið undanfarið ár