Pressa
Pressa #14

Pressa #14: Saga Ívars og sam­keppn­is­mál í Pressu

Forstjóri Samkeppniseftirlitsins verður gestur í næsta þætti Pressu sem sýndur er í beinni útsendingu á vef Heimildarinnar í hádeginu í dag, föstudag. Þar verður jafnframt fjallað um sögu Ívars Arnar Ívarssonar, sem varð fyrir heilaskaða og lamaðist eftir að lögregla handtók Ívar í geðrofi árið 2010.
· Umsjón: Helgi Seljan

Sigurður Örn Hilmarsson lögmaður ræðir um mál Ívars, sem tapaði málshöfðun á hendur ríkinu í kjölfar handtökunnar og afleiðinga hennar. Sigurður Örn hefur notað mál Ívars sem dæmi í kennslu laganema. Faðir Ívars og framkvæmdastjóri Geðhjálpar tjá sig einnig um málið.

Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, hefur staðið í ströngu undanfarin misseri. Hörð gagnrýni hefur beinst að Samkeppniseftirlitinu, meðal annars frá stærstu samtökum atvinnulífsins, SA og Viðskiptaráði. Nú síðast sakaði forstjóri Síldarvinnslunnar eftirlitið um að fara offari vegna boðaðrar skoðunar á yfirráðum Samherja yfir Síldarvinnslunni.

Páll ræðir um þessi mál og hugmyndir um róttækar breytingar á Samkeppniseftirlitinu, sem hann og fleiri hafa gagnrýnt harðlega. Nýbirt skýrsla um áætlað tap íslensks almennings af samráði skipafélaganna verður einnig til umræðu, fyrirhuguð skýrslugerð Eftirlitsins fyrir sjávarútvegsráðuneytið, sem áfrýjunarnefnd samkeppnismála taldi ekki samrýmast hlutverki Eftirlitsins að gera ætti að beiðni og með fjármagni úr sjávarútvegsráðuneytinu.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
    Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
    Days of Gray
    Bíó Tvíó #250

    Days of Gray

    Eldsvoði aldarinnar
    Eitt og annað

    Elds­voði ald­ar­inn­ar

    Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
    Pressa

    Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

    Það sem ég á Bjarna Ben að þakka
    Sif

    Það sem ég á Bjarna Ben að þakka