Helgi Seljan

Rannsóknaritstjóri

Pressa #12: Bróðir Lúðvíks og bráðafíknimóttaka
Pressa#12

Pressa #12: Bróð­ir Lúð­víks og bráðafíkni­mót­taka

Fjöl­skylda Lúð­víks Pét­urs­son­ar sem féll nið­ur um sprungu í Grinda­vík fyr­ir fimm vik­um seg­ir ósvör­uð­um spurn­ing­um þeirra um at­vik­ið hafa fjölg­að að und­an­förnu. Þeim þurfi að svara með óháðri rann­sókn. Rætt er við bróð­ur Lúð­víks í þætt­in­um. Í seinni hlut­an­um verð­ur fjall­að um erf­iða stöðu fjölda sjúk­linga sem glíma við fíkni­vanda og bíða eft­ir að fá hjálp. Að­stand­end­ur segja að bráðafíkni­mót­taka gæti bjarg­að manns­líf­um.
Leituðu svara en fengu símsvara
ViðtalFéll í sprungu í Grindavík

Leit­uðu svara en fengu sím­svara

Eng­inn af þeim sem kom að ákvörð­un­um eða bar ábyrgð á mál­um í Grinda­vík, þeg­ar Lúð­vík Pét­urs­son hvarf of­an í sprungu, hef­ur sett sig í sam­band við börn hans eða systkini eft­ir að leit að hon­um var hætt. „Ósvör­uð­um spurn­ing­um hef­ur bara fjölg­að,“ seg­ir Elías Pét­urs­son, bróð­ir hans. Það sé sorg­lega ís­lenskt að þurfa að stíga fram og berj­ast fyr­ir óháðri rann­sókn. Óboð­legt sé að yf­ir­völd rann­saki sig sjálf.
Skatturinn stendur yfir líkinu af Kalkþörungafélaginu
GreiningStóriðjan í skotlínu skattsins

Skatt­ur­inn stend­ur yf­ir lík­inu af Kalk­þör­unga­fé­lag­inu

Skatt­ur­inn er á góðri leið með að stórsk­aða at­vinnu­líf á Bíldu­dal og skilja Súð­vík­inga eft­ir með skuld­ir og sárt enn­ið, með óbil­girni, tudda­skap og af ann­ar­leg­um hvöt­um. Um þetta opn­aði fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tæk­is sig fyr­ir full­um sal í Hörpu á dög­un­um. Að fund­in­um stóðu skatta­ráð­gjaf­ar með stuðn­ingi alls at­vinnu­lífs­ins.
Í Grindavík er enn 10. nóvember
VettvangurJarðhræringar við Grindavík

Í Grinda­vík er enn 10. nóv­em­ber

Það er nógu leið­in­legt að flytja, þeg­ar mað­ur vel­ur sér það sjálf­ur, hvað þá þeg­ar mað­ur neyð­ist til þess. Og hvernig vel­ur mað­ur hvað eigi að taka með sér og hvað ekki, þeg­ar mað­ur yf­ir­gef­ur stórt ein­býl­is­hús með tvö­föld­um bíl­skúr fyr­ir litla íbúð með lít­illi geymslu? Fjöl­skyld­an á Blóm­st­ur­völl­um 10 í Grinda­vík stóð frammi fyr­ir þeirri spurn­ingu síð­ast­lið­inn sunnu­dag.
Grindavík í gær - degi eftir blót
VettvangurJarðhræringar við Grindavík

Grinda­vík í gær - degi eft­ir blót

Grind­vík­ing­ar blót­uðu þorr­ann í Kópa­vogi á laug­ar­dag. Á sunnu­dags­morg­un ók heil hers­ing sendi­bíla inn í bæ­inn. Hluti bæj­ar­búa fékk að fara inn til að ná í eig­ur sín­ar. Heim­ild­in skoð­aði bæ­inn þeg­ar hún slóst í för með fjöl­skyld­unni á Blóm­st­ur­völl­um 10 sem fyllti sendi­bíl og yf­ir­gaf heim­ili sitt í óvissu um hvort og hvenær þau sneru aft­ur.
Aðstandendur eigi ekki að þurfa að berjast fyrir óháðri rannsókn
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Að­stand­end­ur eigi ekki að þurfa að berj­ast fyr­ir óháðri rann­sókn

Að óbreyttu munu ein­ung­is yf­ir­völd al­manna­varna og lög­reglu­embætt­ið á Suð­ur­nesj­um skoða að­drag­anda þess að Lúð­vík Pét­urs­son féll of­an í sprungu við vinnu sína í húsa­garði í Grinda­vík. Vinnu­eft­ir­lit­ið skoð­ar ein­ung­is lít­inn hluta. Það er ótækt fyr­ir­komu­lag að mati þing­manns sem tel­ur óboð­legt að að­stand­end­ur þurfi að leggj­ast í bar­áttu fyr­ir rann­sókn í slík­um mál­um.
Pressa #10: Dómsmálaráðherra situr fyrir svörum
Pressa#10

Pressa #10: Dóms­mála­ráð­herra sit­ur fyr­ir svör­um

Guð­rún Haf­steins­dótt­ir dóms­mála­ráð­herra sit­ur fyr­ir svör­um í Pressu. Mörg stór mál eru á verk­sviði henn­ar; allt frá út­lend­inga­mál­um til neyð­ar­ástands­ins í Grinda­vík. Í síð­ari hluta þátt­ar setj­ast al­manna­tengl­arn­ir Björg­vin Guð­munds­son og Andrés Jóns­son við um­ræðu­borð­ið og rýna í stjórn­mála­ástand­ið.
Almannavarnir rannsaka sjálfar sig eftir að rannsóknarnefnd var aflögð
Fréttir

Al­manna­varn­ir rann­saka sjálf­ar sig eft­ir að rann­sókn­ar­nefnd var af­lögð

Þrátt fyr­ir ít­rek­að al­manna­varn­ar­ástand á und­an­förn­um ár­um og for­dæma­laus­ar íþyngj­andi að­gerð­ir í tengsl­um við þær, lögðu stjórn­völd nið­ur nefnd sem ætl­að var að rann­saka hvernig yf­ir­völd al­manna­varna færu að í slíku ástandi. Dóms­mála­ráð­herra færði eft­ir­lit­ið yf­ir til al­manna­varna sjálfra eft­ir að hafa rök­stutt það að leggja af nefnd­ina, með þeim rök­um að hans eig­in ráðu­neyt­ið hefði aldrei gert henni kleift að sinna skyld­um sín­um.
Reynslumikill og varkár fagmaður – faðir, vinur og útivistarmaður
Fréttir

Reynslu­mik­ill og var­kár fag­mað­ur – fað­ir, vin­ur og úti­vist­ar­mað­ur

„Miss­ir fjöl­skyldu, vina, vinnu­fé­laga og allra annarra sem líf Lúlla snerti er ólýs­an­leg­ur og sökn­uð­ur okk­ar allra óend­an­leg­ur,“ seg­ir í kveðju­orð­um Elías­ar Pét­urs­son­ar um bróð­ur sinn Lúð­vík, sem féll of­an í djúpa sprungu í Grinda­vík, við vinnu sína fyr­ir Nátt­úru­ham­fara­trygg­ingu Ís­lands.

Mest lesið undanfarið ár