Pressa: Guð­rún seg­ir neyð­ar­ástand í hæl­is­leit­enda­mál­um

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra ræddi stöðu hælisleitenda í Pressu. Hún segir að það ríki neyðarástand í málaflokki flóttafólks, sem kosti 20 milljarða, samkvæmt nýjum útreikningum í ráðuneytinu. Það er markmið stjórnvalda að fækka umsóknum um alþjóðlega vernd.
· Umsjón: Helgi Seljan

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sigursteinn Másson skrifaði
    Helgi hittir naglann á höfuðið. Þegar flóttafólk frá Úkraínu og Venezúela eru tekin út fyrir sviga þá er bara engin töluleg fjölgun á umsóknum um alþjóðlega vernd á Íslandi. Það er fækkun. Innan við 1000 samtals á síðasta ári. Það er alltaf verið að rugla fólk með einhverjum pólitískum tröllasögum sem eiga ekki við rök að styðjast. Ég er í samskiptum við tugi fólks sem komu til Íslands sem flóttafólk. Allt þetta fólk hefur lagt mikið til samfélagsins í formi vinnuframlags en auðvitað líka með því að gera Ísland áhugaverðara sem fjölmenningarsamfélag sem ekki má gleymast. Það að tala um einhverja tuttugu milljarða sem beinan kostnað er út í hött. Ekkert tilliti er tekið til þess að þúsundir flóttafólks leggja mikla vinnu á sig í störfum sem annars væri erfitt og jafnvel útilokað að manna. Þau borga sína skatta og skyldur og leggja án efa hlutfallslega síst minna til samfélagsins en fólk sem hér er fætt. Það er löngu tímabært að koma þessari umræðu upp úr þeim popúliska forarpytt sem dómsmálaráðherra og hennar fylgisfólk reynir sífellt að troða henni ofan í og höfða þannig til lægstu hvata.
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Days of Gray
Bíó Tvíó #250

Days of Gray

Eldsvoði aldarinnar
Eitt og annað

Elds­voði ald­ar­inn­ar

Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
Pressa

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Það sem ég á Bjarna Ben að þakka
Sif

Það sem ég á Bjarna Ben að þakka