Pressa
Pressa #10

Pressa #10: Dóms­mála­ráð­herra sit­ur fyr­ir svör­um

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra situr fyrir svörum í Pressu. Mörg stór mál eru á verksviði hennar; allt frá útlendingamálum til neyðarástandsins í Grindavík. Í síðari hluta þáttar setjast almannatenglarnir Björgvin Guðmundsson og Andrés Jónsson við umræðuborðið og rýna í stjórnmálaástandið.
· Umsjón: Helgi Seljan

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra situr fyrir svörum í Pressu, sem sýnd er á vef Heimildarinnar í beinu streymi klukkan 12.00 á föstudögum og aðgengilegur í heild sinni að þætti loknum. Guðrún tók við embætti dómsmálaráðherra í haust og hefur síðan staðið í ströngu vegna umdeildra og flókinna mála sem heyra undir ráðuneytið.

Sem æðsti yfirmaður almannavarna hafa afleiðingar jarðhræringa á Reykjanesi, uppbygging varnargarða og rýmingaraðgerðir meðal annars lent á hennar borði rétt eins og krafa um ítarlega rannsókn á því þegar Lúðvík Pétursson féll í sprungu við vinnu sína í Grindavík. Útlendingamál eru ekki síður í deiglunni.

Tillögur Guðrúnar um lokað búsetuúrræði fyrir hælisleitendur sem andstæðingar þess kalla fangelsi, er á leið fyrir ríkisstjórn. Samhliða vaxandi og háværari krafna innan hennar eigin flokks um nauðsyn þess að hefta enn móttöku hælisleitenda hingað til lands.

Í þáttinn koma einnig almannatenglarnir Björgvin Guðmundsson og Andrés Jónsson og ræða stjórnmálaástandið, en það hugtak hefur ef til vill sjaldan átt betur við en núna. Úrskurðir umboðsmanns, yfirlýsingar einstaka stjórnarliða um samstarfsflokkana, fylgiskannanir og hveitibrauðsdagar formanns Sjálfstæðisflokksins í nýju ráðuneyti, verða rædd þar. 

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Vitlaus vísindi
Flækjusagan · 10:27

Vit­laus vís­indi

Ógeðsverk á eyðieyju - seinni hluti
Flækjusagan · 10:38

Ógeðs­verk á eyðieyju - seinni hluti

Vald og maktsýki á eyðieyjum - fyrri hluti
Flækjusagan · 11:17

Vald og makt­sýki á eyðieyj­um - fyrri hluti

Stjórnmál eru ekki ástarsamband
Sif #21 · 06:02

Stjórn­mál eru ekki ástar­sam­band