Helgi Seljan

Rannsóknaritstjóri

Furðulegt ferðalag íslenskrar síldar til Úkraínu um Panama
Rannsókn

Furðu­legt ferða­lag ís­lenskr­ar síld­ar til Úkraínu um Panama

Ís­lensk sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki seldu upp­sjáv­ar­fisk til Evr­ópu­lands­ins Úkraínu í gegn­um ríki í öðr­um heims­álf­um. Eitt af þess­um lönd­um var skatta­skjól­ið Panama sem varð al­ræmt eft­ir gagnalek­ann frá Mossack Fon­seca ár­ið 2016. Fisk­sölu­fyr­ir­tæk­in vilja ekki svara spurn­ing­um um við­skipt­in en þrír sér­fræð­ing­ar segja þau líta út fyr­ir að vera gerð af skatta­leg­um ástæð­um, gerð til þess eins að stýra því hvar hagn­að­ur mynd­ist.
Hvað kom fyrir Kidda?
Myndband

Hvað kom fyr­ir Kidda?

Hálfri öld eft­ir að til­kynnt var um bíl­slys í Óshlíð á milli Bol­ung­ar­vík­ur og Ísa­fjarð­ar er lög­regl­an loks að rann­saka hvað átti sér stað. Lík Krist­ins Hauks Jó­hann­es­son­ar, sem lést í slys­inu, var graf­ið upp og bein hans rann­sök­uð. Son­ur og hálf­bróð­ir Krist­ins urðu til þess yf­ir­völd skoða loks­ins, marg­saga vitni og mynd­ir af vett­vangi sem urðu til þess að mál­ið var tek­ið upp að nýju.
„Það raskar enginn grafarhelgi að gamni sínu“
Vettvangur

„Það rask­ar eng­inn grafar­helgi að gamni sínu“

Upp­gröft­ur á jarð­nesk­um leif­um Krist­ins Hauks Jó­hann­es­son­ar úr kirkju­garði á Barða­strönd er án for­dæma í Ís­lands­sög­unni. Fjöl­mennt lög­reglu­lið tók þátt í að­gerð­inni. Stund­in var á staðn­um ásamt Þórólfi Hil­bert Jó­hann­es­syni hálf­bróð­ur Krist­ins Hauks og kvik­mynda­tök­uliði, sem ásamt blaða­mönn­um Stund­ar­inn­ar vinna að heim­ild­ar­mynd um þetta sér­stæða mál.
Hvað kom fyrir Kidda?
Rannsókn

Hvað kom fyr­ir Kidda?

Hálfri öld eft­ir að til­kynnt var um bíl­slys í Óshlíð á milli Bol­ung­ar­vík­ur og Ísa­fjarð­ar er lög­regl­an loks að rann­saka hvað átti sér stað. Lík Krist­ins Hauks Jó­hann­es­son­ar, sem lést í slys­inu, var graf­ið upp og bein hans rann­sök­uð. Son­ur og hálf­bróð­ir Krist­ins urðu til þess yf­ir­völd skoða loks­ins, marg­saga vitni og mynd­ir af vett­vangi sem urðu til þess að mál­ið var tek­ið upp að nýju.
Moshensky kannast ekki við fjármálamiðstöðina í smáíbúðahverfinu
FréttirÓlígarkinn okkar

Mos­hen­sky kann­ast ekki við fjár­mála­mið­stöð­ina í smá­í­búða­hverf­inu

Hví­trús­senski auð­mað­ur­inn Al­ex­and­er Mos­hen­sky svar­ar ekki spurn­ing­um um fé­lag­ið Alpha Mar Foundati­on í skatta­skjólnu Seychell­es. Sam­kvæmt gögn­um seldi fé­laga­net Mos­hen­skys breskt fé­lag til ís­lensks sam­starfs­manns hans, Karls Kon­ráðs­son­ar sem rek­ur það frá heim­ili sínu í Smá­í­búða­hverf­inu. Mos­hen­sky kann­ast ekki við að vera með starfs­mann eða eiga fé­lag á Ís­landi.
Endurvinnslan sökuð um vörusvik og grænþvott
Fréttir

End­ur­vinnsl­an sök­uð um vöru­svik og græn­þvott

End­ur­vinnsl­an hf. hef­ur í aug­lýs­ing­um und­an­far­in ár ít­rek­að gef­ið til kynna að gler­flösk­ur séu end­urunn­ar, jafn­vel þótt fyr­ir­tæk­ið urði allt gler og hafi gert í ára­tugi. Fyr­ir­heit um að hefja slíka end­ur­vinnslu í fyrra stóð­ust ekki, jafn­vel þótt rík­ið hafi í rúmt ár inn­heimt sér­stakt gjald fyr­ir gler. Formað­ur Neyt­enda­sam­tak­anna sak­ar End­ur­vinnsl­una um vöru­svik og græn­þvott og Neyt­enda­stofa skoð­ar hvort aug­lýs­ing­ar fyr­ir­tæk­is­ins stand­ist lög.
Toppar ákæru- og lögregluvalds í Namibíu á Íslandi vegna Samherjamáls
FréttirSamherjaskjölin

Topp­ar ákæru- og lög­reglu­valds í Namib­íu á Ís­landi vegna Sam­herja­máls

Rík­is­sak­sókn­ari Namib­íu og yf­ir­mað­ur namib­ísku spill­ing­ar­lög­regl­unn­ar, hafa ver­ið á Ís­landi frá því fyr­ir helgi og fund­að með hér­lend­um rann­sak­end­um Sam­herja­máls­ins. Fyr­ir viku síð­an fund­uðu rann­sak­end­ur beggja landa sam­eig­in­lega í Haag í Hollandi og skipt­ust á upp­lýs­ing­um. Yf­ir­menn namib­ísku rann­sókn­ar­inn­ar hafa ver­ið í sendi­nefnd vara­for­set­ans namib­íska, sem fund­að hef­ur um framsals­mál Sam­herja­manna við ís­lenska ráð­herra.
Utanríkisráðherra Namibíu ræddi framsalsmál við Katrínu forsætisráðherra
FréttirSamherjaskjölin

Ut­an­rík­is­ráð­herra Namib­íu ræddi framsals­mál við Katrínu for­sæt­is­ráð­herra

Ut­an­rík­is­ráð­herra Namib­íu, Net­um­bo Nandi-Ndaitwah, er stödd hér á landi í tveggja daga heim­sókn. Hún fund­ar með ís­lensk­um ráð­herr­um og heim­sæk­ir fyr­ir­tæki. Að­stoð­ar­mað­ur ut­an­rík­is­ráð­herra, Þór­dís­ar Kol­brún­ar Gylfas­dótt­ur, seg­ir að namib­íski ráð­herr­ann hafi ekki vilj­að að­komu ís­lenskra fjöl­miðla að heim­sókn­inni.
Fjarmálamiðstöð Moshenskys í smáíbúðahverfinu
AfhjúpunÓlígarkinn okkar

Fjar­mála­mið­stöð Mos­hen­skys í smá­í­búða­hverf­inu

Breskt skúffu­fé­lag, Max Cred­it In­vest­ment Lim­ited, sem fjár­magn­að hef­ur við­skipti hví­trúss­neska ólíg­ark­ans Al­eks­and­ers Mos­hen­sky komst ný­ver­ið í eigu ís­lend­ings­ins Karls Kon­ráðs­son­ar. Verð­ið sem Karl greiddi fyr­ir fé­lag­ið virð­ist ekki í neinu sam­ræmi við eign­ir þess og um­svif, sem virð­ast ein­skorð­ast við að miðla pen­ing­um milli af­l­ands­fé­lags og fyr­ir­tækja Mos­hen­sky í Aust­ur-Evr­ópu. Úkraínsk skatta­yf­ir­völd rann­sök­uðu slík við­skipti.
Hergagnaflug fyrir 125 milljónir
FréttirÚkraínustríðið

Her­gagna­flug fyr­ir 125 millj­ón­ir

Ís­lensk stjórn­völd hafa frá því í lok fe­brú­ar greitt 125 millj­ón­ir króna fyr­ir her­gagna­flutn­ing. Stærst­ur hluti greiðsl­unn­ar hef­ur far­ið til flug­fé­lags­ins Blá­fugls. Hlut­hafi í móð­ur­fé­lagi þess og her­mála­full­trúi Ís­lands hjá NATO hef­ur haft milli­göngu um við­skipt­in. Tvær flug­vél­ar rúss­neska rík­is­ins eru skráð­ar á ís­lenska loft­fara­skrá. Blá­fugl leigði vél­arn­ar stuttu fyr­ir inn­rás­ina í Úkraínu en varð að skila þeim vegna við­skipta­banns gegn Rúss­um.
Að deyja úr fordómum
Viðtal

Að deyja úr for­dóm­um

Elísa­bet Jök­uls­dótt­ir er með nýrna­bil­un á loka­stigi eft­ir röð læknam­istaka. Rík­ið hef­ur þeg­ar við­ur­kennt mis­tök­in og ekki síð­ur þá stað­reynd að ein­kenni og beiðn­ir Elísa­bet­ar um að­stoð voru huns­að­ar ár­um sam­an. Lög­mað­ur henn­ar seg­ir að í mál­inu krist­all­ist for­dóm­ar gegn geð­sjúk­um sem tals­mað­ur Geð­hjálp­ar seg­ir allt of al­genga.
300 milljóna veðmál fjölskyldu dómsmálaráðherra
Afhjúpun

300 millj­óna veð­mál fjöl­skyldu dóms­mála­ráð­herra

Einka­hluta­fé­lag sem stofn­að var af Jóni Gunn­ars­syni dóms­málaráherra og eig­in­konu hans í mars keypti ein­býl­is­hús og 3,2 hekt­ara lóð í Garða­bæ á 300 millj­ón­ir mán­uði síð­ar. Dag­inn áð­ur komu ný­ir eig­end­ur inn í fé­lag­ið og Jón fór úr eig­enda­hópn­um. Kon­an hans er með­al eig­enda og sit­ur hún í stjórn fé­lags­ins ásamt syni þeirra og tengda­dótt­ur. Stefnt er að bygg­ingu 30-40 íbúða byggð. Fyrri eig­andi reyndi margít­rek­að að fá að ráð­ast í sam­bæri­lega upp­bygg­ingu en var alltaf hafn­að af bæn­um.
Embættismaður á hlut í félagi sem hann samdi við um hergagnaflutning
Fréttir

Emb­ætt­is­mað­ur á hlut í fé­lagi sem hann samdi við um her­gagna­flutn­ing

Ut­an­rík­is­ráðu­neyt­ið hef­ur flog­ið her­gögn­um til Úkraínu í á ann­an tug skipta und­an­farna mán­uði. Ráðu­neyt­ið vill ekki gefa upp hversu mörg flug­in eru, hver kostn­að­ur­inn sé eða hvað hafi ver­ið flutt. Ráðu­neyt­ið tel­ur ekk­ert óeðli­legt við að emb­ætt­is­mað­ur sé hlut­hafi í flug­fé­lag­inu sem oft­ast var sam­ið við. Sama fé­lag er sak­að um fé­lags­leg und­ir­boð og að brjóta kjara­samn­inga.
Fór í veislu og á fund flokksmanna en hundsaði bæjarstjórn
Fréttir

Fór í veislu og á fund flokks­manna en hunds­aði bæj­ar­stjórn

Jón Gunn­ars­son dóms­mála­ráð­herra sat fund og var gest­ur í veislu flokks­fé­laga sinna í Eyj­um, á sama tíma og hann hafði af­boð­að sig á fund með bæj­ar­yf­ir­völd­um. Seg­ir það ekki hluta af kosn­inga­bar­áttu að gagn­rýna meiri­hlut­ann og til­kynna um að sýslu­mað­ur verði áfram í Eyj­um á fundi flokks­manna. Bæj­ar­stjór­inn er hissa á ráð­herr­an­um en fagn­ar því ef enn einu sinni hef­ur tek­ist hef­ur að hrinda áform­um ráð­herra Sjálf­stæð­is­flokks­ins um að leggja af embætti sýslu­manns í Eyj­um.
Ungverjaland bjargaði Moshensky frá þvingunum ESB
FréttirÓlígarkinn okkar

Ung­verja­land bjarg­aði Mos­hen­sky frá þving­un­um ESB

Sendi­herr­ar tíu Evr­ópu­þjóða lögðu í síð­ustu viku til að Al­eks­and­er Mos­hen­sky, kjör­ræð­is­mað­ur Ís­lands í Hvíta-Rússlandi og um­svifa­mik­ill fiskinn­flytj­andi, yrði lát­inn sæta við­skipta­þving­un­um ESB vegna tengsla sinna og stuðn­ings við ein­ræð­is­herr­ann Lukashen­ko. Ung­verj­ar komu hon­um til bjarg­ar og vöktu, sam­kvæmt heim­ild­um Stund­ar­inn­ar, mikla reiði Pól­verja og Lit­háa. Kjör­ræð­is­mað­ur Ung­verja­lands er und­ir­mað­ur Mos­hen­sky.

Mest lesið undanfarið ár