Helgi Seljan

Rannsóknaritstjóri

Ráðuneyti segir ríkisforstjóra hafa þegið milljónir í laun án heimildar
AfhjúpunEndurvinnsla á Íslandi

Ráðu­neyti seg­ir rík­is­for­stjóra hafa þeg­ið millj­ón­ir í laun án heim­ild­ar

Fram­kvæmda­stjóri Úr­vinnslu­sjóðs hef­ur í 7 ár feng­ið greidd laun fyr­ir starf sem lagt var nið­ur ár­ið 2015. Fjár­mála­ráðu­neyt­ið seg­ir fram­kvæmda­stjór­ann ekki hafa gert þetta í góðri trú og hvet­ur stjórn til að krefja hann um end­ur­greiðslu, en allt að helm­ing­ur upp­hæð­ar­inn­ar er þeg­ar fyrnd­ur.
Dagbók skólastúlku um Jón Baldvin
Á bakvið fréttirnar#3

Dag­bók skóla­stúlku um Jón Bald­vin

Blaða­menn Stund­ar­inn­ar ræða efni og vinnslu nýj­asta tölu­blaðs Stund­ar­inn­ar. Mar­grét Marteins­dótt­ir ræð­ir upp­ljóstrun úr hálfr­ar ald­ar göml­um dag­bók­um ung­lings­stúlku sem lýs­ir kyn­ferð­is­leg­um sam­skipt­um sín­um við gagn­fræða­skóla­kenn­ar­ann Jón Bald­vin Hanni­bals­son. Val­gerð­ur Þor­steins­dótt­ir, seg­ir frá fundi dag­bók­anna, sem móð­ir henn­ar heit­in, Þóra Hreins­dótt­ir, skrif­aði um sam­band sitt við Jón og dul­ar­full­um draumi sem leiddi til þess að lyk­il­gagn í mál­inu kom í leit­irn­ar. Blaða­mað­ur­inn Ingi Freyr Vil­hjálms­son rek­ur sögu ásak­ana og mál­svarn­ar Jóns Bald­vins, þann ára­tug sem lið­in er frá því fyrst var fjall­að um ásak­an­ir gegn hon­um. Að­al­steinn Kjart­ans­son lýs­ir raun­um blaða­manns við að fjalla um mik­il­vægt mál­efni á manna­máli og Freyr Rögn­valds­son fer yf­ir rann­sókn­ar­skýrslu um Lauga­lands­heim­il­ið og við­brögð þeirra sem þar dvöldu.
Færeyskur ráðherra krafinn svara um Samherjarannsókn
FréttirSamherjaskjölin

Fær­eysk­ur ráð­herra kraf­inn svara um Sam­herj­a­rann­sókn

Högni Hoy­dal, formað­ur Þjóð­veld­is­flokks­ins fær­eyska, hef­ur í fær­eyska þing­inu ósk­að eft­ir svör­um við því hvað líði rann­sókn lög­reglu á meint­um skatta­laga­brot­um Sam­herja í Fær­eyj­um. Sam­herji end­ur­greiddi 340 millj­ón­ir króna til fær­eyska Skatts­ins, sem vís­aði mál­inu til lög­reglu. Síð­an hef­ur lít­ið af því frést.
Fjármálastjóri hjá Samherja segir mútugreiðslur í Afríku nauðsynlegar
FréttirSamherjaskjölin

Fjár­mála­stjóri hjá Sam­herja seg­ir mútu­greiðsl­ur í Afr­íku nauð­syn­leg­ar

Brynj­ar Þórs­son, fjár­mála­stjóri Sam­herja á Kana­ríeyj­um, sem með­al ann­ars kom að greiðsl­um til namib­ískra ráða­manna, seg­ir að „svo­kall­að­ar mútu­greiðsl­ur“ séu „stand­ard“ í Afr­íku. Þetta kom fram í yf­ir­heyrsl­um yf­ir Brynj­ari sem hef­ur stöðu vitn­is í rann­sókn Sam­herja­máls­ins hjá hér­aðssak­sókn­ara. Brynj­ar sagði Sam­herja hafa beitt sömu að­ferð­um til að kom­ast yf­ir kvóta í Mar­okkó og Má­rit­an­íu, áð­ur en fyr­ir­tæk­ið hóf út­gerð í Namib­íu.
Sex gjaldþrot og jarðarför
Afhjúpun

Sex gjald­þrot og jarð­ar­för

Fjöldi fyr­ir­tækja sem öll tengj­ast litl­um hópi manna sem leigt hef­ur út er­lenda starfs­menn, hafa far­ið í þrot á síð­ustu ár­um og skil­ið eft­ir hundruð millj­óna króna skatta- og ið­gjalda­skuld­ir. Á inn­an við ári hafa fjög­ur fyr­ir­tæki þeirra far­ið í þrot án þess að nokk­uð feng­ist upp í hálfs millj­arðs króna kröf­ur í þau. Huldu­menn sem taka yf­ir fyr­ir­tæk­in stuttu fyr­ir gjald­þrot eru tald­ir vera svo­kall­að­ir út­far­ar­stjór­ar.
Íslensk stjórnvöld gagnrýnd fyrir að senda Brynjar á fund í stað ráðherra
FréttirSamherjaskjölin

Ís­lensk stjórn­völd gagn­rýnd fyr­ir að senda Brynj­ar á fund í stað ráð­herra

Namib­ísk sendi­nefnd sem var hér á landi í júní ósk­aði ekki eft­ir fundi í dóms­mála­ráðu­neyt­inu, held­ur var hún send þang­að að beiðni for­sæt­is­ráð­herra. Að­stoð­ar­mað­ur dóms­mála­ráð­herra sat hins veg­ar fund­inn og neit­ar að hafa gert at­huga­semd­ir við að namib­íski rík­is­sak­sókn­ar­inn vís­aði til Sam­herja­manna sem „sak­born­inga“ í máli sínu, eins og heim­ild­ir Stund­ar­inn­ar herma. Sendi­nefnd­in namib­íska taldi fund­inn tíma­sóun.
Tölvuárás á Fréttablaðið sögð rússnesk hefnd
Fréttir

Tölvu­árás á Frétta­blað­ið sögð rúss­nesk hefnd

Vef­ur Frétta­blaðs­ins verð­ur tek­inn nið­ur í kvöld biðj­ist rit­stjórn ekki af­sök­un­ar á því að hafa birt frétta­mynd frá Úkraínu. Ónafn­greind­ir rúss­nesk­ir tölvu­hakk­ar­ar hófu skyndi­á­hlaup á vef blaðs­ins í morg­un. Rúss­neska sendi­ráð­ið krafð­ist á sama tíma af­sök­un­ar­beiðni og seg­ir blað­ið hafa brot­ið ís­lensk lög. Steinn Stein­arr og Þór­berg­ur Þórð­ar­son hlutu dóma fyr­ir brot á sömu laga­grein þeg­ar þeir þóttu hafa veg­ið að æru og heiðri Ad­olfs Hitler og Nas­ista.
Úkraína frysti eignir Moshensky-fjölskyldunnar
FréttirÓlígarkinn okkar

Úkraína frysti eign­ir Mos­hen­sky-fjöl­skyld­unn­ar

Úkraínsk yf­ir­völd eru sögð hafa kyrr­sett eig­ur og fryst banka­reikn­inga fyr­ir­tæk­is­ins Santa Kholod í Kænu­garði. Yf­ir­völd þar telja hví­trúss­nesk fyr­ir­tæki fjár­magna inn­rás Rússa með óbein­um hætti, vegna stuðn­ings ein­ræð­is­stjórn­ar Lukashen­ko. Santa Kholod er hluti af fyr­ir­tækja­keðju Al­eks­and­ers Mos­hen­sky, kjör­ræð­is­manns Ís­lands, fiskinn­flytj­anda og ólíg­arka í Hvíta-Rússlandi. Sagð­ur hafa skráð fyr­ir­tæki á dótt­ur sína til að verj­ast þving­un­um ESB.
Fyrirtækjum fjölgar en tekjur ríkisins lækka
Fréttir

Fyr­ir­tækj­um fjölg­ar en tekj­ur rík­is­ins lækka

Inn­an við þriðj­ung­ur fyr­ir­tækja greið­ir tekju­skatt, helm­ing­ur greið­ir ekki laun og litlu færri greiða hvorki trygg­inga­gjald né tekju­skatt. Á sama tíma og hluta­fé­lög­um fjölg­ar skil­a þau minni tekj­um í rík­is­sjóð. Þetta er nið­ur­staða meist­ar­a­rann­sókn­ar Sig­urð­ar Jens­son­ar, sem starf­að hef­ur við skatteft­ir­lit í árarað­ir. Vís­bend­ing­ar eru um að hluta­fé­laga­formið sé of­not­að, að menn séu að koma fyr­ir eign­um sem alla jafna ættu að vera á þeirra per­sónu­legu skatt­fram­töl­um, í því skyni að spara sér skatt­greiðsl­ur.
Creditinfo setur strangari skilyrði um framúrskarandi fyrirtæki
Fréttir

Cred­it­in­fo set­ur strang­ari skil­yrði um framúrsk­ar­andi fyr­ir­tæki

Stærri fyr­ir­tæki sem sæta op­in­ber­um rann­sókn­um munu verða fjar­lægð af lista Cred­it­in­fo yf­ir Framúrsk­ar­andi fyr­ir­tæki. Aukn­ar kröf­ur um um­hverf­is-, jafn­rétt­is- og mann­rétt­inda­stefnu auk sam­fé­lags­ábyrgð­ar eru nú lagð­ar til grund­vall­ar. Stór­fyr­ir­tæki sem geng­ist hafa við sam­keppn­is­brot­um eða sætt op­in­ber­um rann­sókn­um hafa hing­að til átt auð­velt með að fá fyr­ir­mynd­arstimp­il og að­ild að sam­tök­um sem kenna sig við sam­fé­lags­ábyrgð.
Ísland með augum úkraínskrar flóttakonu
Viðtal

Ís­land með aug­um úkraínskr­ar flótta­konu

Tania Korolen­ko er ein þeirra rúm­lega þús­und ein­stak­linga sem kom­ið hafa til Ís­lands í leit að skjóli und­an sprengjuregni rúss­neska inn­rás­ar­hers­ins eft­ir inn­rás­ina í Úkraínu. Heima starf­rækti hún sum­ar­búð­ir fyr­ir úkraínsk börn, kenndi ensku og gaf fyr­ir ekki margt löngu út smá­sagna­safn. Hún hef­ur hald­ið dag­bók um komu sína og dvöl á Ís­landi og ætl­ar að leyfa les­end­um Stund­ar­inn­ar að fylgj­ast með kynn­um flótta­konu af landi og þjóð.
Ríkissaksóknari skoðar ummæli Helga – enn einu sinni
Úttekt

Rík­is­sak­sókn­ari skoð­ar um­mæli Helga – enn einu sinni

Helgi Magnús Gunn­ars­son, vara­rík­is­sak­sókn­ari og þar með einn æðsti emb­ætt­is­mað­ur rétt­ar­vörslu­kerf­is­ins á Ís­landi, kemst reglu­lega í fjöl­miðla fyr­ir um­deild um­mæli, oft sett fram á Face­book. Sam­tök­in '78 hafa kært nýj­ustu um­mæl­in og rík­is­sak­sókn­ari þarf nú sem áð­ur að svara fyr­ir það sem Helgi skrif­ar í frí­tíma sín­um.

Mest lesið undanfarið ár