Erla Hlynsdóttir

Veffréttastjóri

Móðir mannsins sem lést eftir stunguárás: „Ég dæmi ekki foreldra þeirra því ég er sjálf móðir“
Fréttir

Móð­ir manns­ins sem lést eft­ir stungu­árás: „Ég dæmi ekki for­eldra þeirra því ég er sjálf móð­ir“

Móð­ir manns­ins sem lést á fimmtu­dag eft­ir að hafa ver­ið stung­inn á bíla­stæði Fjarð­ar­kaupa í Hafnar­firði seg­ist vera með djúpt sár í hjart­anu. Son­ur henn­ar hafi átt dótt­ur í Póllandi en hafi ver­ið hér til að sjá fyr­ir fjöl­skyldu sinni. Hún er að bug­ast af sorg en reikn­ar þó með að mesta sjokk­ið sé eft­ir.
Umdeildar öryggismyndavélar í notkun hjá Reykjavíkurborg
Fréttir

Um­deild­ar ör­ygg­is­mynda­vél­ar í notk­un hjá Reykja­vík­ur­borg

Ör­ygg­is­mynda­vél­ar frá um­deild­um kín­versk­um fyr­ir­tækj­um eru í notk­un hjá Reykja­vík­ur­borg sem og við op­in­ber­ar bygg­ing­ar á Ís­landi. Vél­ar frá þess­um fyr­ir­tækj­um eru bann­að­ar víða um lönd, ým­ist vegna mögu­legra ör­ygg­is­bresta eða þátt­töku í mann­rétt­inda­brot­um í Kína. Sér­fræð­ing­ur í tækniör­yggi seg­ir eng­an hug­bún­að full­kom­lega ör­ugg­an.
Stærsta fjárfesting ríkisins í Íslandsögunni – 210 milljarðar í uppbyggingu nýs Landspítala
Fréttir

Stærsta fjár­fest­ing rík­is­ins í Ís­land­s­ög­unni – 210 millj­arð­ar í upp­bygg­ingu nýs Land­spít­ala

For­sæt­is­ráð­herra, heil­brigð­is­ráð­herra og fjár­mála­ráð­herra kynntu í dag áætl­un um upp­bygg­ingu inn­viða heil­brigðis­kerf­is­ins til árs­ins 2030. Í því felst með­al ann­ars að verja 210 millj­örð­um króna í upp­bygg­ingu nýs Land­spít­ala. Verk­efn­ið er að fullu fjár­magn­að. Ljóst er að geð­sviði spít­al­ans verð­ur fund­ið nýtt hús­næði.
Yfir 300 ungmenni nýtt sér Sjúkt spjall - „Þá vildi hann alltaf meira, líka ef ég var veik og vildi slaka á“
Fréttir

Yf­ir 300 ung­menni nýtt sér Sjúkt spjall - „Þá vildi hann alltaf meira, líka ef ég var veik og vildi slaka á“

Börn og ung­menni hafa alls átt yf­ir 300 sam­töl við ráð­gjafa hjá Stíga­mót­um eft­ir að nafn­lausa net­spjall­ið Sjúkt spjall var opn­að fyr­ir rúmu ári. Talskona Stíga­móta seg­ir spjall­ið mik­il­vægt því ung­ling­ar sem verða fyr­ir kyn­ferð­isof­beldi veigri sér við að leita til for­eldra eða starfs­fólks skóla. Sjúkt spjall er nú op­ið þrjú kvöld í viku, í alls sex klukku­tíma, og biðla Stíga­mót til al­menn­ings þannig að hægt sé að auka þessa þjón­ustu við börn og ung­menni. Stór­átaks sé þörf til að fræða ung­linga um sam­þykki og mörk, og vinna gegn áhrif­um klámiðn­að­ar­ins.
Borga sig frá refsingu
Fréttir

Borga sig frá refs­ingu

Dæmi eru um að reynt sé að múta þo­lend­um of­beld­is­brota til að falla frá kæru. Þarna mynd­ast kerfi ut­an kerf­is­ins þar sem þol­andi er jafn­vel und­ir þrýst­ingi að und­ir­gang­ast þessa leið. Sáttamiðl­un með að­komu lög­reglu er vannýtt úr­ræði þar sem ger­andi og þol­andi ná sátt­um og lýk­ur mál­um þá jafn­vel með greiðslu miska­bóta án þess að mál­ið fari á saka­skrá ger­anda. For­senda sáttamiðl­un­ar er háð því að há­marks refs­ing fyr­ir brot sé minni en sex mán­aða fang­elsi.
207 milljónir fyrir öryggisvistun eins manns undir stjórn Guðmundar Sævars
Fréttir

207 millj­ón­ir fyr­ir ör­yggis­vist­un eins manns und­ir stjórn Guð­mund­ar Sæv­ars

Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­ið greið­ir einka­reknu fyr­ir­tæki 207 millj­ón­ir á þessu ári vegna ör­yggis­vist­un­ar eins manns. For­stöðu­mað­ur á heim­ili manns­ins Guð­mund­ur Sæv­ar Sæv­ars­son, sem fór í ótíma­bund­ið leyfi frá störf­um sín­um sem deild­ar­stjóri á ör­ygg­is- og rétt­ar­geð­deild­um eft­ir að Geð­hjálp birti svarta skýrslu um starf­sem­ina.
Tómar ritstjórnarskrifstofur Fréttablaðsins – „Mér líður hörmulega“
Fréttir

Tóm­ar rit­stjórn­ar­skrif­stof­ur Frétta­blaðs­ins – „Mér líð­ur hörmu­lega“

Rit­stjórn­ar­skrif­stof­ur Frétta­blaðs­ins eru nú tóm­ar eft­ir að starfs­fólki var til­kynnt í morg­un að út­gáfu blaðs­ins væri hætt. Rit­stjóri Frétta­blaðs­ins seg­ir stöð­una áfall fyr­ir ís­lenska fjöl­miðla­sögu og áfall fyr­ir lýð­ræð­ið í land­inu. Sam­hliða því að út­gáfu­fé­lag­ið Torg fer í þrot flyst DV.is í Hlíða­smára.
Vinstri snúningur hjá VG – Vilja auðlegðaskatt og auðlindir í þjóðareign
Fréttir

Vinstri snún­ing­ur hjá VG – Vilja auð­legða­skatt og auð­lind­ir í þjóð­ar­eign

Vinstri græn vilja banna skatta­skjól, inn­leiða auð­legða­skatt og koma bönd­um á fjöl­þjóða fyr­ir­tæki sem koma sér und­an skatt­greiðsl­um með klækj­a­brögð­um. Þá vill hreyf­ing­in ljúka end­ur­skoð­un stjórn­ar­skrár­inn­ar, taka fyr­ir einka­rekst­ur í ágóða­skyni þeg­ar kem­ur að heil­brigð­is­þjón­ustu og halda í skefj­um gróða­drif­inni hús­næð­is­upp­bygg­ingu verk­taka. Ell­efu stefn­ur og fjöldi álykt­ana voru sam­þykkt­ar á lands­þingi hreyf­ing­ar­inn­ar sem lauk í dag.
Aðalsteinn hélt eldræðu á landsfundi - „Mér er algjörlega misboðið“
Fréttir

Að­al­steinn hélt eldræðu á lands­fundi - „Mér er al­gjör­lega mis­boð­ið“

Að­al­steinn Bald­urs­son verka­lýðs­forkólf­ur hélt ræðu á lands­þingi Vinstri grænna í dag þar sem hann skaut föst­um skot­um að for­ystu Efl­ing­ar og for­dæmdi þá hat­ursorð­ræðu sem hef­ur grass­er­að inn­an verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar sem og í stjórn­mál­un­um. „Oft­ar en ekki, eru þetta að­il­ar sem standa ut­an stétt­ar­fé­laga eða eru óvirk­ir fé­lags­menn. Menn sem vilja ala á óein­ingu inn­an hreyf­ing­ar­inn­ar og fá sem flest læk á sín­ar færsl­ur fyr­ir róg­burð og ærumeið­ing­ar,“ sagði hann.
Spurð „Er þetta þess virði?“ - Katrín hlaut standandi lófatak á landsfundi
Fréttir

Spurð „Er þetta þess virði?“ - Katrín hlaut stand­andi lófa­tak á lands­fundi

Katrín Jak­obs­dótt­ir, formað­ur Vinstri grænna, ávarp­aði gagn­rýni á út­lend­inga­frum­varp­ið þeg­ar hún hélt ræðu á lands­fundi hreyf­ing­ar­inn­ar í dag. „Ég vil segja að þó ég skilji að hart sé tek­ist á um þessi mál þá er það samt þannig að þing­menn okk­ar sem unnu að þessu máli gerðu það af heil­ind­um og voru að byggja á okk­ar stefnu“ sagði Katrín. Hún hlaut stand­andi lófa­tak í lok ræðu sinn­ar.
Ragnar Reykás og djöfullinn sjálfur - Litið inn á kirkjuþing
Greining

Ragn­ar Reykás og djöf­ull­inn sjálf­ur - Lit­ið inn á kirkju­þing

Vígð­ir þjón­ar og leik­menn inn­an þjóð­kirkj­unn­ar tók­ust á um fyr­ir­komu­lag bisk­ups­kjörs á auka­kirkju­þingi á föstu­dag. Þó er að­eins ár síð­an nýj­ar regl­ur um kjör til bisk­ups voru sam­þykkt­ar í góðri sátt á kirkju­þingi. Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar fylgd­ist með um­ræð­un­um og við sögu koma Ragn­ar Reykás, drykkju­skap­ur og djöf­ull­inn sjálf­ur.
Jóhannes Tryggvi kominn í afplánun í opnu fangelsi
Fréttir

Jó­hann­es Tryggvi kom­inn í afplán­un í opnu fang­elsi

Jó­hann­es Tryggvi Svein­björns­son hóf afplán­un á Litla-Hrauni um mitt síð­asta ár en hann var flutt­ur á Kvía­bryggju nú í fe­brú­ar. Jó­hann­es Tryggvi var dæmd­ur í sjö ára fang­elsi fyr­ir kyn­ferð­is­brot gegn fimm kon­um. Fang­els­is­mála­stjóri seg­ir alla hefja afplán­un í lok­uðu fang­elsi. All­ir fang­ar eigi síð­an mögu­leika á því að afplána í opnu fang­elsi, óháð brota­flokki, svo lengi sem þeir hafi ekki gerst sek­ir um aga­brot í afplán­un­inni.

Mest lesið undanfarið ár