Aðalsteinn Kjartansson

Blaðamaður

Vill að RÚV á landsbyggðinni verði lagt niður og fært undir N4
Fréttir

Vill að RÚV á lands­byggð­inni verði lagt nið­ur og fært und­ir N4

Í bréfi sem María Björk Ingva­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri sjón­varps­stöðv­ar­inn­ar N4, sendi fjár­laga­nefnd Al­þing­is fer hún rangt með stað­reynd­ir um skil­yrði fyr­ir styrkj­um sem veitt­ir eru einka­rekn­um fjöl­miðl­um. Hún lýs­ir eig­end­um stöðv­ar­inn­ar sem „engla­fjár­fest­um“ og seg­ir stöð­ina reiða sig á kost­an­ir sveit­ar­fé­laga. María Björk fer fram á 100 millj­óna styrk úr rík­is­sjóði, ell­egar fari N4 í þrot.
Segir kolefnisjöfnun boðin af Icelandair ekki standast skoðun
FréttirLoforð um kolefnisjöfnun

Seg­ir kol­efnis­jöfn­un boð­in af Icelanda­ir ekki stand­ast skoð­un

Stefán Gísla­son um­hverf­is­stjórn­un­ar­fræð­ing­ur sendi Icelanda­ir ít­ar­legt er­indi vegna sölu fyr­ir­tæk­is­ins á kol­efnis­jöfn­un til við­skipta­vina sinna. Hann hef­ur ekk­ert svar feng­ið en mán­uði eft­ir að er­ind­ið var sent flug­fé­lag­inu, full­yrti tals­mað­ur þess að eng­ar at­huga­semd­ir hefðu borist.
Fullyrða að enginn frá Samherja hafi verið borinn sökum í Namibíu
Fréttir

Full­yrða að eng­inn frá Sam­herja hafi ver­ið bor­inn sök­um í Namib­íu

Full­yrt er í árs­reikn­ingi Sam­herja Hold­ing að eng­inn starfs­mað­ur tengd­ur fé­lag­inu hafi ver­ið bor­inn sök­um í rann­sókn­um namib­ískra yf­ir­valda á mútu­greiðsl­um þar í landi. Raun­in er að sak­sókn­ari hafi ít­rek­að yf­ir­lýs­ing­ar sín­ar um að vilja ákæra þrjá starfs­menn í sam­stæð­unni, sem fyr­ir­svars­menn namib­ískra dótt­ur­fé­laga út­gerð­ar­inn­ar og leit­að að­stoð­ar við að fá þá fram­selda.
Forstjóri Sjúkratrygginga segir upp vegna fjársveltis stofnunarinnar
Fréttir

For­stjóri Sjúkra­trygg­inga seg­ir upp vegna fjár­svelt­is stofn­un­ar­inn­ar

María Heim­is­dótt­ir hef­ur sagt upp sem for­stjóri Sjúkra­trygg­inga Ís­lands. Hún seg­ir sam­starfs­mönn­um í bréfi að hún vilji ekki vilja taka ábyrgð á van­fjár­magn­aðri stofn­un. Í um­sögn sem stofn­un­in sendi fjár­laga­nefnd seg­ir að fyr­ir­hug­að­ur nið­ur­skurð­ur muni leiða til stór­skerð­ing­ar á þjón­ustu við lands­menn.
Icelandair endurskoðar kolefnissamstarf og Orkan breytir markaðsefni
Fréttir

Icelanda­ir end­ur­skoð­ar kol­efn­is­sam­starf og Ork­an breyt­ir mark­aðs­efni

Icelanda­ir end­ur­skoð­ar nú sam­starf sitt við Kol­við og seg­ir kol­efn­is­bind­ingu lít­inn hluta af að­gerð­um fé­lags­ins í lofts­lags­mál­um. Ork­an boð­ar breytt mark­aðs­efni um kol­efnis­jöfn­un sem seld er við­skipta­vin­um fyr­ir­tæk­is­ins, vegna um­fjöll­un­ar um vill­andi fram­setn­ingu Ork­unn­ar og Vot­lend­is­sjóðs.
Bandaríska sendiráðið hvetur fólk til að vera á varðbergi í miðbænum um helgina
Fréttir

Banda­ríska sendi­ráð­ið hvet­ur fólk til að vera á varð­bergi í mið­bæn­um um helg­ina

Banda­ríska sendi­ráð­ið á Ís­landi hef­ur gef­ið út við­vör­un til banda­rískra rík­is­borg­ara um að vera á varð­bergi, verði það í mið­bæ Reykja­vík­ur um helg­ina, vegna orð­róms um að til standi að hefna fyr­ir hnífsstungu­árás­ina á Banka­stræti Club. Hing­að til hef­ur lög­regl­an ekki tal­ið ástæðu til að vara við manna­ferð­um í bæn­um.

Mest lesið undanfarið ár