Forréttindi og fordómar eru staðreyndir
Freyja Haraldsdóttir
Pistill

Freyja Haraldsdóttir

For­rétt­indi og for­dóm­ar eru stað­reynd­ir

„Ég er svo feg­in þeg­ar ég sé að fólk verð­ur reitt, þeg­ar fólk tek­ur hluti al­var­lega,“ seg­ir Freyja Har­alds­dótt­ir, um for­rétt­indi og for­dóma. Í kjöl­far um­mæla sem fjöl­miðla­mað­ur­inn Sindri Sindra­son lét falla í frétta­tíma Stöðv­ar 2 um að hann gæti ekki ver­ið í for­rétt­inda­stöðu því hann til­heyrði mörg­um minni­hluta­hóp­um hef­ur mik­il um­ræða skap­ast í kring­um for­rétt­indi. Freyja er talskona femín­ísku fötl­un­ar­hreyf­ing­ar­inn­ar Tabú og seg­ir frá því hvernig hún tel­ur að marg­ir séu að mis­skilja þetta hug­tak, og hversu mik­il­vægt hún tel­ur að jað­ar­sett­ir hóp­ar sýni að þeim stend­ur ekki á sama þeg­ar reynslu­heim­ur þeirra er rengd­ur.
Ótti og grátur eftir störf á farfuglaheimili á Selfossi
ÚttektRéttindabrot á vinnumarkaði

Ótti og grát­ur eft­ir störf á far­fugla­heim­ili á Sel­fossi

Sumar­ið 2014 voru tvær pólsk­ar kon­ur ráðn­ar í starf á Far­fugla­heim­il­inu á Sel­fossi. Him­inn og haf var á milli þess hvernig starf­ið var aug­lýst og hvernig það var í raun. Vinnu­tími var mun lengri, frí var mun minna, mat­ur var ekki innifal­inn og laun ekki greidd. Með hjálp stétt­ar­fé­lags­ins Bár­unn­ar tókst þeim að flýja og sækja þau laun sem þau áttu inni. Eig­andi far­fugla­heim­il­is­ins seg­ir mál­ið vera upp­spuna og vís­ar í regl­ur sem ekki eru til.
„Ég horfðist í augu við svartnættið“ 
Viðtal

„Ég horfð­ist í augu við svart­nætt­ið“ 

Svart­nætt­ið hef­ur stund­um ver­ið svo yf­ir­þyrm­andi að það eina sem hef­ur hald­ið í hon­um líf­inu er vitn­eskj­an um að hann geti alltaf fyr­ir­far­ið sér. Myrkr­ið sótti að hon­um strax í æsku en nú hef­ur hann öðl­ast til­gang, bæði í gegn­um föð­ur­hlut­verk­ið og á þingi, þar sem hann er í að­stöðu til þess að berj­ast fyr­ir bætt­um úr­ræð­um í geð­heil­brigðis­kerf­inu. Hann hef­ur misst þrjá vini úr sjálfs­vígi, en sem ung­ling­ur gerði hann sjálfs­vígs­sátt­mála við besta vin sinn sem fór síð­an á und­an hon­um. Gunn­ar Hrafn Jóns­son seg­ir frá þung­lynd­inu, geð­deild og kerfi sem bregst.
Þeir sem þrífa diskana og drífa áfram hagvöxt í nýja góðærinu
ÚttektFerðaþjónusta

Þeir sem þrífa disk­ana og drífa áfram hag­vöxt í nýja góðær­inu

Er­lendu vinnu­afli fjölg­ar í lág­launa­störf­um tengd­um ferða­þjón­ustu. Síð­ustu ár hef­ur ferða­þjón­ust­an drif­ið áfram mik­inn hag­vöxt og kaup­mátt­ur launa er nú í sögu­legu há­marki. Er­lend­ir starfs­menn lenda á botni tekju­skipt­ing­ar­inn­ar og vinna störf við ræst­ing­ar og þjón­ustu sem knýja áfram vöxt ferða­þjón­ust­unn­ar.

Mest lesið undanfarið ár