Sálarsystur
Myndir

Sál­ar­syst­ur

Inn­an um ilm­andi birki­trén í litl­um kofa í Kjós­inni dvelja tvær kon­ur, Ág­ústa Kol­brún og Sara María Júlíu­dótt­ir. Þær er bestu vin­kon­ur og hafa bú­ið sam­an í um eitt ár, lengst af í bú­stað uppi í Heið­mörk, þar sem þær þurftu að sækja sér vatn í læk­inn á hverj­um degi. Þeim lík­ar vel við að búa í tengsl­um við nátt­úr­una og fá mik­inn inn­blást­ur það­an í líf sitt. Þær eru nán­ar vin­kon­ur, nán­ari en geng­ur og ger­ist, en þær lýsa sam­bandi sínu sem ástar­sam­bandi án þess að vera neitt kyn­ferð­is­legt, þær séu sál­ar­fé­lag­ar á ná­inn hátt. Hægt er að tengj­ast þeim á Face­book eða gegn­um: For­ynja á In­sta­gram.
„Ég er ekki kona“
MyndirTrans fólk

„Ég er ekki kona“

Prod­hi Man­isha er pan­kyn­hneigð­ur trans­mað­ur sem jafn­framt er húm­an­isti ut­an trú­fé­lags. Þessi ein­kenni hans voru grund­völl­ur þess að hon­um var veitt staða flótta­manns á Ís­landi. Hann var skráð­ur karl­mað­ur hjá Út­lend­inga­stofn­un á með­an hann hafði stöðu hæl­is­leit­anda en það breytt­ist þeg­ar hon­um var veitt hæli. Nú stend­ur ekki leng­ur karl á skil­ríkj­un­um hans, held­ur kona. Það seg­ir hann seg­ir ólýs­an­lega sárs­auka­fullt eft­ir alla hans bar­áttu. Hann leit­ar nú rétt­ar síns.
Reykjavík 104,5: Íslenska flóttafólkið í Laugardalnum
Myndir

Reykja­vík 104,5: Ís­lenska flótta­fólk­ið í Laug­ar­daln­um

Tjald­bú­arn­ir í Laug­ar­dal standa sam­an í bar­átt­unni fyr­ir mann­sæm­andi lífi. Einn flutti í tjald eft­ir hjarta­áfall, ann­ar skildi við kon­una, þriðji valdi hund­inn fram yf­ir her­berg­ið og flutti í jepp­ann sinn, fjórði lenti í slysi og missti hús­ið á nauð­ung­ar­upp­boði, enn önn­ur vék fyr­ir fjöl­skyldu úr íbúð og loks eru það þeir sem hríf­ast ein­fald­lega af þessu nýja sam­fé­lagi ís­lenskra flótta­manna í hjarta höf­uð­borg­ar­inn­ar.
Fossarnir sem hverfa
MyndirHvalárvirkjun

Foss­arn­ir sem hverfa

Tóm­as Guð­bjarts­son gekk ný­ver­ið um svæð­ið sem mun rask­ast með Hvalár­virkj­un á Strönd­um og tók mynd­ir af þess­um nátt­úruperl­um, sem eru að hans mati á heims­mæli­kvarða. Eft­ir að hafa far­ið yf­ir helstu rök með og á móti virkj­un­inni kemst hann að þeirri nið­ur­stöðu að virkj­un­in muni ekki leysa vanda­mál Vest­fjarða. Það ætti að vera í hönd­um rík­is­ins.
Líf mormónans
Myndir

Líf mormón­ans

Tví­tug­ir strák­ar send­ir til Ís­lands í trú­boð. Á með­an þeir helga lífi sínu starfi mormóna, banka upp á hjá fólki til að bera út boð­skap­inn, sinna sjúk­um og spila fót­bolta við gang­andi veg­far­end­ur um helg­ar, mega þeir ekki hringja heim og þurfa að lúta ströng­um regl­um safn­að­ar­ins. Að vera trú­boði er það erf­ið­asta sem Jackson Henrie Rose hef­ur gert, en gef­andi engu að síð­ur.
Fylgst með fastagestum úr kafi
Myndir

Fylgst með fasta­gest­um úr kafi

Fast­ur punkt­ur í til­veru fjölda fólks er að byrja dag­inn í sund­laug­inni. Kolfinna Mjöll Ás­geirs­dótt­ir hef­ur lengi ver­ið for­vit­in um fólk­ið sem synd­ir með­an aðr­ir sofa. Hún varði nokkr­um morgn­um á með­al fasta­gesta Vest­ur­bæj­ar­laug­ar, fylgd­ist með þeim úr kafi og hlustaði á sam­ræð­urn­ar í pott­un­um. Hún komst fljótt að raun um að það er ekki bara hreyf­ing og frískt loft sem lað­ar fólk að laug­un­um, held­ur er það líka vinátt­an sem bind­ur sund­hóp­ana sam­an.
Bardagamenn, glóandi járn og fornir taktar
Myndir

Bar­daga­menn, gló­andi járn og forn­ir takt­ar

Á þriðja hundrað manns í gervi vík­inga sótti hina ár­legu vík­inga­há­tíð við Fjörukrána. El­ín Reyn­is­dótt­ir, Elísa­bet Stef­áns­dótt­ir, Na­tal­ía Ósk Rík­harðs­dótt­ir Snæ­dal, Sig­ur­björn Björns­son og Sæmund­ur Örn Kjærnested eru öll í vík­inga­fé­lag­inu Rimm­ugýgi þar sem fé­lag­ar hafa kost á að læra bar­daga­að­ferð­ir að vík­ingas­ið, þeir vinna hand­verk í stíl vík­ing­anna og syngja og spila eins og tal­ið er að vík­ing­ar hafi gert. Fimm­menn­ing­arn­ir klæddu sig að sið vík­inga og tóku þátt í að töfra fram þau vík­inga­áhrif sem þarf á há­tíð­um sem þess­um.

Mest lesið undanfarið ár