Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Nágrannabörn Íslendinga kynntust nýrri lífsreynslu

Næstu ná­grann­ar Ís­lend­inga í þorp­um á Aust­ur-Græn­landi búa við veru­leika sem er langt frá ís­lensk­um hvers­dags­leika. Hrafn Jök­uls­son seg­ir frá heim­sókn græn­lenskra barna til Ís­lands.

Miðvikudaginn 29. ágúst kl. 17.52 lenti vél Flugfélags Íslands á Reykjavíkurflugvelli, eftir tveggja stunda flug frá Kulusuk á Grænlandi. Á sumrin má tala um loftbrú milli Reykjavíkur og Kulusuk, þangað þyrpast erlendir túristar í dagsferðir til að drepa niður fæti á stærstu eyju heimsins og rölta um litla þorpið þar sem íbúar eru innan við 300. 

En ferðalangarnir sem voru að koma frá Kulusuk þennan miðvikudag voru ekki þrautreyndir túristar með gullkort: Þetta voru 22 börn og fimm kennarar frá örlitlu þorpunum á Ammassalik-svæðinu: Kulusuk, Sermiligaaq, Tiniteqilaq, Kuummiiut og Isortoq. Daginn áður höfðu þrjú börn og einn kennari komið með vél Norlandair frá Ittoqqortoormiit til Akureyrar og þaðan til Reykjavíkur.

Þetta voru sundbörnin okkar árið 2016. Ellefti árgangur 11 ára barna frá litlu þorpunum á austurströndinni, kominn í tveggja vikna heimsókn til að læra sund, kynnast íslensku samfélagi og gera ótalmargt skemmtilegt. Enda skein eftirvænting og spenna úr augunum þegar þau röðuðu sér upp til myndatöku á Reykjavíkurflugvelli, langflest að komu úr sinni fyrstu ferð með flugvél, næstum öll komin til útlanda í fyrsta sinn. 

Svo nálægt og samt svo fjarlægt

Í hugum margra Íslendinga er Grænland fjarlægur og framandi heimur. Ég þekki ýmsa sem ferðast hafa um flestar heimsins koppagrundir, en aldrei til Grænlands komið. Og þó er þetta okkar næsti nágranni: Frá Straumnesi að Nansen-höfða eru 320 kílmetrar. Bein loftlína milli Reykjavíkur og Egilsstaða er 375 kílómetrar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár