Siggi hakkari aftur af stað og kærður fyrir að falsa skjöl
Sigurður Þórðarson, öðru nafni Siggi hakkari, kemur nú að sex félögum og segir lögmaður undirskrift sína hafa verið falsaða til að sýna fram á 100 milljóna hlutafé í tveimur fasteignafélögum. Siggi hakkari hefur verið eitt af lykilvitnum í rannsókn FBI á WikiLeaks. Viðskiptafélagar segjast hafa verið blekktir, en að enginn hafi hlotið skaða af.
Afhjúpun
Vara við þvingaðri berskjöldun í kakóathöfnum
Fólk sem sækir kakóathvarf er fengið til að segja frá áföllum sínum í meðferðarskyni, án þess að stjórnandinn hafi reynslu eða menntun til þess að leiða úrvinnslu. Sérfræðingar vara við andlegri áhættu af slíku starfi og fólk sem sótt hefur viðburðina lýsir skaðlegri reynslu.
Afhjúpun
Íslenskir nýnasistar lokka „stráka sem eru í sigtinu“ í dulkóðaða netspjallhópa
Meðlimir Norðurvígis reyna að fela slóð sína á netinu. Yngsti virki þátttakandinn er 17 ára, en hatursorðræða er kynnt ungmennum með gríni á netinu. Aðildarumsóknir fara með tölvupósti til dæmds ofbeldismanns sem leiðir nýnasista á Norðurlöndunum. Norrænir nýnasistar dvöldu í þrjá daga í skíðaskála í Bláfjöllum fyrr í mánuðinum.
AfhjúpunRéttindabrot á vinnumarkaði
Starfsmanni vikið úr starfi eftir að hann leitaði til stéttarfélagsins
Fyrrverandi starfsfólk veitingahúss og hótels á Snæfellsnesi kvartar undan kjarabrotum rekstrarstjóra sem borgaði þeim ekki fyrir yfirvinnu. Tveir fyrrverandi starfsmenn segja rekstrarstjórann hafa hótað því að kona hans myndi keyra yfir þá. Rekstrarstjórinn segir að málið sé rógburður en játar að hann haldi eftir síðasta launaseðli annars starfsmannsins.
Afhjúpun
Fjórar konur stíga fram vegna Jóns Baldvins: Hafa borið skömmina í hljóði allt of lengi
Fjórar konur stíga fram í viðtölum í Stundinni og lýsa meintri kynferðisáreitni Jóns Baldvins Hannibalssonar yfir rúmlega hálfrar aldar skeið. Enn fleiri konur hafa deilt sögum sínum af ráðherranum fyrrverandi í lokuðum hópi kvenna. Nýjasta sagan er frá því sumarið 2018, en þær elstu frá 13–14 ára nemendum hans við Hagaskóla á sjöunda áratugnum.
Afhjúpun
Róbert borgaði 1,3 milljarða upp í 45 milljarða skuldir
Fjárfestirinn Róbert Wessmann gerði skuldauppgjör við Glitni í árslok 2013. Róbert og samverkamaður hans, Árni Harðarson, losnuðu undan sjálfskuldarábyrgðum vegna milljarða króna skulda. Róbert á fyrirtæki og fasteignir í gegnum flókið net aflandsfélaga.
AfhjúpunKlausturmálið
Uppljóstrarinn af Klaustri: „Ég er fötluð hinsegin kona og mér blöskraði“
„Ég er þessi Marvin sem ruggaði bátnum,“ segir Bára Halldórsdóttir, sem var stödd fyrir tilviljun á Klaustri Bar þann 20. nóvember og varð vitni að ógeðfelldum samræðum þingmanna. „Ég varð bara svo sár og trúði varla því sem ég heyrði.“ Forseti Alþingis hefur beðið fatlaða, hinsegin fólk og konur afsökunar á ummælum þingmannanna, en Bára tilheyrir öllum þremur hópunum. Nú stígur hún fram í viðtali við Stundina, greinir frá atburðunum á Klaustri og opnar sig um reynsluna af því að vera öryrki og mæta skilningsleysi og firringu valdamikilla afla á Íslandi.
AfhjúpunKlausturmálið
Bjarni lofaði Sigmundi að Gunnar Bragi „ætti inni hjá Sjálfstæðismönnum“ fyrir að skipa Geir
Einræður Gunnars Braga Sveinssonar og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar veita ótrúlega innsýn í pólitísk hrossakaup og samtryggingu stjórnmálastéttinnar við skipun sendiherra. Hér má hlusta á vinina útskýra sendiherrakapalinn.
AfhjúpunRéttindabrot á vinnumarkaði
„Hann er búinn að henda mér úr landi“
Starfsfólk lýsir reiðiköstum og slæmri framkomu eiganda Guide to Iceland, sem er eitt helsta sprotafyrirtæki landsins. Meg Matich var rekin úr starfi sem ritstjóri vefblaðsins Guide to Iceland Now af eigandanum þegar hún nýtti ekki frítíma sinn í að skrifa fréttir fyrir fyrirtækið.
AfhjúpunRéttindabrot á vinnumarkaði
Niðurlægð og svikin á Hótel Adam
Eigandi Hótels Adam var dæmdur til að greiða tékkneskri konu, Kristýnu Králová, tæpar þrjár milljónir vegna vangoldinna launa. Hún segir frá starfsaðstæðum sínum í viðtali við Stundina.
Hún segist hafa verið látin sofa í sama rúmi og eigandinn þar sem hann hafi ítrekað reynt að stunda með henni kynlíf. Hún segir að hann hafi líka sannfært sig um að lögreglan myndi handtaka hana því hún væri ólöglegur innflytjandi. Eigandinn neitar ásökunum hennar og segir að það sé „ekkert að frétta“.
AfhjúpunRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur
Stundin birtir gögnin: Svona beitti Bragi sér
Stundin birtir tölvupósta og símtalsútdrátt með persónugreinanlegum og viðkvæmum upplýsingum afmáðum.
AfhjúpunRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur
Ásmundur vissi allt um þrýsting Braga en sagði Alþingi ekkert
„Það er gríðarlega mikilvægt að velferðarnefndin setji sig vel inn í þetta mál,“ sagði Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra um leið og hann hélt því leyndu fyrir Alþingi hvernig Bragi Guðbrandsson beitti sér fyrir umgengni prestssonar við dætur sínar sem hann var grunaður um að misnota.
AfhjúpunRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur
Þær kölluðu pabba „úlfinn“
Bragi Guðbrandsson hjá Barnaverndarstofu beitti sér fyrir því að prestssonur fengi að umgangast dætur sínar sem hann var grunaður um að misnota. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra vissi allt en hélt málinu leyndu fyrir Alþingi.
AfhjúpunPanamaskjölin
Sigmundur Davíð lét setja upp stuðningssíður í nafni annarra
Nýr dómur lýsir því hvernig Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, lét setja upp tvær heimasíður sér til varnar í kjölfar Panamaskjalanna. Síðurnar voru sagðar í nafni stuðningsmanna hans.
AfhjúpunRéttindabrot á vinnumarkaði
„Þannig að fyrirtækið skuldar mér helling af peningum?“
„Skipulagður þjófnaður af launum starfsfólksins“ er eitt af viðfangsefnum vinnustaðaeftirlits stéttarfélaganna. Blaðamaður fylgdi sérfræðingum VR og Eflingu inn á vinnustaði til að ræða við starfsfólk og uppljóstra um kjarabrot.
Afhjúpun
Bjarni losnaði við 50 milljóna kúlulánaskuld í aðdraganda hrunsins
Lán Bjarna Benediktssonar var fært yfir á skuldsett eignarhaldsfélag föður hans sem var svo slitið eftir hrun. Slitastjórn Glitnis tók málið til skoðunar: „Það finnst enginn fundargerð þar sem skuldskeytingin er leyfð.“
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
2
Viðtal
3
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
3
Viðtal
4
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
4
Menning
2
Þóra Dungal fallin frá
Þóra Dungal, sem varð táknmynd X-kynslóðarinnar á Íslandi skömmu fyrir aldamótin þegar hún fór með aðalhlutverk í kvikmyndinni Blossa árið 1997, er fallin frá.
5
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
6
Viðtal
12
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
7
Afhjúpun
3
„Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
Katrín Lóa Kristrúnardóttir þóttist heppin þegar henni var tjáð af vinnuveitanda sínum, Helga Vilhjálmssyni í Góu, að hann gæti lánað henni fyrir útborgun í íbúð. Hún hefði þó aldrei þegið slíkt lán ef hún hefði vitað hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýsir því að eftir lánveitinguna hafi hún þurft að sitja undir kynferðislegri áreitni Helga svo mánuðum skipti. Helgi biður Katrínu Lóu afsökunar á framferði sínu.
8
Úttekt
8
Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
Mata-systkinin og fyrirtæki þeirra hafa ítrekað verið gerð afturreka með viðskiptafléttur sem fólu í sér að koma mörg hundruð milljóna hagnaði undan skatti. Á sama tíma og fyrirtæki fjölskyldunnar byggja hagnað sinn á sölu matvæla undir tollvernd, hafa þau greitt háar sektir fyrir samkeppnisbrot og lagst í ómælda vinnu við að komast undan því að greiða skatta hér á landi, með viðskiptafléttum í gegnum þekkt skattaskjól.
9
Viðtal
Skutlað sextán ára til fanga á Litla-Hrauni: „Ég var alltaf hrædd“
Ingibjörg Lára Sveinsdóttir var sextán ára þegar henni var ekið á Litla-Hraun í heimsóknir til manns sem afplánaði átta ára dóm fyrir fullkomna amfetamínverksmiðju. Hún segir sorglegt að starfsfólk hafi ekki séð hættumerkin þegar hún mætti. Enginn hafi gert athugasemd við aldur hennar, þegar henni var vísað inn í herbergi með steyptu rúmi þar sem hennar beið töluvert eldri maður með hættulegan afbrotaferil.
10
Fréttir
10
Eigandi Mandi ákærður fyrir líkamsárás: „Hann sparkaði í magann á mér og sló mig í höfuðið, ítrekað“
Hlal Jarah, eigandi veitingastaðarins Mandi hefur verið ákærður fyrir að ráðast með barsmíðum á Kefsan Fatehi á annan dag jóla 2020. Upptökur sýna Hlal slá Kefsan í höfuðið og sparka í hana. Sjálf lýsir hún ógnunum, morðhótunum og kynferðislegri áreitni af hendi Hlal og manna honum tengdum.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.