Jón Óttar sagðist ekki skyldugur til að „fela þetta“ fyrir Samherja í Namibíu
AfhjúpunNý Samherjaskjöl

Jón Ótt­ar sagð­ist ekki skyldug­ur til að „fela þetta“ fyr­ir Sam­herja í Namib­íu

Eitt af því sem Jón Ótt­ar Ólafs­son, ráð­gjafi Sam­herja, gerði ít­rek­að fyr­ir út­gerð­ar­fé­lag­ið var að reyna að stuðla að því að mútu­greiðsl­urn­ar til ráða­mann­anna í Namib­íu færu leynt. Jón Ótt­ar sagð­ist ekki bera skylda til að fela þess­ar greiðsl­ur en hélt samt áfram að gera það í rúm þrjú ár eft­ir að hann hóf störf hjá Sam­herja í Namib­íu.
Bankastjóri og stjórnarmaður Íslandsbanka liðkuðu til fyrir viðskiptum Samherja í Namibíu
AfhjúpunNý Samherjaskjöl

Banka­stjóri og stjórn­ar­mað­ur Ís­lands­banka liðk­uðu til fyr­ir við­skipt­um Sam­herja í Namib­íu

Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, fund­aði með stjórn­ar­manni og banka­stjóra Ís­lands­banka, Birnu Ein­ars­dótt­ur, um að­stoð við að stunda fisk­veið­ar í Namib­íu. Fund­ur­inn leiddi til þess að Sam­herji fékk með­mæla­bréf sem sent var til Bern­h­ard Es­au sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra. Birna Ein­ars­dótt­ir seg­ir að hún hafi ein­ung­is ver­ið að að­stoða við­skipta­vin bank­ans og að hún hafi aldrei vit­að til hvers fund­ur­inn leiddi.
Ný Samherjaskjöl: „Þarf þetta allt að vera til í póstum milli manna?“
AfhjúpunNý Samherjaskjöl

Ný Sam­herja­skjöl: „Þarf þetta allt að vera til í póst­um milli manna?“

Ný gögn sem eru und­ir í rann­sókn­um hér­aðssak­sókn­ara og namib­ískra yf­ir­valda varpa ljósi á hversu víð­tæk þekk­ing var um mútu­greiðsl­ur og hátt­semi Sam­herja í Namib­íu inn­an út­gerð­arris­ans. Frjáls­lega var tal­að um mútu­greiðsl­ur og hót­an­ir í skrif­leg­um sam­skipt­um lyk­il­stjórn­enda. Þor­steinn Már Bald­vins­son fékk stöð­ug­ar upp­lýs­ing­ar um gang mála.
Formaðurinn vildi hætta en fékk starfslokasamning vegna ágreinings
Afhjúpun

Formað­ur­inn vildi hætta en fékk starfs­loka­samn­ing vegna ágrein­ings

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir veitti frá­far­andi for­manni kær­u­nefnd­ar út­lend­inga­mála 10 mán­aða laun þrátt fyr­ir að hann hyggð­ist hætta að eig­in frum­kvæði vegna starfs er­lend­is. Ráðu­neyt­ið er tví­saga í mál­inu. Sótt var að for­mann­in­um fyr­ir að leyna úr­skurð­um og vegna ágrein­ings með­al starfs­fólks.
„Skæruliðadeild“ Samherja skipulagði ófrægingarherferðir
Afhjúpun„Skæruliðar“ Samherja

„Skæru­liða­deild“ Sam­herja skipu­lagði ófræg­ing­ar­her­ferð­ir

Svo­köll­uð „skæru­liða­deild“ Sam­herja bein­ir spjót­um sín­um að gagn­rýn­end­um út­gerð­ar­fé­lags­ins og blaða­mönn­um, eft­ir sam­þykki frá „mönn­un­um“. „Ég vil stinga, snúa og strá salti í sár­in,“ seg­ir lög­mað­ur Sam­herja. Lagt er á ráð um að kæra upp­ljóstr­ara til að koma í veg fyr­ir vitn­is­burð hans fyr­ir dómi.
Siggi hakkari aftur af stað og kærður fyrir að falsa skjöl
Afhjúpun

Siggi hakk­ari aft­ur af stað og kærð­ur fyr­ir að falsa skjöl

Sig­urð­ur Þórð­ar­son, öðru nafni Siggi hakk­ari, kem­ur nú að sex fé­lög­um og seg­ir lög­mað­ur und­ir­skrift sína hafa ver­ið fals­aða til að sýna fram á 100 millj­óna hluta­fé í tveim­ur fast­eigna­fé­lög­um. Siggi hakk­ari hef­ur ver­ið eitt af lyk­il­vitn­um í rann­sókn FBI á Wiki­Leaks. Við­skipta­fé­lag­ar segj­ast hafa ver­ið blekkt­ir, en að eng­inn hafi hlot­ið skaða af.
Íslenskir nýnasistar lokka „stráka sem eru í sigtinu“ í dulkóðaða netspjallhópa
Afhjúpun

Ís­lensk­ir nýnas­ist­ar lokka „stráka sem eru í sigt­inu“ í dul­kóð­aða net­spjall­hópa

Með­lim­ir Norð­ur­víg­is reyna að fela slóð sína á net­inu. Yngsti virki þátt­tak­and­inn er 17 ára, en hat­ursorð­ræða er kynnt ung­menn­um með gríni á net­inu. Að­ild­ar­um­sókn­ir fara með tölvu­pósti til dæmds of­beld­is­manns sem leið­ir nýnas­ista á Norð­ur­lönd­un­um. Nor­ræn­ir nýnas­ist­ar dvöldu í þrjá daga í skíða­skála í Bláfjöll­um fyrr í mán­uð­in­um.
Starfsmanni vikið úr starfi eftir að hann leitaði til stéttarfélagsins
AfhjúpunRéttindabrot á vinnumarkaði

Starfs­manni vik­ið úr starfi eft­ir að hann leit­aði til stétt­ar­fé­lags­ins

Fyrr­ver­andi starfs­fólk veit­inga­húss og hót­els á Snæ­fellsnesi kvart­ar und­an kjara­brot­um rekstr­ar­stjóra sem borg­aði þeim ekki fyr­ir yf­ir­vinnu. Tveir fyrr­ver­andi starfs­menn segja rekstr­ar­stjór­ann hafa hót­að því að kona hans myndi keyra yf­ir þá. Rekstr­ar­stjór­inn seg­ir að mál­ið sé róg­burð­ur en ját­ar að hann haldi eft­ir síð­asta launa­seðli ann­ars starfs­manns­ins.
Fjórar konur stíga fram vegna Jóns Baldvins: Hafa borið skömmina í hljóði allt of lengi
Afhjúpun

Fjór­ar kon­ur stíga fram vegna Jóns Bald­vins: Hafa bor­ið skömm­ina í hljóði allt of lengi

Fjór­ar kon­ur stíga fram í við­töl­um í Stund­inni og lýsa meintri kyn­ferð­is­áreitni Jóns Bald­vins Hanni­bals­son­ar yf­ir rúm­lega hálfr­ar ald­ar skeið. Enn fleiri kon­ur hafa deilt sög­um sín­um af ráð­herr­an­um fyrr­ver­andi í lok­uð­um hópi kvenna. Nýj­asta sag­an er frá því sumar­ið 2018, en þær elstu frá 13–14 ára nem­end­um hans við Haga­skóla á sjö­unda ára­tugn­um.
Uppljóstrarinn af Klaustri: „Ég er fötluð hinsegin kona og mér blöskraði“
AfhjúpunKlausturmálið

Upp­ljóstr­ar­inn af Klaustri: „Ég er fötl­uð hinseg­in kona og mér blöskr­aði“

„Ég er þessi Mar­vin sem rugg­aði bátn­um,“ seg­ir Bára Hall­dórs­dótt­ir, sem var stödd fyr­ir til­vilj­un á Klaustri Bar þann 20. nóv­em­ber og varð vitni að ógeð­felld­um sam­ræð­um þing­manna. „Ég varð bara svo sár og trúði varla því sem ég heyrði.“ For­seti Al­þing­is hef­ur beð­ið fatl­aða, hinseg­in fólk og kon­ur af­sök­un­ar á um­mæl­um þing­mann­anna, en Bára til­heyr­ir öll­um þrem­ur hóp­un­um. Nú stíg­ur hún fram í við­tali við Stund­ina, grein­ir frá at­burð­un­um á Klaustri og opn­ar sig um reynsl­una af því að vera ör­yrki og mæta skiln­ings­leysi og firr­ingu valda­mik­illa afla á Ís­landi.
Niðurlægð og svikin á Hótel Adam
AfhjúpunRéttindabrot á vinnumarkaði

Nið­ur­lægð og svik­in á Hót­el Adam

Eig­andi Hót­els Adam var dæmd­ur til að greiða tékk­neskri konu, Kri­stýnu Králová, tæp­ar þrjár millj­ón­ir vegna van­gold­inna launa. Hún seg­ir frá starfs­að­stæð­um sín­um í við­tali við Stund­ina. Hún seg­ist hafa ver­ið lát­in sofa í sama rúmi og eig­and­inn þar sem hann hafi ít­rek­að reynt að stunda með henni kyn­líf. Hún seg­ir að hann hafi líka sann­fært sig um að lög­regl­an myndi hand­taka hana því hún væri ólög­leg­ur inn­flytj­andi. Eig­and­inn neit­ar ásök­un­um henn­ar og seg­ir að það sé „ekk­ert að frétta“.

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu