Líf og drifkraftur Guðna: Feimni, föðurmissir, skilnaður og sköpun sögunnar
ViðtalForsetakosningar 2016

Líf og drif­kraft­ur Guðna: Feimni, föð­ur­miss­ir, skiln­að­ur og sköp­un sög­unn­ar

Ef fram fer sem horf­ir verð­ur Guðni Th. Jó­hann­es­son næsti for­seti Ís­lands. Þessi hæg­láti og takt­fasti mað­ur hafði, þang­að til fyr­ir nokkr­um vik­um, lát­ið sér nægja að skrifa um ís­lenska sam­tíma­sögu, en er nú bú­inn að vinda sér í for­grunn henn­ar. Guðni seg­ir frá föð­ur­missin­um, feimn­inni, skiln­að­in­um, drif­kraft­in­um og kosn­inga­bar­átt­unni.
„Ég verð skíthræddur þegar ég mæti háhyrningum og útselum“
Viðtal

„Ég verð skít­hrædd­ur þeg­ar ég mæti há­hyrn­ing­um og út­sel­um“

Heið­ar Logi Elías­son er 23 ára gam­all og jafn­framt fyrsti og eini at­vinnu­mað­ur okk­ar Ís­lend­inga þeg­ar kem­ur að brimbrett­um. Hann fann sig hvorki í knatt­spyrnu né körfu­bolta en fann fyr­ir frelsi þeg­ar það kom að jaðarí­þrótt­um. Heið­ar Logi fékk fyrsta hjóla­brett­ið sex ára og núna, 17 ár­um seinna, er hann at­vinnu­mað­ur á brimbrett­um og ferð­ast út um all­an heim.
Gott að geta rætt um dauðann
Viðtal

Gott að geta rætt um dauð­ann

Séra Bragi Skúla­son, sjúkra­húsprest­ur á Land­spít­al­an­um, veit­ir þjón­ustu þeim sem grein­ast með lífs­hættu­lega sjúk­dóma og hef­ur ver­ið við­stadd­ur mörg and­lát­in. Hann seg­ir að dauð­vona fólk tak­ist á við erf­iða, til­finn­inga­lega líð­an - fólk get­ur ver­ið ósátt, það get­ur fund­ið fyr­ir reiði og ótta og ver­ið að tak­ast á við ákveð­in upp­gjör. „Því finnst eins og líf­ið sé að hlaupa frá því og að það hafi ekki náð að gera það sem það ætl­aði sér í líf­inu. Allt þetta kem­ur inn á borð hjá mér. Það sama er að segja um trú­ar­leg spurs­mál - hvernig er dauð­inn, hvert við­kom­andi fer þeg­ar hann deyr og sum­ir velta fyr­ir sér hvort von sé um að ann­að líf taki við þeg­ar þeir kveðja.“
„Ég er hvort sem er að deyja“
Viðtal

„Ég er hvort sem er að deyja“

Ey­steinn Skarp­héð­ins­son er með 4. stigs krabba­mein í vélinda og eru reyk­ing­ar og óhóf­leg áfeng­isneysla helstu áhættu­þætt­ir. Með­al­ald­ur þeirra sem grein­ast er um 72 ár. Ey­steinn er 41 árs, hef­ur reykt frá 14 ára aldri og hef­ur ver­ið alkó­hólisti í 24 ár auk þess að vera í neyslu annarra vímu­efna. „Það er þannig með alkó­hól­isma; það er al­veg sama hvert mað­ur fer - hann kem­ur alltaf með. Hann eyði­legg­ur, eyði­legg­ur og eyði­legg­ur,“ seg­ir hann.
Grátur sonarins stöðvaði sjálfsvígið
Viðtal

Grát­ur son­ar­ins stöðv­aði sjálfs­víg­ið

Tíu dög­um fyr­ir síð­ustu jól tók Kristian Guttesen ákvörð­un um að deyja. Hann var kom­inn á enda­stöð. Hann sendi eig­in­konu sinni skila­boð og sagði henni frá ætl­un­ar­verki sínu, kynnti sér hvernig best væri að hnýta heng­ing­ar­hnút og var að leita sér að krók þeg­ar rónni var rask­að. Rúm­lega árs­gam­all son­ur hans vakn­aði af síð­deg­islúrn­um og skyndi­lega breytt­ust að­stæð­ur.
„Ég ákvað bara einn daginn að verða rithöfundur“
Viðtal

„Ég ákvað bara einn dag­inn að verða rit­höf­und­ur“

Líf hans hef­ur ekki alltaf ver­ið leik­andi. Hann starf­aði í ís­lenska fjár­mála­geir­an­um á ár­un­um fyr­ir hrun, var skuld­um vaf­inn og leið eins og hann væri fangi eig­in lífs. Dav­íð Rafn Kristjáns­son var að gefa út sína fyrstu skáld­sögu, Burn­ing Karma, hjá breska for­laginu Wild Pressed Books. Hann hafði ekk­ert skrif­að nema þurr­ar lög­fræði­rit­gerð­ir þeg­ar hann byrj­aði á sög­unni. Dav­íð vinn­ur nú að nýrri skáld­sögu um lista­mann en seg­ist hvorki skilja nú­tíma­list né list­ir al­mennt. Hann mál­ar mynd­ir í þeim til­gangi að skilja um­fjöll­un­ar­efn­ið bet­ur og lík­ir líf­inu við ein­lægt rann­sókn­ar­verk­efni í þágu lista­gyðj­unn­ar.
Mistökin eru leið til þroska
ViðtalForsetakosningar 2016

Mis­tök­in eru leið til þroska

Halla Tóm­as­dótt­ir er eina kon­an með telj­an­legt fylgi af fram­bjóð­end­um til for­seta Ís­lands, en hún mæld­ist með tæp­lega níu pró­senta fylgi í ný­legri könn­un MMR. Hún seg­ir mik­il­vægt að kon­ur þori að bjóða sig fram í for­ystu­stöð­ur í sam­fé­lag­inu og hyggst setja siða­regl­ur fyr­ir for­seta­embætt­ið nái hún kjöri. Halla ræð­ir hér um sýn sína á for­seta­embætt­ið, for­tíð sína í við­skipta­líf­inu og föð­ur­missinn sem setti líf­ið í sam­hengi í miðju efna­hags­hruni.
Missti heilsuna eftir skilnað
ViðtalFjármálahrunið

Missti heils­una eft­ir skiln­að

Guð­mund­ur Gunn­ars­son verka­lýðs­for­ingi er harð­ur nátt­úru­vernd­arsinni. Hann sat stjórn­laga­þing og seg­ir að skemmd­ar­verk hafi ver­ið unn­ið gagn­vart því. Fer­tug­ur gekk hann í gegn­um sár­an skiln­að og hafn­aði á gjör­gæslu. Áð­ur hafði hann reynt að yf­ir­gefa Sjálf­stæð­is­flokk­inn í tvö ár en fékk ekki. Seinna sat hann neyð­ar­fund með stjórn­völd­um sem vildu fá eign­ir líf­eyr­is­sjóð­anna heim.
Nýtir ofbeldisreynsluna í listinni
Viðtal

Nýt­ir of­beld­is­reynsl­una í list­inni

Guð­rún Bjarna­dótt­ir leik­kona sagði frá minn­ing­um sín­um um of­beld­is­sam­band í ein­lægri grein fyr­ir um einu og hálfu ári síð­an. Hún tók með­vit­aða ákvörð­un um að veita eng­in við­töl í kjöl­far birt­ing­ar­inn­ar en von­aði að grein­in myndi vekja sam­fé­lag­ið til um­hugs­un­ar um of­beldi í nán­um sam­bönd­um. Næsta skref sé að tala um of­beld­is­menn­ina sjálfa og seg­ir Guð­rún mik­il­vægt að sam­fé­lag­ið for­dæmi þá ekki, held­ur rétti þeim hjálp­ar­hönd. Nú not­ar hún list­ina til að opna um­ræð­una enn frek­ar um eitt fald­asta sam­fé­lags­mein okk­ar tíma – of­beldi inn­an veggja heim­il­is­ins.
Fór í meðferð og féll fyrir ofbeldismanni
Viðtal

Fór í með­ferð og féll fyr­ir of­beld­is­manni

Thelma Berg­lind Guðna­dótt­ir var í afeitrun með dæmd­um nauðg­ara sem áreitti hana á göng­un­um. Hún féll fyr­ir mann­in­um sem kom henni til bjarg­ar þeg­ar kvart­an­ir breyttu engu. Hann átti síð­an eft­ir að beita hana of­beldi í dags­leyf­inu. Hún gagn­rýn­ir að­gerð­ar­leysi starfs­manna og bend­ir á mik­il­vægi þess að fólki sé skipt bet­ur upp í afeitrun.

Mest lesið undanfarið ár